eru alveg svakaleg. Get ekki hætt að hugsa um skólann, alla sem í honum voru og allt sem við brölluðum. Er núna fyrst að komast í gang á morgnanna enda ekkert búin að geta hvílt mig almennilega síðan ég kom heim og ekki svaf ég mikið í skólanum...
Ætla að reyna að hætta að væla yfir því að vera komin heim og hlakka í staðinn til skólans næsta sumars...og næsta...og næsta...
Ég fékk bónorð í dag, eða í raun ekki bónorð heldur skipun: ,,Þú ert kærastinn minn og þú átt að giftast mér og giftingin er á morgun" Ég hef aldrei verið kærasti neins áður. Það er frábær tilfinning.
Vinnan mín er sú besta í heimi. Að semja tónlist, útsetja og spila allan daginn og fá borgað fyrir það er svakalegt. Næsta vika er heldur þétt setin af leikskólakynningum, tónleikum á elliheimilum og spileríi víðsvegar um bæinn. Erum líka með lítið atriði á Jónsmessuhátíðinni í Hellisgerði á morgun og við byrjum kl 20 ef einhver hefur áhuga á að kíkja.
En núna ætla ég að fara að pakka ofan í tösku og þjóta út í sveit í eina nótt
föstudagur, 22. júní 2007
mánudagur, 18. júní 2007
Heim úr dalnum...
Úff...
bestu dagar lífs míns að baki og það er hreint út sagt ömurlegt að vera komin heim aftur
takk fyrir mig Svarfaðardalur og sjáumst að ári
bestu dagar lífs míns að baki og það er hreint út sagt ömurlegt að vera komin heim aftur
takk fyrir mig Svarfaðardalur og sjáumst að ári
mánudagur, 4. júní 2007
Gríma er stór og loðin
og ég sakna hennar alveg ótrúlega mikið NÚNA og samt er hún ekki farin. En hún fer. Á föstudaginn yfirgefur hún litla ljóta Ísland og heldur á vit ævintýranna.
Rigningin dynur á rúðunni minni og þó ég sé komin úr búningnum mínum þá er ég enn sár í hjarta. Það er svo vont að kveðja, þó svo að ég viti vel að við eigum eftir að hittast aftur og allt það, en ég fæ samt alltaf einhverja tómleikatilfinningu...sérstaklega ef manneskjan er einhver sem maður nær að tengja sig við. SÉg elska að geta talað við fólk og talað í alvöru við fólk, ekki eitthvað yfirborðskennt rugl sem skiptir engu máli og hefur enga þýðingu fyrir neinn. Þannig er Gríma (vá ég var næstum búin að skrifa var Gríma úff...) og ég fíla það for fanden! Nei, svona í alvöru...það er ekki oft sem maður kynnist einhverjum sem skilur ruglið í kollinum á manni og hefur sjálfur upplifað það sama og maður sjálfur. Og það að geta talað saman án allrar upphefðar eða tilgerðar og verið maður sjálfur hundrað prósent er frábært og það finnur maður ekki með hverjum sem er. Ég á nokkra svoleiðis vini og Gríma er án efa ein af þeim. Gríma lille abepige.
Skemmtu þér ótrúlega vel úti elsku Gríma og gerðu eitthvað tryllt!!!
...svo ef ég sakna þín of mikið þá bara sting ég þér í samband við ristavélina :)
góða ferð gríma litla
Rigningin dynur á rúðunni minni og þó ég sé komin úr búningnum mínum þá er ég enn sár í hjarta. Það er svo vont að kveðja, þó svo að ég viti vel að við eigum eftir að hittast aftur og allt það, en ég fæ samt alltaf einhverja tómleikatilfinningu...sérstaklega ef manneskjan er einhver sem maður nær að tengja sig við. SÉg elska að geta talað við fólk og talað í alvöru við fólk, ekki eitthvað yfirborðskennt rugl sem skiptir engu máli og hefur enga þýðingu fyrir neinn. Þannig er Gríma (vá ég var næstum búin að skrifa var Gríma úff...) og ég fíla það for fanden! Nei, svona í alvöru...það er ekki oft sem maður kynnist einhverjum sem skilur ruglið í kollinum á manni og hefur sjálfur upplifað það sama og maður sjálfur. Og það að geta talað saman án allrar upphefðar eða tilgerðar og verið maður sjálfur hundrað prósent er frábært og það finnur maður ekki með hverjum sem er. Ég á nokkra svoleiðis vini og Gríma er án efa ein af þeim. Gríma lille abepige.
Skemmtu þér ótrúlega vel úti elsku Gríma og gerðu eitthvað tryllt!!!
...svo ef ég sakna þín of mikið þá bara sting ég þér í samband við ristavélina :)
góða ferð gríma litla
sunnudagur, 3. júní 2007
Gleði gleði...
Frumsýning í gær á Limbó sem heppnaðist líka svona svakalega vel! Hvet alla til að kíkja á sýningu sem fyrst því við sýnum aðeins á mánudag, þriðjudag, miðvikudag og lokasýning á fimmtudag. Getið líka skoðað á www.123.is/lh. Bandalagsskólinn á föstudaginn og ég er orðin verulega spennt...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)