föstudagur, 22. júní 2007

Fráhvarfseinkennin...

eru alveg svakaleg. Get ekki hætt að hugsa um skólann, alla sem í honum voru og allt sem við brölluðum. Er núna fyrst að komast í gang á morgnanna enda ekkert búin að geta hvílt mig almennilega síðan ég kom heim og ekki svaf ég mikið í skólanum...


Ætla að reyna að hætta að væla yfir því að vera komin heim og hlakka í staðinn til skólans næsta sumars...og næsta...og næsta...

Ég fékk bónorð í dag, eða í raun ekki bónorð heldur skipun: ,,Þú ert kærastinn minn og þú átt að giftast mér og giftingin er á morgun" Ég hef aldrei verið kærasti neins áður. Það er frábær tilfinning.

Vinnan mín er sú besta í heimi. Að semja tónlist, útsetja og spila allan daginn og fá borgað fyrir það er svakalegt. Næsta vika er heldur þétt setin af leikskólakynningum, tónleikum á elliheimilum og spileríi víðsvegar um bæinn. Erum líka með lítið atriði á Jónsmessuhátíðinni í Hellisgerði á morgun og við byrjum kl 20 ef einhver hefur áhuga á að kíkja.


En núna ætla ég að fara að pakka ofan í tösku og þjóta út í sveit í eina nótt

Engin ummæli: