mánudagur, 4. júní 2007

Gríma er stór og loðin

og ég sakna hennar alveg ótrúlega mikið NÚNA og samt er hún ekki farin. En hún fer. Á föstudaginn yfirgefur hún litla ljóta Ísland og heldur á vit ævintýranna.

Rigningin dynur á rúðunni minni og þó ég sé komin úr búningnum mínum þá er ég enn sár í hjarta. Það er svo vont að kveðja, þó svo að ég viti vel að við eigum eftir að hittast aftur og allt það, en ég fæ samt alltaf einhverja tómleikatilfinningu...sérstaklega ef manneskjan er einhver sem maður nær að tengja sig við. SÉg elska að geta talað við fólk og talað í alvöru við fólk, ekki eitthvað yfirborðskennt rugl sem skiptir engu máli og hefur enga þýðingu fyrir neinn. Þannig er Gríma (vá ég var næstum búin að skrifa var Gríma úff...) og ég fíla það for fanden! Nei, svona í alvöru...það er ekki oft sem maður kynnist einhverjum sem skilur ruglið í kollinum á manni og hefur sjálfur upplifað það sama og maður sjálfur. Og það að geta talað saman án allrar upphefðar eða tilgerðar og verið maður sjálfur hundrað prósent er frábært og það finnur maður ekki með hverjum sem er. Ég á nokkra svoleiðis vini og Gríma er án efa ein af þeim. Gríma lille abepige.

Skemmtu þér ótrúlega vel úti elsku Gríma og gerðu eitthvað tryllt!!!

...svo ef ég sakna þín of mikið þá bara sting ég þér í samband við ristavélina :)

góða ferð gríma litla

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk innilega elsku Gudrún Sóley....ég kann vel ad meta tetta, og get bara sagt sømuleidis!

Ef tad huggar tig e-d ta er ég búin ad gráta helling strax og á potttétt allnokkur tár eftir!

Vid sjáumst held ég fljótlega, hef einhverja sterka tilfinningu fyrir tví!

Kv. Gríma