Ef þú sérð einmana svartan og hvítan rafmagnsgítar á vappi úti á götu með fjólubláa skotthúfu í rauðum stígvélum þá máttu endilega heilsa upp á hann og vísa honum veginn á eiganda sinn, sem er ég.
Hef gullfiskana grunaða um að hafa tekið hann, þeir voru þeir einu sem voru á heimilinu á meðan á ferðinni stóð. Finnst það þó ólíklegt.
--------------
Komin heim frá Glasgow, mögnuð ferð og kom heim með heilan helling af fötum og dóti. Toppurinn er samt bassinn sem ég keypti mér og dröslaði borgarendana á milli heilan dag, kom heim með hann og komst að því að ég er búin að týna rafmagnsgítarnum mínum. Já, hann hvarf á meðan ég var í Glasgow. Og jacksnúran fór með honum þannig ég get ekki spilað á bassann nema órafmagnaðan og það er afskaplega takmarkað gaman.
Komst að mörgu í Glasgow, t.d.
-það er vinstri umferð sem er stórhættuleg ef maður gleymir sér og veður út á götu eftir að hafa litið til hægri
-dvergar geta unnið á flugvöllum
-ég passa í fötin í barnadeildinni í HM fyrir 12 og 13 ára krakka
-það er enginn virðusaukaskattur á barnafötum í Glasgow
- það er gott að versla svoleiðis
-það halda allir að ég sé spánverji
-ef maður borðar of mikið af ben&jerry's verður manni illt í maganum
-belgískar vöfflur eru hættulega góðar
-það er hægt að týnast
-en maður finnst aftur
En fjör.
Skólinn er byrjaður, búin að mæta í þrjá daga og strax byrjuð að sofna í tímum og skrópa. Ég er búin að vera ótrúlega óróleg þessa daga og er engan veginn að geta setið kyrr í skólanum og hlustað á kennarann. Mun betra að leggja sig eða þá bara að sleppa þessu alveg og hanga í rauða herberginu í staðinn. Það versta er að ég er í 24 einingum sem er alltof mikið miðað við áhuga- , metnaðar- og peningaleysið. Komst nefnilega að því að ég þarf víst að kaupa slatta af bókum og á u.þ.b. 12 krónur eftir það sem út er mánuðinn og fæ ekkert útborgað um mánaðarmótin. Mjög basic að fá ekkert útborgað þar sem ég vann ekki neitt.
Sumarbústaður núna um helgina og vonandi íbúð sem fyrst. Skoðuðum magnaða íbúð í gær og ég finn það á mér að við fáum hringingu innan skamms...
Lifið heil og látið ekki gabba ykkur í skóla, það er bara vesen.
miðvikudagur, 29. ágúst 2007
miðvikudagur, 22. ágúst 2007
Dugnaður
Ég gerði alveg svakalega margt í dag
-keypti mér tvisvar sinnum pítsu, bæði dominos extra
-skilaði bunka af skólabókum
-kom aftur heim með bunka af skólabókum en þó nokkuð minni en ég fór með
-keypti mér fullt af kasettum í Góða hirðinum, misgáfulegar
-spjallaði við Helga Hós
-tók í höndina á honum
-bauð honum regnhlífina mína en hann vildi ekkert með hana hafa
-skoðaði íbúð
-skoðaði aðra íbúð
-keypti bland í poka
-bakkaði á mann
-drap Kristínu næstum því
-og aftur...næstum því
-borðaði pítsu úti á höfn
-hoppaði fram af vegg og sveif á regnhlíf
-rústaði regnhlífinni
-tók trilljón myndir af Kristínu og Davíð misþyrma regnhlífinni minni
-komst að því að ég er með 5 regnhlífar í skottinu
-og komst einnig að því að ég kemst vel fyrir í skottinu
-og að það er ekkert sérlega sniðugt...
-fórum í heimsókn til Gerðar sem lagði fyrir okkur Tarot spil
-komst að því að hún veit greinilega ALLT um sjálfa mig
-svakalegt
Og svo fattaði ég rétt í þessu að ég á víst að skunda í skólann í fyrramálið og næstu nótt er flug til fjarlægra landa...eða lands
OMG
-keypti mér tvisvar sinnum pítsu, bæði dominos extra
-skilaði bunka af skólabókum
-kom aftur heim með bunka af skólabókum en þó nokkuð minni en ég fór með
-keypti mér fullt af kasettum í Góða hirðinum, misgáfulegar
-spjallaði við Helga Hós
-tók í höndina á honum
-bauð honum regnhlífina mína en hann vildi ekkert með hana hafa
-skoðaði íbúð
-skoðaði aðra íbúð
-keypti bland í poka
-bakkaði á mann
-drap Kristínu næstum því
-og aftur...næstum því
-borðaði pítsu úti á höfn
-hoppaði fram af vegg og sveif á regnhlíf
-rústaði regnhlífinni
-tók trilljón myndir af Kristínu og Davíð misþyrma regnhlífinni minni
-komst að því að ég er með 5 regnhlífar í skottinu
-og komst einnig að því að ég kemst vel fyrir í skottinu
-og að það er ekkert sérlega sniðugt...
-fórum í heimsókn til Gerðar sem lagði fyrir okkur Tarot spil
-komst að því að hún veit greinilega ALLT um sjálfa mig
-svakalegt
Og svo fattaði ég rétt í þessu að ég á víst að skunda í skólann í fyrramálið og næstu nótt er flug til fjarlægra landa...eða lands
OMG
mánudagur, 20. ágúst 2007
Og nú byrja ég aftur
Í tilefni þess að þeir örfáu sem lásu þetta eru búnir að gefast upp á skrifleysinu...
Tók upp á því í gær að mála bílinn minn. Gætti þess þó að mála aðeins hægri hliðina þar sem hún sést ekki þegar ég legg í stæðið fyrir utan húsið mitt...svona til að forðast óþarfa spurningar um hvað í ósköpunum hafi komið fyrir bílinn minn. Það tókst þó ekki alveg.
Vaknaði upp við það í morgun að móðir mín þrammar inn í herbergið mitt.
,,Guðrún Sóley! Hefurðu séð bílinn þinn!"
Þar sem ég var á bólakafi í enn einum óléttudraumnum muldraði ég eitthvað og tróð hausnum undir koddann. Hún gafst ekki upp heldur hrópaði enn hærra:
,,GUÐRÚN SÓLEY! Þvílíkar ástarjátningar á bílnum þínum...mig grunar að hann hafi komið í nótt...já...og litað allan bílinn þinn! Að hugsa sér...!"
Og þá datt ég inn í óléttudrauminn og svaf vært til hádegis. Þegar ég klöngrast upp stigann og inn í eldhús sitja þær mæðgur við eldhúsborðið með spekingslegan svip og stara á mig.
,,Hvað?" spyr ég og nudda stírurnar úr augunum
,,Hefurðu séð bílinn þinn?" segja þær í kór og glotta
,,Já...ég gerði þetta í gær"
,,Núnú...við höldum að það hafi einhver komið í nótt og skrifað ástarjátningar til þín á bílinn"
,,Ha? Hver ætti að gera það? Ég gerði þetta í gær á planinu hjá Kristínu..."
,,Núnú og þorðirðu að aka á bílnum svona heim? Ekki trúum við því..."
Og þannig hélt samtalið áfram...og áfram....og áfram...þar til ég gafst upp og fór að tannbursta mig. Þær hafa glott og spurt mig ,,lúmskra" spurninga í allan dag sem ég þykist ekki taka eftir. Rétt í þessu tók ég uppá því að þjóta út í bíl og ná í bláa litinn, afhenda þeim hann og sýna þeim litinn undir nöglunum á mér. Þá hlógu þær og spurðu af hverju ég væri að æsa mig svona yfir þessu
Úff...það er svo sannarlega erfitt að vera listamaður
Tók upp á því í gær að mála bílinn minn. Gætti þess þó að mála aðeins hægri hliðina þar sem hún sést ekki þegar ég legg í stæðið fyrir utan húsið mitt...svona til að forðast óþarfa spurningar um hvað í ósköpunum hafi komið fyrir bílinn minn. Það tókst þó ekki alveg.
Vaknaði upp við það í morgun að móðir mín þrammar inn í herbergið mitt.
,,Guðrún Sóley! Hefurðu séð bílinn þinn!"
Þar sem ég var á bólakafi í enn einum óléttudraumnum muldraði ég eitthvað og tróð hausnum undir koddann. Hún gafst ekki upp heldur hrópaði enn hærra:
,,GUÐRÚN SÓLEY! Þvílíkar ástarjátningar á bílnum þínum...mig grunar að hann hafi komið í nótt...já...og litað allan bílinn þinn! Að hugsa sér...!"
Og þá datt ég inn í óléttudrauminn og svaf vært til hádegis. Þegar ég klöngrast upp stigann og inn í eldhús sitja þær mæðgur við eldhúsborðið með spekingslegan svip og stara á mig.
,,Hvað?" spyr ég og nudda stírurnar úr augunum
,,Hefurðu séð bílinn þinn?" segja þær í kór og glotta
,,Já...ég gerði þetta í gær"
,,Núnú...við höldum að það hafi einhver komið í nótt og skrifað ástarjátningar til þín á bílinn"
,,Ha? Hver ætti að gera það? Ég gerði þetta í gær á planinu hjá Kristínu..."
,,Núnú og þorðirðu að aka á bílnum svona heim? Ekki trúum við því..."
Og þannig hélt samtalið áfram...og áfram....og áfram...þar til ég gafst upp og fór að tannbursta mig. Þær hafa glott og spurt mig ,,lúmskra" spurninga í allan dag sem ég þykist ekki taka eftir. Rétt í þessu tók ég uppá því að þjóta út í bíl og ná í bláa litinn, afhenda þeim hann og sýna þeim litinn undir nöglunum á mér. Þá hlógu þær og spurðu af hverju ég væri að æsa mig svona yfir þessu
Úff...það er svo sannarlega erfitt að vera listamaður
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)