miðvikudagur, 29. ágúst 2007

Mr Bojangles

Ef þú sérð einmana svartan og hvítan rafmagnsgítar á vappi úti á götu með fjólubláa skotthúfu í rauðum stígvélum þá máttu endilega heilsa upp á hann og vísa honum veginn á eiganda sinn, sem er ég.

Hef gullfiskana grunaða um að hafa tekið hann, þeir voru þeir einu sem voru á heimilinu á meðan á ferðinni stóð. Finnst það þó ólíklegt.

--------------

Komin heim frá Glasgow, mögnuð ferð og kom heim með heilan helling af fötum og dóti. Toppurinn er samt bassinn sem ég keypti mér og dröslaði borgarendana á milli heilan dag, kom heim með hann og komst að því að ég er búin að týna rafmagnsgítarnum mínum. Já, hann hvarf á meðan ég var í Glasgow. Og jacksnúran fór með honum þannig ég get ekki spilað á bassann nema órafmagnaðan og það er afskaplega takmarkað gaman.
Komst að mörgu í Glasgow, t.d.

-það er vinstri umferð sem er stórhættuleg ef maður gleymir sér og veður út á götu eftir að hafa litið til hægri

-dvergar geta unnið á flugvöllum

-ég passa í fötin í barnadeildinni í HM fyrir 12 og 13 ára krakka

-það er enginn virðusaukaskattur á barnafötum í Glasgow

- það er gott að versla svoleiðis

-það halda allir að ég sé spánverji

-ef maður borðar of mikið af ben&jerry's verður manni illt í maganum

-belgískar vöfflur eru hættulega góðar

-það er hægt að týnast

-en maður finnst aftur


En fjör.

Skólinn er byrjaður, búin að mæta í þrjá daga og strax byrjuð að sofna í tímum og skrópa. Ég er búin að vera ótrúlega óróleg þessa daga og er engan veginn að geta setið kyrr í skólanum og hlustað á kennarann. Mun betra að leggja sig eða þá bara að sleppa þessu alveg og hanga í rauða herberginu í staðinn. Það versta er að ég er í 24 einingum sem er alltof mikið miðað við áhuga- , metnaðar- og peningaleysið. Komst nefnilega að því að ég þarf víst að kaupa slatta af bókum og á u.þ.b. 12 krónur eftir það sem út er mánuðinn og fæ ekkert útborgað um mánaðarmótin. Mjög basic að fá ekkert útborgað þar sem ég vann ekki neitt.

Sumarbústaður núna um helgina og vonandi íbúð sem fyrst. Skoðuðum magnaða íbúð í gær og ég finn það á mér að við fáum hringingu innan skamms...

Lifið heil og látið ekki gabba ykkur í skóla, það er bara vesen.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

va er eg skitur eda hvad ad hafa ekki uppgotvad thessu sidu fyrr en i thessum skrifudu ordum?!

thu verdur ad fyrirgefa. Hedan i fra verd eg fasta -og heidursgedtur a thessari sidu.

Og ertu buin ad finna helvitis gitarinn???

Ef thu kemur hingad skal eg leyfa ther ad profa kontrabassann minn.
kvedja BG gangstah a.k.a. kynlifspakkinn (?)