Vaknaði eldhress í bítið, grunlaus um hvað biði mín. Ískaldar stofuflísarnar tóku á móti mér og frystu á mér iljarnar. Tannkremið búið. Klósettpappírinn búinn. Öll fyrifram ákveðin plön um losun og hreinlæti duttu upp fyrir vegna þessa. Klæddi mig og hélt af stað út í óvissuna. Bíllinn minn var gaddfreðinn og það tók mig svona korter að brjóta mér leið inn í hann. Við tók rúðusköfun með flotta ÓB kubbnum mínum sem einhver var svo góður að gefa mér þar vegna rúðusköfuleysis míns. Hann virkar nákvæmlega ekki neitt, gæti eins skafið með rúgbrauði. Keyrði af stað og vonaðist til að öll börn og gamalmenni í hverfinu væru enn sofandi eða að minnsta kosti afskaplega langt frá götunum. Eftir nokkrar ómægad uppgötvanir um svakalega hálku og rennirí þá komst ég loks að tónlistarskólanum. Um leið og ég hafði drepið á bílnum hringdi síminn. Tilkynning um það að fleiri bílar væru gaddfreðnir og að æfingunni yrði frestað um hálftíma. Ég hélt fúl heim á leið. Þegar þangað var komið fékk ég annað símtal. Æfingin sem átti að vera núna eftir korter verður alls ekki. Jei.
Ég er sem sagt búin að vera vakandi síðan klukkan hálf níu til einskis. Að vísu hef ég afrekað alveg stórkostlega hluti í þessum grindargaddi úti við en sú tilhugsun kætir mig voðalega lítið núna.
Komst að því í gær þegar ég ætlaði að kaupa mér kók að ég á nákvæmlega 25 krónur. 25 krónur til að lifa af fram á hvað, miðvikudag? Og ekki má gleyma því að það er ekki til neitt kók, enginn klósettpappír, ekkert tannkrem og bensínið af afar skornum skammti.
Ég verð víst bara að flytja til fjalla og læra að lifa á fjallagrösum og stunda andlega íhugun til að koma í veg fyrir að ég tapi vitinu innan um kjánalegar kindur og kýr.
Í stað þess að væla í foreldrum mínum og vinum um lán á pening þar til um mánaðarmótin hef ég ákveð að gefa skít í þetta. Ég dey ekkert þó ég tannbursti mig heima hjá mömmu og pabba, geri þarfir mínar annars staðar en heima hjá mér og drekki frítt vatn í stað kóks í þrjá daga. Iss piss ég get það alveg.
Las þessa klausu einhversstaðar: Ef þú átt mat í ísskápnum, föt í skápunum, þak yfir höfuðið og stað til að sofa á - þá ert þú ríkari en 75% af heiminum.
Sko! Ég er rík! Að vísu á ég engan mat í ísskápnum fyrir utan ársgamlan smurost og loðinn appelsínudjús en það er allt í lagi. Ég ét þá bara það sem úti frýs- sko frostið er meira að segja jákvætt! Á að vísu engin föt í skápunum heldur- þau eru á víð og dreif um allt svefnherbergið. En þak hef ég og mátulega stórt rúm, föt á gólfunum og fullt af frosti til að borða. Namm namm namm hvernig ætli jólin verði?
sunnudagur, 28. október 2007
föstudagur, 26. október 2007
Fíllinn hann faðir minn.
Ég kýs að taka þessu ofurlitla nei-i sem hvatningu um áframhaldandi skrif. ,,NEI EKKI HÆTTA!"
Tatararadadaaa ég hef nú lokið við skrif á félagsfræðiritgerðinni sem hefur verið að plaga mig síðustu vikur. Loksins er ég frjáls undan viðjum þessara skrifa og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu þar til á mánudag. Fyrsta helgin mín í langan tíma sem ég þarf ekki að vorkenna sjálfri mér yfir einhverskonar skrifum.
Mig dreymdi alveg stórmerkilegan draum í nótt. Hákarlar í garðinum mínum og spjall við fíl sem tilkynnti mér það eftir dálitlar rökræður að fílar væru ekkert hættuleg dýr. Hann reif upp spýtu í pallinum mínum og afhenti mér alla eyrnalokkana sem ég hef verið að týna upp á síðkastið (á núna bara einn úr hverju setti). Fíllinn var í fötum og mér leið eins og hann væri faðir minn. Svo var eitthvað svakalegt mál með alla þessa hákarla í sjónum sem var staðsettur í garðinum.
Og svo vaknaði ég einhverntíma þarna í miðju ævintýrinu til þess að halda áfram með skrif mín um heimilisofbeldi.
Ætla að fara og leita mér að sokkabuxum því ég finn enga samstæða sokka.
Túrílú
og já Bára...ég samhryggist þér innilega með sambandsslitin. Getur þó tilkynnt sænsku píunni að örvænta ekki því á næstu önn er ég að fara í ....daddararaddadaaa SÆNSKU!!! Mitt fyrsta verk sem sænskumælandi pía verður að yrkja til hennar. Það er svo gott að vera svona alþjóðlegur, finnst þér ekki!?
Tatararadadaaa ég hef nú lokið við skrif á félagsfræðiritgerðinni sem hefur verið að plaga mig síðustu vikur. Loksins er ég frjáls undan viðjum þessara skrifa og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu þar til á mánudag. Fyrsta helgin mín í langan tíma sem ég þarf ekki að vorkenna sjálfri mér yfir einhverskonar skrifum.
Mig dreymdi alveg stórmerkilegan draum í nótt. Hákarlar í garðinum mínum og spjall við fíl sem tilkynnti mér það eftir dálitlar rökræður að fílar væru ekkert hættuleg dýr. Hann reif upp spýtu í pallinum mínum og afhenti mér alla eyrnalokkana sem ég hef verið að týna upp á síðkastið (á núna bara einn úr hverju setti). Fíllinn var í fötum og mér leið eins og hann væri faðir minn. Svo var eitthvað svakalegt mál með alla þessa hákarla í sjónum sem var staðsettur í garðinum.
Og svo vaknaði ég einhverntíma þarna í miðju ævintýrinu til þess að halda áfram með skrif mín um heimilisofbeldi.
Ætla að fara og leita mér að sokkabuxum því ég finn enga samstæða sokka.
Túrílú
og já Bára...ég samhryggist þér innilega með sambandsslitin. Getur þó tilkynnt sænsku píunni að örvænta ekki því á næstu önn er ég að fara í ....daddararaddadaaa SÆNSKU!!! Mitt fyrsta verk sem sænskumælandi pía verður að yrkja til hennar. Það er svo gott að vera svona alþjóðlegur, finnst þér ekki!?
miðvikudagur, 24. október 2007
Ég held að ég sé hætt
er þó ekki alveg viss...gaman að þessu svosem en þó heldur tilgangslaust babl um ekkert sem skiptir máli.
nema þið viljið koma einhverju á framfæri?
eða kannski stiðja við bakið á mér svona til tilbreytingar...
nema þið viljið koma einhverju á framfæri?
eða kannski stiðja við bakið á mér svona til tilbreytingar...
föstudagur, 19. október 2007
Hlauptu Jónas
,,En hvernig var annars ferðin, fyrir utan þetta með veskið?"
Hmm...,,þetta með veskið" setti auðvitað mjög mikinn svip á ferðina alla og ég er enn taugahrúga eftir þetta allt saman. Og líka eftir það þegar ég missti af öllum krökkunum og kennurunum í metrokerfinu í Barceolona og stóð ein eftir. Það hefði ekki verið svo skelfilegt nema hvað að ég var ekki með síma, vissi engin símanúmer, hafði ekki hugmynd um hvað lestin héti sem þau tóku eða hvert við værum að fara, vissi ekki hvað hostelið sem við gistum á héti og hafði ekki græna glóru um hvar í andskotanum ég væri stödd.
Hvar get ég nálgast kúrs í ratvísi?
En annars var ferðin frábær. Sól allan tímann og einn daginn fór hitinn upp í 33 gráður! Flatmagaði á einhverju torgi hálfnakin og velti mér uppúr dúfukúk á meðan glottandi Kínverjar smelltu af myndum. Verslaði frá mér það litla vit sem eftir var og fyrir alla peningana sem eftir voru, borðaði góðan mat, fór á karaókíbar þar sem Las chicas d'Islandes voru uppgötvaðar og hófu feril sinn á upplýstu sviði innan um eintóma spanjóla. Var sveitt og þreytt og svaf afskaplega lítið. Fór á brjálaðan neðanjarðar salsaklúbb, tjúttaði tryllt og síðan var mér hent út fyrir að taka vídjómyndir. Komst að því að eftir 17 klukkutíma ferðalag á áfangastað verða fætur manns óvenju þrútnir og bólgnir en þó ekki jafn þrútnir og eftir að hafa verið á fullu í heilan sólarhring eins og raunin varð á mánudag. Vaknaði 6 á spænskum tíma og pakkaði og gerði mig til fyrir flugið og lentum svo í endalausum vandræðum á leið út á völl. Flug til Köben og heilum degi eitt þar í innkaup, át og leit að mér...sem týndist einnig þar. Hmm... Svo var haldið aftur út á flugvöll ( og ekki má gleyma endalausum lestar- og leigubílaferðum og mun meira labbi) og þaðan var haldið til Íslands með tilheyrandi töfum vegna of mikils handfarangurs farþega ( skrifast einfarið á mig sem mætti með alltof stóra flugfreyjutösku, risastóra handtösku og aðra tösku stærri en risavöxnu flugfreyjutöskuna, allt saman í handfarangri og komst upp með það með því að þykjast vera Dani). Þar fór ég úr skónum og lét ferskt flugvélaloftið leika um sveittar tærnar. Þegar vélin var svo lent hérna heima eftir sólarhrings vöku og ferðalög gat ég ekki smellt aftur skónum...fætur mínir líktust uppblásnum blöðrum. Jammí.
Skelli inn myndum um leið og ég hef tíma og þol í það.
Hmm...,,þetta með veskið" setti auðvitað mjög mikinn svip á ferðina alla og ég er enn taugahrúga eftir þetta allt saman. Og líka eftir það þegar ég missti af öllum krökkunum og kennurunum í metrokerfinu í Barceolona og stóð ein eftir. Það hefði ekki verið svo skelfilegt nema hvað að ég var ekki með síma, vissi engin símanúmer, hafði ekki hugmynd um hvað lestin héti sem þau tóku eða hvert við værum að fara, vissi ekki hvað hostelið sem við gistum á héti og hafði ekki græna glóru um hvar í andskotanum ég væri stödd.
Hvar get ég nálgast kúrs í ratvísi?
En annars var ferðin frábær. Sól allan tímann og einn daginn fór hitinn upp í 33 gráður! Flatmagaði á einhverju torgi hálfnakin og velti mér uppúr dúfukúk á meðan glottandi Kínverjar smelltu af myndum. Verslaði frá mér það litla vit sem eftir var og fyrir alla peningana sem eftir voru, borðaði góðan mat, fór á karaókíbar þar sem Las chicas d'Islandes voru uppgötvaðar og hófu feril sinn á upplýstu sviði innan um eintóma spanjóla. Var sveitt og þreytt og svaf afskaplega lítið. Fór á brjálaðan neðanjarðar salsaklúbb, tjúttaði tryllt og síðan var mér hent út fyrir að taka vídjómyndir. Komst að því að eftir 17 klukkutíma ferðalag á áfangastað verða fætur manns óvenju þrútnir og bólgnir en þó ekki jafn þrútnir og eftir að hafa verið á fullu í heilan sólarhring eins og raunin varð á mánudag. Vaknaði 6 á spænskum tíma og pakkaði og gerði mig til fyrir flugið og lentum svo í endalausum vandræðum á leið út á völl. Flug til Köben og heilum degi eitt þar í innkaup, át og leit að mér...sem týndist einnig þar. Hmm... Svo var haldið aftur út á flugvöll ( og ekki má gleyma endalausum lestar- og leigubílaferðum og mun meira labbi) og þaðan var haldið til Íslands með tilheyrandi töfum vegna of mikils handfarangurs farþega ( skrifast einfarið á mig sem mætti með alltof stóra flugfreyjutösku, risastóra handtösku og aðra tösku stærri en risavöxnu flugfreyjutöskuna, allt saman í handfarangri og komst upp með það með því að þykjast vera Dani). Þar fór ég úr skónum og lét ferskt flugvélaloftið leika um sveittar tærnar. Þegar vélin var svo lent hérna heima eftir sólarhrings vöku og ferðalög gat ég ekki smellt aftur skónum...fætur mínir líktust uppblásnum blöðrum. Jammí.
Skelli inn myndum um leið og ég hef tíma og þol í það.
miðvikudagur, 17. október 2007
helvítis barcelona
Komin heim frá barcelona
hitti þar bæði hórur og róna
lenti í afar kröppum dansi
sem endaði alls ekki með glansi
Ég týndist ein á lestarstöð
með ónýta tösku og ekki glöð
vissi ei neitt og ekki með síma
tapaði bæði viti og tíma
Ég veit ei hvernig né hvenær það skeði
en fyrir það líf mitt hefði ég sett að veði
ég rænd var að kvöldi fyrsta dags
um 40.000 krónur og pepsi max!
Þetta er ekkert grín og ég hef grátið mikið
þessir óprúttnu menn höfðu mig svikið
Mig langaði ekki að vera þar lengur
en svona víst bara gerist og gengur
Og ég hringdi í mömmu og mamma í mig
um helvítis borgina töluðum við
ég vældi svo mikið og róaðist ei
fyrr en heim á Ísland var komið sussumsvei
sunnudagur, 14. október 2007
Esta en Barcelona
okei
og i gaer atti eg versta dag lifs mins...
komum i gaer...
tokst ad rusta ferdatoskunni minni eftir 14 klst ferdalag
missti af lest thar sem allir krakkarnir og kennararnir voru i og eg var ekki med sima, peninga eda neitt og vissi ekkert hvar eg var ne hvert thau hefdu farid
med undraverdum haetti nadi eg ad bjarga mer og rett nadi naestu lest
og svo var eg raend
40.ooo kronur takk fyrir!!!!!!allur helvitis peningurinn minn
eg er fifl
taugaafall og andlegri heilsu minni hrakadi storkostlega vid thetta
grenjadi i svona 4 tima
en i dag var sol...og 30 stiga hiti..og mamma og pabbi logdu inna mig pening og hughreystu mig
og vid fundum H&M
og karoki
og nu er eg semi hamingjusom
en aldrei aldrei aldrei fara til barcelona
...an grins
og i gaer atti eg versta dag lifs mins...
komum i gaer...
tokst ad rusta ferdatoskunni minni eftir 14 klst ferdalag
missti af lest thar sem allir krakkarnir og kennararnir voru i og eg var ekki med sima, peninga eda neitt og vissi ekkert hvar eg var ne hvert thau hefdu farid
med undraverdum haetti nadi eg ad bjarga mer og rett nadi naestu lest
og svo var eg raend
40.ooo kronur takk fyrir!!!!!!allur helvitis peningurinn minn
eg er fifl
taugaafall og andlegri heilsu minni hrakadi storkostlega vid thetta
grenjadi i svona 4 tima
en i dag var sol...og 30 stiga hiti..og mamma og pabbi logdu inna mig pening og hughreystu mig
og vid fundum H&M
og karoki
og nu er eg semi hamingjusom
en aldrei aldrei aldrei fara til barcelona
...an grins
miðvikudagur, 10. október 2007
Skósólasósa
Skór
skósóli
skósólasósa
skósólasósan mín.
Óró
Óróli
Órólasósa
Órólasósan mín
Kór
kóróli
kórólasósa
kórólasósan mín.
Dr. Jól
Drjólóli= drjóli
drjólasósa
drjólasósan mín
skósóli
skósólasósa
skósólasósan mín.
Óró
Óróli
Órólasósa
Órólasósan mín
Kór
kóróli
kórólasósa
kórólasósan mín.
Dr. Jól
Drjólóli= drjóli
drjólasósa
drjólasósan mín
mánudagur, 8. október 2007
Dvergurinn Bergur
Ég er búin að vera veik í næstum því þrjár vikur núna. Virðist alltaf vera að jafna mig en vakna svo næsta morgun í miklu ólagi og get voðalega lítið gert annað en að smæla framan í heiminn og mæta í skóla, vinnu og þess háttar. Hnéð mitt er líka búið að vera með einhver leiðindi í næstum tvær vikur núna og ég er um það bil að gefast upp á því. Þrátt fyrir að veikindin og hnéð hafi haft töluverð áhrif á gang mála síðustu vikur þá hefur ekkert komið mér í jafn mikið ójafnvægi og helvítis klukkurnar sem elta mig hvert sem ég fer. Málið er það að í hvert einasta skipti, og þá meina ég í hvert einasta, þegar ég hef óvart rekið augun í klukkuna, þegar ég svara í símann, skipti um útvarpsrás, kveiki á bakarofninum, þá er klukkan 11:11, 20:20, 09:09, 15:15. Ég held í alvöru talað að ég sé að verða geðveik.
Síðan síðast hefur margt á daga mína drifið. Mjög margt meira að segja. Mér tókst að taka til í íbúðinni minni - og drasla hana út aftur. Reyndar var ég mjög ómeðvituð um það þannig það telst kannski ekki með. Einnig tókst mér að taka til í bílnum mínum og hreinsa til í aftursætunum svo ég gæti tekið fleiri farþega en einn. Núna efast ég hinsvegar um að nokkur einasti maður komist inn í bílinn minn fyrir utan bílstjórann sem þarf oftar en ekki að skutla sér ofan í hyldýpið og ryðja sér leið í átt að stýrinu. Fékk gefinst passa á RIFF og fór á tvær myndir. Import Export sem var vægast sagt gífurlega löng og leiðinleg. Þegar ég gekk út af henni, eftir tveggja tíma kvöl, pínu og dott sátu örfáar hræður eftir með skelfingarsvip í salnum sem í byrjun myndarinnar var fullur. Ég fór líka á mynd sem ég man ekki hvað heitir sem fjallar um þrjá menn sem festast inni í bíl. Hmm...hún var allt í lagi en mér tókst samt að sofna nokkrum sinnum og vera dónaleg við útlending. OG NÚNA ER HELVÍTIS KLUKKAN 08.08
guðminngóður ég fæ brátt taugaáfall
Ég fór líka á Masterclass námskeið hjá Gilles Apap og tónleika í gær. Það var alveg hreint magnað sérstaklega í ljósi þess að á föstudaginn var ég í fiðlutíma að skoða myndband af gæjanum á youtube og svo mæti ég í tónlistarskólann á laugardeginum og þá situr hann þar úti á miðju gólfi. Náði smá tali við kauða og spileríi sem var mjög skemmtilegt. En já...
Á föstudaginn er ég svo á leiðinni til Barcelona, þrátt fyrir að enginn hafi keypt af mér frábæra endurnýtanlega bökunarpappírinn minn nema ég sjálf og móðir mín. Takmarkað hvað ég elska ykkur mikið kæru vinir eftir þessa hroðafengnu lífsreynslu.
Ég elska börn og börnin elska mig. Svo mikið að þau virðast sogast að mér og líma sig föst. Þau eru allstaðar-þessir englar...
Ég borðaði kjöt í gær. Hakk. Er hætt öllum mótþróa við aumingja líkin, pepperóníbörnin á leiðinni í skólann og pulsubarnið sem fann ekki móður sína tilheyra mér á ný. Hef ekki tíma til að finna mér prótín annarsstaðar, borða ekki baunir og á ekki aura fyrir prótínstykkjum. Þetta verður því að vera svona...ég hef brugðist ykkur litlu lík og þið annað hvort elskið mig eða hatið mig fyrir það.
Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga var haldin núna á laugardag í Borgarleikhúsinu. Ég var að leika í tveimur verkum, einu verki sem ég var að leika í í sumar með Sýnum og öðru með Leikfélagi Kópavogs sem ég sýni þarna í fyrsta skipti. Allt gekk rosalega vel fyrir sig og gríðarleg stemmning í mannskapnum. Um kvöldið var svo haldið í gleðskap mikinn sem ég tala ekki um hér.
Núna var ég að uppgötva að í dag á ég að skila 6 bls heimildaritgerð í listasögu sem gildir 20% af lokaeinkunn. Frábært.
Síðan síðast hefur margt á daga mína drifið. Mjög margt meira að segja. Mér tókst að taka til í íbúðinni minni - og drasla hana út aftur. Reyndar var ég mjög ómeðvituð um það þannig það telst kannski ekki með. Einnig tókst mér að taka til í bílnum mínum og hreinsa til í aftursætunum svo ég gæti tekið fleiri farþega en einn. Núna efast ég hinsvegar um að nokkur einasti maður komist inn í bílinn minn fyrir utan bílstjórann sem þarf oftar en ekki að skutla sér ofan í hyldýpið og ryðja sér leið í átt að stýrinu. Fékk gefinst passa á RIFF og fór á tvær myndir. Import Export sem var vægast sagt gífurlega löng og leiðinleg. Þegar ég gekk út af henni, eftir tveggja tíma kvöl, pínu og dott sátu örfáar hræður eftir með skelfingarsvip í salnum sem í byrjun myndarinnar var fullur. Ég fór líka á mynd sem ég man ekki hvað heitir sem fjallar um þrjá menn sem festast inni í bíl. Hmm...hún var allt í lagi en mér tókst samt að sofna nokkrum sinnum og vera dónaleg við útlending. OG NÚNA ER HELVÍTIS KLUKKAN 08.08
guðminngóður ég fæ brátt taugaáfall
Ég fór líka á Masterclass námskeið hjá Gilles Apap og tónleika í gær. Það var alveg hreint magnað sérstaklega í ljósi þess að á föstudaginn var ég í fiðlutíma að skoða myndband af gæjanum á youtube og svo mæti ég í tónlistarskólann á laugardeginum og þá situr hann þar úti á miðju gólfi. Náði smá tali við kauða og spileríi sem var mjög skemmtilegt. En já...
Á föstudaginn er ég svo á leiðinni til Barcelona, þrátt fyrir að enginn hafi keypt af mér frábæra endurnýtanlega bökunarpappírinn minn nema ég sjálf og móðir mín. Takmarkað hvað ég elska ykkur mikið kæru vinir eftir þessa hroðafengnu lífsreynslu.
Ég elska börn og börnin elska mig. Svo mikið að þau virðast sogast að mér og líma sig föst. Þau eru allstaðar-þessir englar...
Ég borðaði kjöt í gær. Hakk. Er hætt öllum mótþróa við aumingja líkin, pepperóníbörnin á leiðinni í skólann og pulsubarnið sem fann ekki móður sína tilheyra mér á ný. Hef ekki tíma til að finna mér prótín annarsstaðar, borða ekki baunir og á ekki aura fyrir prótínstykkjum. Þetta verður því að vera svona...ég hef brugðist ykkur litlu lík og þið annað hvort elskið mig eða hatið mig fyrir það.
Margt smátt, stuttverkahátíð Bandalags íslenskra leikfélaga var haldin núna á laugardag í Borgarleikhúsinu. Ég var að leika í tveimur verkum, einu verki sem ég var að leika í í sumar með Sýnum og öðru með Leikfélagi Kópavogs sem ég sýni þarna í fyrsta skipti. Allt gekk rosalega vel fyrir sig og gríðarleg stemmning í mannskapnum. Um kvöldið var svo haldið í gleðskap mikinn sem ég tala ekki um hér.
Núna var ég að uppgötva að í dag á ég að skila 6 bls heimildaritgerð í listasögu sem gildir 20% af lokaeinkunn. Frábært.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)