föstudagur, 19. október 2007

Hlauptu Jónas

,,En hvernig var annars ferðin, fyrir utan þetta með veskið?"

Hmm...,,þetta með veskið" setti auðvitað mjög mikinn svip á ferðina alla og ég er enn taugahrúga eftir þetta allt saman. Og líka eftir það þegar ég missti af öllum krökkunum og kennurunum í metrokerfinu í Barceolona og stóð ein eftir. Það hefði ekki verið svo skelfilegt nema hvað að ég var ekki með síma, vissi engin símanúmer, hafði ekki hugmynd um hvað lestin héti sem þau tóku eða hvert við værum að fara, vissi ekki hvað hostelið sem við gistum á héti og hafði ekki græna glóru um hvar í andskotanum ég væri stödd.

Hvar get ég nálgast kúrs í ratvísi?

En annars var ferðin frábær. Sól allan tímann og einn daginn fór hitinn upp í 33 gráður! Flatmagaði á einhverju torgi hálfnakin og velti mér uppúr dúfukúk á meðan glottandi Kínverjar smelltu af myndum. Verslaði frá mér það litla vit sem eftir var og fyrir alla peningana sem eftir voru, borðaði góðan mat, fór á karaókíbar þar sem Las chicas d'Islandes voru uppgötvaðar og hófu feril sinn á upplýstu sviði innan um eintóma spanjóla. Var sveitt og þreytt og svaf afskaplega lítið. Fór á brjálaðan neðanjarðar salsaklúbb, tjúttaði tryllt og síðan var mér hent út fyrir að taka vídjómyndir. Komst að því að eftir 17 klukkutíma ferðalag á áfangastað verða fætur manns óvenju þrútnir og bólgnir en þó ekki jafn þrútnir og eftir að hafa verið á fullu í heilan sólarhring eins og raunin varð á mánudag. Vaknaði 6 á spænskum tíma og pakkaði og gerði mig til fyrir flugið og lentum svo í endalausum vandræðum á leið út á völl. Flug til Köben og heilum degi eitt þar í innkaup, át og leit að mér...sem týndist einnig þar. Hmm... Svo var haldið aftur út á flugvöll ( og ekki má gleyma endalausum lestar- og leigubílaferðum og mun meira labbi) og þaðan var haldið til Íslands með tilheyrandi töfum vegna of mikils handfarangurs farþega ( skrifast einfarið á mig sem mætti með alltof stóra flugfreyjutösku, risastóra handtösku og aðra tösku stærri en risavöxnu flugfreyjutöskuna, allt saman í handfarangri og komst upp með það með því að þykjast vera Dani). Þar fór ég úr skónum og lét ferskt flugvélaloftið leika um sveittar tærnar. Þegar vélin var svo lent hérna heima eftir sólarhrings vöku og ferðalög gat ég ekki smellt aftur skónum...fætur mínir líktust uppblásnum blöðrum. Jammí.

Skelli inn myndum um leið og ég hef tíma og þol í það.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

cool.

oskadu mer gods gengis, eg er ad fara ad segja upp finnanum mohahahhaa