föstudagur, 26. október 2007

Fíllinn hann faðir minn.

Ég kýs að taka þessu ofurlitla nei-i sem hvatningu um áframhaldandi skrif. ,,NEI EKKI HÆTTA!"

Tatararadadaaa ég hef nú lokið við skrif á félagsfræðiritgerðinni sem hefur verið að plaga mig síðustu vikur. Loksins er ég frjáls undan viðjum þessara skrifa og þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu þar til á mánudag. Fyrsta helgin mín í langan tíma sem ég þarf ekki að vorkenna sjálfri mér yfir einhverskonar skrifum.

Mig dreymdi alveg stórmerkilegan draum í nótt. Hákarlar í garðinum mínum og spjall við fíl sem tilkynnti mér það eftir dálitlar rökræður að fílar væru ekkert hættuleg dýr. Hann reif upp spýtu í pallinum mínum og afhenti mér alla eyrnalokkana sem ég hef verið að týna upp á síðkastið (á núna bara einn úr hverju setti). Fíllinn var í fötum og mér leið eins og hann væri faðir minn. Svo var eitthvað svakalegt mál með alla þessa hákarla í sjónum sem var staðsettur í garðinum.

Og svo vaknaði ég einhverntíma þarna í miðju ævintýrinu til þess að halda áfram með skrif mín um heimilisofbeldi.

Ætla að fara og leita mér að sokkabuxum því ég finn enga samstæða sokka.
Túrílú

og já Bára...ég samhryggist þér innilega með sambandsslitin. Getur þó tilkynnt sænsku píunni að örvænta ekki því á næstu önn er ég að fara í ....daddararaddadaaa SÆNSKU!!! Mitt fyrsta verk sem sænskumælandi pía verður að yrkja til hennar. Það er svo gott að vera svona alþjóðlegur, finnst þér ekki!?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

engin thorf a ad samhryggjast, eg er einkar fegin sjalf.

altjodalegt er malid i dag hef eg lesid einhversstadar.

Og a eg ad segja ther, eg kann ekki islensku lengur, i gaer skrifadi eg a ensku i dagbokina mina.