mánudagur, 28. apríl 2008

List eða lyst?

Það sem er ekki til í heiminum...

ekki nóg með það að fóstur og formalín fylli ganga menntaskólanna núna og samnemendur mínir lýsi krufningu svína og rottna fyrir mér í tíma og ótíma...

þetta hér telst víst eðlilegt líka:


já þetta er það sem ykkur sýnist...lík sem búið er að húðfletta og hengja upp á listasýningu sem gengur aðeins út á þetta, lík í öllum mögulegum stellingum og pósum, í skinni og án þess...þessi er alveg einstaklega smekklegur svona með húðina sína á höndinni.


Úje hér sjáum við hina fræknu barnsmóður sem búið er að húðfletta og skera upp svo fóstrið sést gægjast út um mallakútinn.
Fyrir utan viðbjóðinn og undrun mína á því að þetta sé víst ein eftirsóttasta sýning í heimi..þá skil ég ekki alveg hvar þau fá allt þetta fólk til að drepa og húðfletta og stilla upp...
ein eins og ein stúdínan sagði við mig í dag, sem var einmitt nýkomin úr krufningu á svínshjarta sem henni fannst "geðveikt"...: Nú, þetta er ótrúlega fræg og flott sýning, ég myndi alveg leyfa þeim að gera þetta við mig...
WHAT!???
hvað varð um saklaus málverk og styttur?

laugardagur, 26. apríl 2008

Ritgerðir= andlegur dauði

það er löng nótt framundan
stofuljósið blikkar og eymdin hellist yfir mig

kaffikaffikaffi
koma krafti í kroppinn

lyklaborð
tvö stjörf augu

Lopi

ég get ekki beðið eftir að komast útúr bænum í smá stund
burt frá öllum látunum...

fékk nýtt viðurnefni í dag; Sóley Sara, og fór í hvalaleik með pulsubrauðum. Það var dásamlegt.

Þrír dagar eftir af önninni og ég sekk dýpra og dýpra í svaðið...

fimmtudagur, 24. apríl 2008

Drungi

Allt í einu eru fjórir dagar eftir af önninni
og ég er beisikklí ekki búin að gera neitt sem ég á að vera búin að gera
ekki eitt
26 einingar
22222226 verkefni sem á eftir að skila

eins dauði er annars brauð
velkomnir fyrirmyndar nemendur, þið megið hirða plássið mitt

Sjúbbídei gleði gleði það er dásamlegt að vera ungur, fátækur, tímalaus námsmaður
að komast upp með endalaus sorry, plís og hvíta lygi er engu líkt
engu líkt
26 einingar
22222226 verkefni sem á eftir að skila

eins dauði er annars brauð
velkomnir fyrirmyndar nemendur, þið megið hirða plássið mitt
ég er farin út að fagna!

mánudagur, 21. apríl 2008

Stofnun samtakanna

Stofun samtakanna ,,Sú rauðhærða og Risinn" fóru fram í dag við mikinn fögnuð áhorfenda.

Meðlimir samtakanna eru:
Hrefna Lárusdóttir
aka
Sú rauðhærða

Guðrún Sóley Sigurðardóttir
aka
Risinn

Þær eiga það sameiginlegt að hafa "næstum meikað það", en í raun er það aðeins dulbúningur því frægð þeirra og frami er á næsta leiti.

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar samtakanna fer fram á miðvikudagskvöld við mjólkuþamb mikið og ákaft.

Blómar og kransar vinsamlegast afþakkaðir en peningar væru vel þegnir í hvaða mynt sem er.

sunnudagur, 20. apríl 2008

Afmælisbarn

Hún á afmæli í dag
hún á afmæli í dag
hún á afmæli hún Guðrún Sóóóleeeyyy
hún á afmæli í dag!

---

þessi söngur hefur verið sunginn fjórum sinnum fyrir mig í dag! Ójá við erum að tala um fjórar afmælisveislur og allar óvæntar, toppiði það!

frábær dagur í alla staði, þó svo að ég hafi verið á spani frá því klukkan átta í morgun og hafi verið að koma heim núna...æfingar, æfingar, tónleikar, sýning....og fullt af kökum, kertum og söngvum!

ahhh hvað ég er södd og sæl

föstudagur, 18. apríl 2008

Barnið...

er að hafa of mikil áhrif á mig
draumarnir mínir eru farnir að hafa of mikil áhrif á mig
allt útaf blessuðu barninu

kíkið á sýningu sem allra allra fyrst

123.is/lh
leikfelagid@simnet.is

do it

og já inntökuprófadótið gekk fínt
og ekki orð um það meir fyrr en eftir mánudaginn



----
og þessu var viðbætt klukkan 01.31 að staðartíma:

ég gerði svolítið núna sem ég hef aldrei gert áður
það er mjög fyndin tilhugsun
þetta tengist fjarsamskiptum og samböndum
en er allt gott og blessað og ekki orð um það meir

þriðjudagur, 15. apríl 2008

Á morgun...

Frumsýning gekk MEGA
Önnur sýning gekk MEGA

og þið sem ekki eruð búin að koma og sjá...PANTIÐ MIÐA!

-- www.123.is/lh og leikfelagid@simnet.is

frægðin bankaði uppá á fimmtudag
og svo aftur á föstudag
það er alveg pínu fyndið

á morgun er stóri dagurinn
samt ekki sá stærsti
sá stærsti er klárlega á föstudaginn

ég er að fá taugaáfall og ekki búin að borða neitt nema tvær skálar af serjósi síðustu tvo daga
það gæti verið ástæðan fyrir hausverknum

sendið mér góða strauma og mætið svo á sýningu folks

fimmtudagur, 10. apríl 2008

Barnið hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir nú um helgina leikverkið Barnið eftir Edward Albee. Verkið er skrifað í anda absúrd verka fimmta áratugarins, verka Ionesco og Beckett en þó með sterkriilvísun til stöðu mannsins í nútímanum. Verkið fjallar um stúlkuna og strákinn sem eignast barn og njóta lífsins í fullkomnu sakleysi og án truflana frá hinum ytri heimi. Þegar maðurinn og konan koma inn í líf þeirra breytist allt og spurningarnar um kvölina og völina verða áleitnar. Í verkinu takast á launfyndnar uppákomur og grátleg atvik. Og hvað varð um barnið?

Verkið er þýtt af Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur og er í leikstjórn Lárusar Vilhjálmssonar. Lýsing er í höndum Ingvars Bjarnasonar.
Leikarar í verkinu eru fjórir: Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, Tryggvi Rafnsson og Víðir Örn Jóakimsson.

Sýningar verða sem hér segir:
Laugardagur 12. apríl FRUMSÝNING
Sunnudagur 13. apríl 2. sýning
Föstudagur 18. apríl 3. sýning (frísýning fyrir bæjarbúa)
Laugardagur 19. apríl 4. sýning
Sunnudagur 20. apríl 5. sýning
S
unnudagur 4. maí 6. sýning
Föstudagur 9. maí 7. sýning
Laugardagur 10. maí 8. sýning
Sunnudagur 11. maí 9. sýning
Laugardagur 17. maí LOKASÝNING

Allar sýningar hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er krónur 1500 og hægt er að panta miða í síma 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is.
Húsakynni félagsins eru í Gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.

þriðjudagur, 8. apríl 2008

Úlalalalla...

Fruuuuumsýning á laugardag og spennan farin að magnast!

Það er eiginlega beisikklí það sem ég hef að segja
og já
eg held uppá þriggja vikna afmæli flensunnar í dag og er ekkert betri
sem er dásamlegt
og já
litla systir á afmæli í dag sem þýðir að það eru aðeins 12 dagar uns ég verð ellilífeyrisþegi og get sótt um á Grund
mér sýnist á öllu að það sé eina lausnin...

íbúðin mín minnkaði um helming eftir að ég málaði "stóra" vegginn dimmrauðan
hún er samt mjög töff
eins og allt annað í minni eigu

ég var að fá tilboð í gegnum síma
tilboð já tilboð
mmmm
og nú ætla ég að fara og fá mér að borða með fjölskyldunni í fyrsta skipti í mjööög langan tíma þar sem ég er alltaf víðsfjarri á þessari mikilvægustu stundu fjölskyldunnar
eða þið vitið....

amen
og hey
komiði á sýningu!

www.123.is/lh

mánudagur, 7. apríl 2008

I play with my balls...

Okei er ég svona óþroskuð eða hvað? Mér finnst þetta ÓGEÐSLEGA fyndið, sérstaklega gaurinn í regnbogapeysunni hahaha þið verðið að horfa á þetta;

http://www.youtube.com/watch?v=MXyn_bndTkw

fimmtudagur, 3. apríl 2008

Brabra

Ég fór að gefa öndunum áðan með Elvu og Jóel Mána.
Eða..."brabra" eins og Jóel segir með Texas hreimnum sínum.

Gæsirnar voru ansi kræfar og voru næstum búnar að drepa mig nokkrum sinnum. En ég slapp...
Fullt af dásamlegum gæsakúk undir skónum mínum sem gerir daginn jafnvel enn betri.

Frumsýning á næsta leiti og eintóm hamingja.

Er að fara að bóka eitt stykki flugsæti til Nú Jok á morgun í tilefni af því að ég var að gera þvílíka uppgötvun...það er til eitthvað sem heitir orlof!!! Og orlof er í raun bara ókeypis peningar!

Sjibbídúúú

Skil ekki hvað fólk er að væla um kreppu og krónur
ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn hamingjusöm með þá örfáu tíkalla sem ég finn á víð og dreif um bílinn minn

ps.
Drós er í afar miklum tilfinningasveiflum þessa dagana svo ekki vænta fleiri orða hér fyrr en um síðir

ps2.
sem mér finnst alltaf jafn fyndið...þ.e. ps2...en allavega...Drós er tölva, ekki manneskja...

ok bæ