fimmtudagur, 10. apríl 2008

Barnið hjá Leikfélagi Hafnarfjarðar

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýnir nú um helgina leikverkið Barnið eftir Edward Albee. Verkið er skrifað í anda absúrd verka fimmta áratugarins, verka Ionesco og Beckett en þó með sterkriilvísun til stöðu mannsins í nútímanum. Verkið fjallar um stúlkuna og strákinn sem eignast barn og njóta lífsins í fullkomnu sakleysi og án truflana frá hinum ytri heimi. Þegar maðurinn og konan koma inn í líf þeirra breytist allt og spurningarnar um kvölina og völina verða áleitnar. Í verkinu takast á launfyndnar uppákomur og grátleg atvik. Og hvað varð um barnið?

Verkið er þýtt af Guðrúnu Sóleyju Sigurðardóttur og er í leikstjórn Lárusar Vilhjálmssonar. Lýsing er í höndum Ingvars Bjarnasonar.
Leikarar í verkinu eru fjórir: Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Kristín Svanhildur Helgadóttir, Tryggvi Rafnsson og Víðir Örn Jóakimsson.

Sýningar verða sem hér segir:
Laugardagur 12. apríl FRUMSÝNING
Sunnudagur 13. apríl 2. sýning
Föstudagur 18. apríl 3. sýning (frísýning fyrir bæjarbúa)
Laugardagur 19. apríl 4. sýning
Sunnudagur 20. apríl 5. sýning
S
unnudagur 4. maí 6. sýning
Föstudagur 9. maí 7. sýning
Laugardagur 10. maí 8. sýning
Sunnudagur 11. maí 9. sýning
Laugardagur 17. maí LOKASÝNING

Allar sýningar hefjast klukkan 20.00. Miðaverð er krónur 1500 og hægt er að panta miða í síma 848-0475 og á netfanginu leikfelagid@simnet.is.
Húsakynni félagsins eru í Gamla Lækjarskóla í Hafnarfirði.

Engin ummæli: