fimmtudagur, 3. apríl 2008

Brabra

Ég fór að gefa öndunum áðan með Elvu og Jóel Mána.
Eða..."brabra" eins og Jóel segir með Texas hreimnum sínum.

Gæsirnar voru ansi kræfar og voru næstum búnar að drepa mig nokkrum sinnum. En ég slapp...
Fullt af dásamlegum gæsakúk undir skónum mínum sem gerir daginn jafnvel enn betri.

Frumsýning á næsta leiti og eintóm hamingja.

Er að fara að bóka eitt stykki flugsæti til Nú Jok á morgun í tilefni af því að ég var að gera þvílíka uppgötvun...það er til eitthvað sem heitir orlof!!! Og orlof er í raun bara ókeypis peningar!

Sjibbídúúú

Skil ekki hvað fólk er að væla um kreppu og krónur
ég hef sjaldan eða aldrei verið jafn hamingjusöm með þá örfáu tíkalla sem ég finn á víð og dreif um bílinn minn

ps.
Drós er í afar miklum tilfinningasveiflum þessa dagana svo ekki vænta fleiri orða hér fyrr en um síðir

ps2.
sem mér finnst alltaf jafn fyndið...þ.e. ps2...en allavega...Drós er tölva, ekki manneskja...

ok bæ

Engin ummæli: