Ég er veik.
Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki í heiminum þá eru það gullfiskar, ástandið, orðið ,,útland" og veikindi. Þegar ég er veik missi ég alla mögulega löngun til að gera nokkurn skapaðan hlut. Samt pirra ég mig yfir því allan daginn og alla dagana sem ég er veik, að ég hafi ekki afrekað neitt í veikindunum. Að liggja undir sæng og glápa á vídjó eða lesa er tímaeyðsla.
Fékk póstkort frá Hong Kong í dag. ,,Hæ elsku Guðrún Sóley!" ,,Elska þig"
Elskulegur ástmaður minn sem býr og starfar í Hong Kong hefur tekið sig á í íslenskunni og er farinn að tjá ást sína á mér á móðurmálinu.
Hmm nei.
Það er frá Báru sem býr núna í Nýja Sjálandi en var stödd í Hong Kong, nýkomin frá Kína og á leið til Taiwan. Úff...og hér sit ég alein á gólfinu í tómlegri íbúðinni á litla kalda Íslandi.
Furðulegt hvað líkamsstarfsemin fer í mikið rugl þegar ég er veik. Get ekki borðað neitt né drukkið en geri samt ekki annað en að fara á klósettið. Talaði við Báru áðan og þá kom þessi líka frábæra pikkuplína frá mér:
Ég get haldið í mér fyrir þig...
ekkert nema ást
miðvikudagur, 26. september 2007
þriðjudagur, 25. september 2007
Þolir þú meiri sorg?
Ef ekki...hættu þá að lesa því hér koma nýjustu fregnir af Sigurði Einari junior (ef þú veist ekki hver hann er, skrollaðu niður í eldri færslur)
Aldís, afmælisbarnið sem var svo heppið að fá hann að gjöf, fann hann látinn í eldhúsvaskinum morguninn eftir afmælið. Einhver óprúttinn afmælisgestur hafði framkvæmt þennan voðaverknað að ganni sínu og megi hann skammast sín. Sigurður Einar junior lifði góðu, en afskaplega stuttu lífi. Eftir nánustu útreikningum lifði hann í u.þ.b. 8 klukkustundir.
Megi hann hvíla í friði.
Ég hef ekki enn jafnað mig á fráfalli forföður hans, Sigurðs Einars, en hann lést eftir aðeins 16 klst langt líf. Því er þetta mikið áfall fyrir mig sem kaupanda þeirra beggja.
Megi þeir hvíla í friði.
Tveggja daga bloggleysi í minningu þeirra
Aldís, afmælisbarnið sem var svo heppið að fá hann að gjöf, fann hann látinn í eldhúsvaskinum morguninn eftir afmælið. Einhver óprúttinn afmælisgestur hafði framkvæmt þennan voðaverknað að ganni sínu og megi hann skammast sín. Sigurður Einar junior lifði góðu, en afskaplega stuttu lífi. Eftir nánustu útreikningum lifði hann í u.þ.b. 8 klukkustundir.
Megi hann hvíla í friði.
Ég hef ekki enn jafnað mig á fráfalli forföður hans, Sigurðs Einars, en hann lést eftir aðeins 16 klst langt líf. Því er þetta mikið áfall fyrir mig sem kaupanda þeirra beggja.
Megi þeir hvíla í friði.
Tveggja daga bloggleysi í minningu þeirra
mánudagur, 24. september 2007
Óljúfa líf...
Það er ekki tekið út með sældinni að vera grænmetisæta
Var að koma úr heljarinnar afmælisveislu og það eina sem ég gat etið var ritskex og vínber.
Sat á Súfistanum í einhverja fimm tíma í dag við skriftir, drakk samtals sjö kaffibolla...við það bættust svo tveir í afmælisboðinu.
Held ég sé í koffínsjokki
Reyndi að standa á haus áðan, sem gefur kannski til kynna í hvers konar ástandi ég er.
Það hjálpaði mér lítið...
Var að koma úr heljarinnar afmælisveislu og það eina sem ég gat etið var ritskex og vínber.
Sat á Súfistanum í einhverja fimm tíma í dag við skriftir, drakk samtals sjö kaffibolla...við það bættust svo tveir í afmælisboðinu.
Held ég sé í koffínsjokki
Reyndi að standa á haus áðan, sem gefur kannski til kynna í hvers konar ástandi ég er.
Það hjálpaði mér lítið...
laugardagur, 22. september 2007
föstudagur, 21. september 2007
Mona Lisa
Ljóðið (i) (nn)
Mona Lisa mænir á mig
mikið er hún undirleit
Langar að láta tala við sig
læt allt flakka, rjóð og heit
Hangir uppi og heldur kjafti
hugsar með sér; hvað með mig?
Ég segi éttu skít á skafti
og ég ætla að brenna þig
Brennan hófst og börnin trylltust
brunabíllinn ók í hlað
Mona glotti, menn það hylltust
mannbjörg varð og ég studdi það
Og nú er Móna næstum fín
á nýjum stað í dimmu rými
Hugrökk er hún í í dökku lín(i)
hugsar með sér; hvað er tími(nn)?
-------------------------------------------------
Mona Lisa er komin í hús. Er reyndar búin að tína fína buffhamrinum mínum og naglarnir eru allir horfnir niður niðurfallið svo ég get ekki hengt hana upp á framtíðarstað sinn á heimilinu, fyrir ofan klósettið. Ég veit ekki fallegri tilhugsun en að mæta dularfullu brosi hennar rétt áður en ég beygi mig í hnjám og læt allt gossa. Unaðslegt.
-gs
Mona Lisa mænir á mig
mikið er hún undirleit
Langar að láta tala við sig
læt allt flakka, rjóð og heit
Hangir uppi og heldur kjafti
hugsar með sér; hvað með mig?
Ég segi éttu skít á skafti
og ég ætla að brenna þig
Brennan hófst og börnin trylltust
brunabíllinn ók í hlað
Mona glotti, menn það hylltust
mannbjörg varð og ég studdi það
Og nú er Móna næstum fín
á nýjum stað í dimmu rými
Hugrökk er hún í í dökku lín(i)
hugsar með sér; hvað er tími(nn)?
-------------------------------------------------
Mona Lisa er komin í hús. Er reyndar búin að tína fína buffhamrinum mínum og naglarnir eru allir horfnir niður niðurfallið svo ég get ekki hengt hana upp á framtíðarstað sinn á heimilinu, fyrir ofan klósettið. Ég veit ekki fallegri tilhugsun en að mæta dularfullu brosi hennar rétt áður en ég beygi mig í hnjám og læt allt gossa. Unaðslegt.
-gs
fimmtudagur, 20. september 2007
miðvikudagur, 19. september 2007
Bökunarpappír? Bökunarpartý?
Hey þúviltu vera ótrúlega nýmóðins, artí og ofurkúl?
Keyptu þá ENDURNÝTANLEGA BÖKUNARPAPPÍRINN!!!
Ég kynni með stolti ákaflega endingagóðan, sniðugan og sparnaðarsaman bökunarpappír sem hefur marga eiginleika.
Byrjum á byrjuninni:
Hefurðu lent í því að pizzan brennur við smjörpappírinn?
Hann rifnar?
Brennur?
Eyðileggst?
Búin að baka og úps enginn pappír í skúffunni?
Fara allir aurarnir í kaup á fokdýrum bökunarpappír?
LAUSNIN ER HÉR!!
Með endurnýtanlega bökunarpappírnum spararðu ekki aðeins peninga, vesen og óþarfa áhyggjur heldur ertu um leið að vernda náttúruna og fallegu trén sem skella svona líka skemmtilega í rúðurnar.
Þú einfaldlega kaupir eina pakkningu af mér sem inniheldur tvær arkir af endurnýtanlega bökunarpappírnum og vollah: allar áhyggjur þurrkaðar út!!
Kostir:
Getur notað hann aftur og aftur og aftur og aftur...dugar í mörg ár
Matur brennur, límist eða festist EKKI við hann
Það er EKKI hægt að rífa hann.
Kakan, pizzan og jafnvel steikin rennur fallega af honum þegar út úr ofninum er komið, ekkert vesen-bara fjör
Þú skellir honum undir kranann á milli bakstra
Eða bara beinustu leið í UPPÞVOTTAVÉLINA VÚHÚÚÚ
Og nú kemur bónusinn!
Um leið og þú kaupir þessar tvær arkir (eina fyrir þig-eina fyrir mömmu) þá spararðu peninga, vesen og óþarfa áhyggjur oooog...
STYRKIR MIG UM LEIÐ TIL ÚTLANDAFARARINNAR MINNAR í byrjun október.
ALLT ÞETTA Á AÐEINS KRÓNUR 1500!!!!!
Hugsaðu þér hvað þú átt eftir að spara og spara náttúruna og vesen peninga...þrif...og þar fram eftir götunum
VILTU VERA ARTÍ? Á LEIÐ Í PARTÝ?
Vertu ofurkúl og keyptu endurnýtanlega bökunarpappírinn af mér og gleðin mun ríkja í hjarta yðar það sem eftir er
Ég er við símann NÚNA
og email
og getið líka skilið eftir comment
og allt
hvað sem er...
elska ykkur
Keyptu þá ENDURNÝTANLEGA BÖKUNARPAPPÍRINN!!!
Ég kynni með stolti ákaflega endingagóðan, sniðugan og sparnaðarsaman bökunarpappír sem hefur marga eiginleika.
Byrjum á byrjuninni:
Hefurðu lent í því að pizzan brennur við smjörpappírinn?
Hann rifnar?
Brennur?
Eyðileggst?
Búin að baka og úps enginn pappír í skúffunni?
Fara allir aurarnir í kaup á fokdýrum bökunarpappír?
LAUSNIN ER HÉR!!
Með endurnýtanlega bökunarpappírnum spararðu ekki aðeins peninga, vesen og óþarfa áhyggjur heldur ertu um leið að vernda náttúruna og fallegu trén sem skella svona líka skemmtilega í rúðurnar.
Þú einfaldlega kaupir eina pakkningu af mér sem inniheldur tvær arkir af endurnýtanlega bökunarpappírnum og vollah: allar áhyggjur þurrkaðar út!!
Kostir:
Getur notað hann aftur og aftur og aftur og aftur...dugar í mörg ár
Matur brennur, límist eða festist EKKI við hann
Það er EKKI hægt að rífa hann.
Kakan, pizzan og jafnvel steikin rennur fallega af honum þegar út úr ofninum er komið, ekkert vesen-bara fjör
Þú skellir honum undir kranann á milli bakstra
Eða bara beinustu leið í UPPÞVOTTAVÉLINA VÚHÚÚÚ
Og nú kemur bónusinn!
Um leið og þú kaupir þessar tvær arkir (eina fyrir þig-eina fyrir mömmu) þá spararðu peninga, vesen og óþarfa áhyggjur oooog...
STYRKIR MIG UM LEIÐ TIL ÚTLANDAFARARINNAR MINNAR í byrjun október.
ALLT ÞETTA Á AÐEINS KRÓNUR 1500!!!!!
Hugsaðu þér hvað þú átt eftir að spara og spara náttúruna og vesen peninga...þrif...og þar fram eftir götunum
VILTU VERA ARTÍ? Á LEIÐ Í PARTÝ?
Vertu ofurkúl og keyptu endurnýtanlega bökunarpappírinn af mér og gleðin mun ríkja í hjarta yðar það sem eftir er
Ég er við símann NÚNA
og email
og getið líka skilið eftir comment
og allt
hvað sem er...
elska ykkur
þriðjudagur, 18. september 2007
Gefstu upp?
Já...ég gefst upp.
BG hefur sigrað mig í þrotlausu battli.
Tilvera mín er í rústum. Hef ekki farið út úr húsi síðan sigurinn var unninn. Hárið á mér er farið að kleprast undarlega mikið við sveittan hnakkann. Tímaspursmál hvenær mjólkin í vaskinum skríður upp í til mín og grípur mig hálstaki.
Allt svart.
BG hefur sigrað mig í þrotlausu battli.
Tilvera mín er í rústum. Hef ekki farið út úr húsi síðan sigurinn var unninn. Hárið á mér er farið að kleprast undarlega mikið við sveittan hnakkann. Tímaspursmál hvenær mjólkin í vaskinum skríður upp í til mín og grípur mig hálstaki.
Allt svart.
sunnudagur, 16. september 2007
Kjöt
er viðbjóður
Losaði mig undan viðbjóðnum fyrir tæplega tveimur vikum. Ekkert kjöt á diskinn minn takk. Samt mjólk. Get ekki lifað án hennar og hún ekki án mín. Samband okkar er afar sérstakt og vanmetið.
Í nótt át ég skinkuhorn. SKINKUhorn. Fattaði það ekki fyrr en líkið var farið að meltast í mallanum. Ástæðan fyrir kaupunum á SKINKUhorninu var sú að það var á tilboði. 99 krónur.
Þetta er úti um allt. Hvert sem við lítum eru viðbjóðslegar blóðsugur sem reyna að ota að okkur líkum annarra. Blanda þeim saman, hakka þau, genabreyta þeim, forelda þau. Rétt eins og okkur. Blöndunin hefst strax þegar við erum minni en þetta: . , næst tekur við ansi dugleg hökkun, þá hefst genabreyting og loks níu mánuðum seinna: foreldrumst við*.
Baunir og grös eru það sem koma skal. Svona eins og unga fólkið; framtíðin.
*að eignast foreldra
Kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt
Ég hvet ykkur til að líta á aumingja litla pepperónílíkið á brauðinu ykkar og bjóða því góðan daginn næst þegar þið festið kaup á líkum annarra. Athugið hvort það heilsi til baka og biðjist jafnvel vægðar. Skoðiði það grandlega og sjáiði hvað þið eruð að láta ofan í ykkur alla daga, mörgum sinnum á dag. LÍK.
Hugsaðu þér, kannski var litla pepperóníbarnið á leiðinni í stærðfræðitíma þegar það var hrifsað burt frá öllu og öllum og hakkað niður svo að þú gætir keypt það á spottprís hjá kaupmanninum á horninu og skellt nýslátruðu barninu á brauðsneiðina.
Illgjörnu líkætur.
-------------------------------------------
A: Hvað er grænt, hangir uppi á vegg og blístrar?
B: Hmmm...
A: Giskaðu
B: Álfur?
A: Nei. Síld.
B: Síld? En hún er ekki græn
A: Ég litaði hana græna
B: En hún hangir ekki uppi á vegg
A: Ég hengdi hana upp á vegg
B: Síld blístrar ekki
A: Nei...því bætti ég við svo þetta yrði ekki alltof auðvelt
Losaði mig undan viðbjóðnum fyrir tæplega tveimur vikum. Ekkert kjöt á diskinn minn takk. Samt mjólk. Get ekki lifað án hennar og hún ekki án mín. Samband okkar er afar sérstakt og vanmetið.
Í nótt át ég skinkuhorn. SKINKUhorn. Fattaði það ekki fyrr en líkið var farið að meltast í mallanum. Ástæðan fyrir kaupunum á SKINKUhorninu var sú að það var á tilboði. 99 krónur.
Þetta er úti um allt. Hvert sem við lítum eru viðbjóðslegar blóðsugur sem reyna að ota að okkur líkum annarra. Blanda þeim saman, hakka þau, genabreyta þeim, forelda þau. Rétt eins og okkur. Blöndunin hefst strax þegar við erum minni en þetta: . , næst tekur við ansi dugleg hökkun, þá hefst genabreyting og loks níu mánuðum seinna: foreldrumst við*.
Baunir og grös eru það sem koma skal. Svona eins og unga fólkið; framtíðin.
*að eignast foreldra
Kjöt kjöt kjöt kjöt kjöt
Ég hvet ykkur til að líta á aumingja litla pepperónílíkið á brauðinu ykkar og bjóða því góðan daginn næst þegar þið festið kaup á líkum annarra. Athugið hvort það heilsi til baka og biðjist jafnvel vægðar. Skoðiði það grandlega og sjáiði hvað þið eruð að láta ofan í ykkur alla daga, mörgum sinnum á dag. LÍK.
Hugsaðu þér, kannski var litla pepperóníbarnið á leiðinni í stærðfræðitíma þegar það var hrifsað burt frá öllu og öllum og hakkað niður svo að þú gætir keypt það á spottprís hjá kaupmanninum á horninu og skellt nýslátruðu barninu á brauðsneiðina.
Illgjörnu líkætur.
-------------------------------------------
A: Hvað er grænt, hangir uppi á vegg og blístrar?
B: Hmmm...
A: Giskaðu
B: Álfur?
A: Nei. Síld.
B: Síld? En hún er ekki græn
A: Ég litaði hana græna
B: En hún hangir ekki uppi á vegg
A: Ég hengdi hana upp á vegg
B: Síld blístrar ekki
A: Nei...því bætti ég við svo þetta yrði ekki alltof auðvelt
þriðjudagur, 11. september 2007
Artí
Orkusugurnar herjuðu á mig
sugu sig fastar
hlupu mig niður
og gleymdu að raða skónum
Ertu ný?
Ég er ný
Guðný?
Nei
sugu sig fastar
hlupu mig niður
og gleymdu að raða skónum
Ertu ný?
Ég er ný
Guðný?
Nei
mánudagur, 10. september 2007
Brauð
Húsverkin heima fyrir eru farin að ógna tilveru minni. Tilvist mín er í rústum.
Bakaði brauð í gær. Það tók 4 klukkutíma. Fjórir klukkutímar af subbi, bið og bökun í ónýtum ofni. Kveikti næstum því í þegar smjörpappírinn fauk upp í hitarann í ofninum. Það er þess vegna sem íbúðin mín angar enn öll af reik og ljósið í ofninum eyðilagðist.
Brauðið var án efa það viðbjóðslegasta sem komið hefur inn fyrir varir mínar (fyrir utan súkkulaðiköku sem ég bakaði fyrir kökukeppni í 10. bekk sem innihélt heilan bolla af ómuldum negulnöglum, tveimur kúfullum bollum af kaffidufti og einn bolla af hjartarsalti namm...). Svart að undan og hrátt að innan. Útblásinn mallinn tútnaði meira og meira út eftir sem leið kvöldi og frá honum komu undarlegustu hljóð. Gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri í gangi fyrr en ég var að fara að sofa og fattaði þá að gerið væri að hafa þessi áhrif á alla starfsemina, hafði nefnilega ekki þolinmæði til að láta brauðið hefast í 70 mínútur þannig ég lét það hefast í svona 7 mínútur.
Annað í fréttum er það að á fimmtudag keyptum við Kristín gullfisk. Sigurður Einar hét hann. Hét segi ég...já, hann dó. Kom heim úr skólanum á föstudeginum og Sigurður Einar flaut á yfirborðinu á heimili sínu sem staðsett var á eldavélinni minni. Mjög sorglegt allt saman, ég reyndi björgunaraðgerðir en allt kom fyrir ekki. Hann lést innan við sólarhring eftir að ég varð móðir hans. Kristín og Davíð komu og rannsökuðu líkið fyrir mig og gerðu það sem gera þurfti. Það var mjög trakískt þegar honum var sturtað niður í klósettið sem er bilað og því sturtaðist hann ekki almennilega niður. Á von á því að hann poppi upp hvað úr hverju. Aumingja Sigurður Einar.
Við gáfumst þó ekki upp og héldum í gæludýrabúðina að velja næsta fórnarlamb. Þar fundum við Sigurð Einar junior og komum honum fyrir á nýja heimilinu sínu, draugur fortíðar bankaði uppá og bað um kaffisopa. Honum var neitað. Um kvöldið fékk Sigurður Einar junior svo nýjan eiganda og líkar vel. Hamingjan blómstrar og hann er sprækur sem aldrei fyrr.
Mig langar að tileinka þetta blogg Sigurði Einari sem lést af völdum ofáts sökum rangra upplýsinga um matarskammta. Hann átti víst að fá 3 korn en ekki 300.
Megi hann hvíla í friði.
Sigurður Einar, forfaðir Sigurðs Einars junior
fimmtudagur, 6. september 2007
þriðjudagur, 4. september 2007
Kleinur
Úfff
fór að ,,versla í matinn" í gær og þar sem ég er ekkert ofboðslega vön því að ,,versla í matinn" þá var innkaupalistinn minn ansi stuttur og laggóður
-Kók
-Kleinur
-Spælegg
og ég gerði ekki einu sinni innkaupalista.
En núna, þó nokkrum klukkutímum seinna er kleinupokinn galtómur og krumpaður við hliðina á hálffullri kókflösku. Og ég át þær allar ein.
Samviskubitið minnkaði þó til muna þegar ég gerði mér grein fyrir því að kleinurnar voru aðeins (og takið eftir því að ég segi aðeins) 12 en ekki 20 eins og ég hélt...
oj
stofan í fyrrakvöld
stofan í gærkvöld...lítur nokkuð vel út en...
svona er svefnherbergið
Bara fyrir Báru
hún virðist vera sú eina sem kærir sig um að lesa þetta...
JEI ÉG ER HAMINGJUSÖM
margt hefur breyst síðan síðast....
hætti við að flytja út með Kristínu og Davíð sökum óviðráðanlegra aðstæðna
er þó flutt út
og búin að hrúga öllu draslinu mínu í nýju íbúðina
sem er afskaplega notalegt
sat alein, hálfberrössuð á stofugólfinu í mykrinu í fyrrakvöld þegar mér varð litið yfir dýrðina
váá...þetta er einmitt það sem ég vil
fór í húsgagnaleiðangur í gær en fann engin húsgögn, kom þó heim með fullan poka af glösum, bollum, diskum,skálum, hnífapörum og já þetta líka glæsilega hnífasett sem kostaði mig heilar 350 krónur. Hvað myndi ég gera án Ikea?
JEI ÉG ER HAMINGJUSÖM
margt hefur breyst síðan síðast....
hætti við að flytja út með Kristínu og Davíð sökum óviðráðanlegra aðstæðna
er þó flutt út
og búin að hrúga öllu draslinu mínu í nýju íbúðina
sem er afskaplega notalegt
sat alein, hálfberrössuð á stofugólfinu í mykrinu í fyrrakvöld þegar mér varð litið yfir dýrðina
váá...þetta er einmitt það sem ég vil
fór í húsgagnaleiðangur í gær en fann engin húsgögn, kom þó heim með fullan poka af glösum, bollum, diskum,skálum, hnífapörum og já þetta líka glæsilega hnífasett sem kostaði mig heilar 350 krónur. Hvað myndi ég gera án Ikea?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)