Húsverkin heima fyrir eru farin að ógna tilveru minni. Tilvist mín er í rústum.
Bakaði brauð í gær. Það tók 4 klukkutíma. Fjórir klukkutímar af subbi, bið og bökun í ónýtum ofni. Kveikti næstum því í þegar smjörpappírinn fauk upp í hitarann í ofninum. Það er þess vegna sem íbúðin mín angar enn öll af reik og ljósið í ofninum eyðilagðist.
Brauðið var án efa það viðbjóðslegasta sem komið hefur inn fyrir varir mínar (fyrir utan súkkulaðiköku sem ég bakaði fyrir kökukeppni í 10. bekk sem innihélt heilan bolla af ómuldum negulnöglum, tveimur kúfullum bollum af kaffidufti og einn bolla af hjartarsalti namm...). Svart að undan og hrátt að innan. Útblásinn mallinn tútnaði meira og meira út eftir sem leið kvöldi og frá honum komu undarlegustu hljóð. Gerði mér ekki grein fyrir því hvað væri í gangi fyrr en ég var að fara að sofa og fattaði þá að gerið væri að hafa þessi áhrif á alla starfsemina, hafði nefnilega ekki þolinmæði til að láta brauðið hefast í 70 mínútur þannig ég lét það hefast í svona 7 mínútur.
Annað í fréttum er það að á fimmtudag keyptum við Kristín gullfisk. Sigurður Einar hét hann. Hét segi ég...já, hann dó. Kom heim úr skólanum á föstudeginum og Sigurður Einar flaut á yfirborðinu á heimili sínu sem staðsett var á eldavélinni minni. Mjög sorglegt allt saman, ég reyndi björgunaraðgerðir en allt kom fyrir ekki. Hann lést innan við sólarhring eftir að ég varð móðir hans. Kristín og Davíð komu og rannsökuðu líkið fyrir mig og gerðu það sem gera þurfti. Það var mjög trakískt þegar honum var sturtað niður í klósettið sem er bilað og því sturtaðist hann ekki almennilega niður. Á von á því að hann poppi upp hvað úr hverju. Aumingja Sigurður Einar.
Við gáfumst þó ekki upp og héldum í gæludýrabúðina að velja næsta fórnarlamb. Þar fundum við Sigurð Einar junior og komum honum fyrir á nýja heimilinu sínu, draugur fortíðar bankaði uppá og bað um kaffisopa. Honum var neitað. Um kvöldið fékk Sigurður Einar junior svo nýjan eiganda og líkar vel. Hamingjan blómstrar og hann er sprækur sem aldrei fyrr.
Mig langar að tileinka þetta blogg Sigurði Einari sem lést af völdum ofáts sökum rangra upplýsinga um matarskammta. Hann átti víst að fá 3 korn en ekki 300.
Megi hann hvíla í friði.
Sigurður Einar, forfaðir Sigurðs Einars junior
2 ummæli:
va hvad eg er fegin ad eg var mamma francis
-b
hahahaha
bíddu bara
sál hans mun herja á þig í tíma og ótíma
Skrifa ummæli