Ljóðið (i) (nn)
Mona Lisa mænir á mig
mikið er hún undirleit
Langar að láta tala við sig
læt allt flakka, rjóð og heit
Hangir uppi og heldur kjafti
hugsar með sér; hvað með mig?
Ég segi éttu skít á skafti
og ég ætla að brenna þig
Brennan hófst og börnin trylltust
brunabíllinn ók í hlað
Mona glotti, menn það hylltust
mannbjörg varð og ég studdi það
Og nú er Móna næstum fín
á nýjum stað í dimmu rými
Hugrökk er hún í í dökku lín(i)
hugsar með sér; hvað er tími(nn)?
-------------------------------------------------
Mona Lisa er komin í hús. Er reyndar búin að tína fína buffhamrinum mínum og naglarnir eru allir horfnir niður niðurfallið svo ég get ekki hengt hana upp á framtíðarstað sinn á heimilinu, fyrir ofan klósettið. Ég veit ekki fallegri tilhugsun en að mæta dularfullu brosi hennar rétt áður en ég beygi mig í hnjám og læt allt gossa. Unaðslegt.
-gs
föstudagur, 21. september 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli