fimmtudagur, 30. október 2008

Bíddu við...

þrjár sýningar búnar

snjór
krapi
kuldi

en þó allt svo dásamlegt

leikstýrði stuttmynd síðustu helgi úti á landi
allir týndir
bíllinn fastur
maturinn búinn
fjórir bændur að reyna að losa bílinn
endaði með dráttabíl frá borganesi upp á 10.000 krónur

en þó allt svo dásamlegt

Támína er enn í fullu fjöri og lætur sterana ekkert á sig fá

lýtalæknir á næstunni

party on

föstudagur, 24. október 2008

Skugga-Sveinn

frumsýning gekk frábærlega
stútfullt, allir ótrúlega ánægðir og áhorfendur í skýjunum

2. sýning í gær og sama saga

dásamlegt

tásan mín er enn í hönk og móðir mín er búin að panta tíma hjá lýtalækni fyrir hana
það er fyndið

annars er fátt að frétta
skólinn er fáránlega skemmtilegur og ég er að skrifa handrit núna að myndinni minni í fullri lengd

er svo að fara að leikstýra mynd úti á landi alla helgina og bara þið vitið
eintóm gleði og hamingja
er reyndar hundlasin en það er allt í lagi, maður harkar það af sér...

fylgist með á kopleik.is og komið á sýningu, eigið ekki eftir að sjá eftir því!

sunnudagur, 12. október 2008

Korter

átti pantaðan tíma í umbúðarskipti í gærmorgun klukkan hálf ellefu
ég gekk út klukkan tólf, alblóðug og útgrátin

jább ég ER ótrúlega töff

það kom sem sagt læknir og kíkti á mig og úrskurðaði ofholdgunina í tánni það mikla að það væri ekkert hægt að gera nema "skera burt allt hold, skrapa upp naglbeðinn og brenna svo fyrir"

eins ótrúlega spennandi og það hljómar þá spurði ég hvort hann væri að grínast
hann sagði nei
hló samt smá og sagðist deyfa mig vel svo ég ætti ekki að finna fyrir neinu

ég lagðist á gamla góða bekkinn og harkaði af mér í gegnum deyfinguna
sami skammtur og sami staður og síðast svo þetta var svo sem ekkert nýtt

hann fer og ég "hinkra" í korter, sem var álíka skemmtilegt og að bíða eftir strætó
þegar hann kemur aftur prófar hann að snerta á mér tána
beint í sárið til að athuga hvort deyfingin væri orðin fín fyrir aðgerðina
hann potaði bara svona létt og ég fann algjörlega fyrir því, deyfingin var ekkert farin að virka
þá setti hann helmingi meira af deyfingu og sagðist vera búinn að stútfylla á mér tána

aftur var ég látin "hinkra" í korter

hann kemur aftur, fullviss um að táin sé orðin algjörlega tilfinningalaus, sleppir því að pota og tekur strax upp hnífinn og sker í
ég öskra
tár á hvarma
deyfingin virkar ekki baun segi ég og finn fyrir öllu

hann segir að þetta sé rosalega skrýtið, tekur deyfisprautuna og stingur á bólakaf í sárið
ég kippist til af sársauka og hann segir mér að "hinkra"

blóðið vætlar úr sárinu og ég engist um í þetta frábæra korter

hann kemur inn í þriðja sinn, potar í sárið og ég finn fyrir öllu
hann segist ekki skilja þetta, hann geti ekki sett meiri deyfingu því það megi ekki, segir eina ráðið að bíta á jaxlinn og harka af mér

HARKA AF MÉR????

og svo hófst helvíti

hann sem sagt var með hníf á kafi í tánni á mér og ég fann fyrir öllu saman
hann skar og djöflaðist, tók svo risastórt járnáhald sem hann notar til að "skafa upp naglbeðinn" með og tróð því ofan í herlegheitin
blóð um allt og tár á hvarma
þegar ég hélt að þetta gæti ekki versnað og að lífi mínu væri lokið tók hann hnífinn og járndraslið út úr tánni og tróð risabómull með spritti ofan í

mmm kósý

hann brosti og sagði að nú væri þetta að vera búið
ég spurði hvort hann væri búinn að skera allt holdið burt og hann sagði já
samt prófaði hann svona aðeins að pota í sárið með hnífnum til að vera alveg viss
hann hætti svo og sagðist vera búinn
ég andaði léttar en tárin héldu áfram að streyma
þá bað hann hjúkkuna um lapiserdótið, hjúkkan náði í plastpoka og í honum voru svona eins og grillpinnar
grillpinnar, hugsaði ég og spurði hann hvað þetta væri
hann sagði að þetta væri notað til að brenna fyrir sárið
og síðan stakk hann grillpinnanum á bólakaf í tánna á mér svona hundrað sinnum því pinninn brennir svo lítinn part í einu

þá hélt ég í alvöru að ég myndi deyja
hann kláraði þetta sem tók svona eilífð og sagði svo að nú þyrfti sárið að fá að blæða
hann sagði mér að "hinkra" í korter
ég hélt hann væri að grínast en þá yfirgáfu hann og hjúkkan herbergið og ég lá ein eftir með Brján alblóðugan og við erum að tala um ásýnd sláturhúss þarna á tánni á mér
svona tveir lítrar af blóði takk fyrir

og jájá allt í lagi ég skal hinkra í korter lalala...

DAUÐI

síðan kom hann aftur, sprittaði þetta, pakkaði mér inn og sagði mér að koma aftur á mánudaginn í tékk

ég staulaðist út, með tár um allt og kökk í hálsinum
keyrði heim á tíu því ég gat ekki ýtt á bensíngjöfina almennilega af sársauka

kom heim, lagðist upp í sófa, hringdi og vældi í mömmu og lá þar það sem eftir leið dags
og ég bara lá
gat ekki einbeitt mér að neinu fyrir sársauka

og svo þarf ég að koma til þeirra núna annan hvern dag í allavega tvær vikur að fá sterakrem og láta skera meira ef þarf...dásamlegt

frumsýning næstu helgi þar sem ég þarf að hoppa og skoppa á himinháum skóm

en þið vitið, allir að brosa því það er kreppa og þá eiga allir að vera haaaaamingjusamir jeeei

fimmtudagur, 9. október 2008

Solla bolla og Támína...

...er barnabók sem fjallar um litla, feita stelpu í rauðum samfesting. Hún á enga vini og allir stríða henni því hún er svo feit. Eini vinur hennar er amma hennar sem hún býr hjá. Einn morguninn þegar Solla er að baða sig, gráta yfir vonsku heimsins og þurrka á sér tærnar lifnar allt í einu stóra táin við. Hún kynnir sig sem Támínu og segir Sollu að hætta að vera leið, þær skulu verða bestu vinkonur í heiminum. Síðan hefst mikið vináttusamband þeirra á milli og Solla spókar sig um bæinn með Támínu út í loftið. Þær fara saman í bíó, kaupa sér nammi og fleira í þeim dúr. Sollu verður alveg sama um stríðnina því nú á hún bestu vinkonu í heimi, stóru tána Támínu.

--

Ég kann bókina utanbókar og gæti teiknað allar myndirnar upp, svo mikið elskaði ég þessa bók sem krakki...og geri enn. Samt er þetta ömurlegur söguþráður, leiðinlegar myndir af feitum, frekum börnum og illa teiknuð stóra tá. En Solla er bara svo agalega krúttleg þrátt fyrir allt og Támína slær öll met.

Ekki laust við að maður geti samsvarað sig þeim stöllum eins og ástandið er á mér núna. Sambandi mínu við mína stóru tá er þó engan veginn hægt að líkja við samband Sollu og Támínu. Ég hata ljótu tána mína sem ég hef hér með skírt Brján. Brjánn er búinn að gera mér lífið leitt í næstum því þrjár vikur núna og er hann nú skæðari en nokkru sinni fyrr. Hann gerir allt til að kvelja mig eins mikið og hann getur, ælir út úr sér marglitum vökva og fjölgar sér eins og honum væri borgað fyrir það. Hann hefur aldrei farið með mér í bíó eða að kaupa nammi eða neitt slíkt. Reyndar á ég ekki við félagsleg vandamál að stríða en HEY! ég væri alveg til í aðeins betra samband við Brján. Ef ég gæti hent honum í ruslið væri ég búin að því. En það er ekki hægt. Ég er búin að fara níu sinnum til læknis vegna hans og þarf að koma á tveggja daga fresti næstu vikurnar. Og í hvert skipti sem ég mæti léttist buddan (eða vasinn þar sem ég á enga buddu..) allverulega þar sem hver heimsókn kostar mig 1000 krónur. Fyrir þessar 1000 krónur fæ ég eitt stykki ,,Góðan daginn, hvernig hefurðu það í dag?", einn ljótan plástur, einn ljótan teygjustrokk, tvær ræmur af plástri og eitt stykki ,,Þá er þetta komið, við sjáumst eftir tvo daga".

Já...svo Gummi, þetta með Sollu bollu og Támínu var alveg rétt hjá þér. Við eigum sumt sameiginlegt. Og annað ekki...

þriðjudagur, 7. október 2008

Ástandið

er ekki gott

fór til læknis í morgun
sjötta skiptið
á tveimur vikum

hann er ráðalaus, segist aldrei hafa séð svona áður, fékk álit annarra lækna sem stóðu bara og góndu, tóku um hökuna og sögðu hummm

hann talaði um svæsna sýkingu, ofholdgun, frumumyndun, naglbeð og fleira sem einkennir fyrrum heimili Jórunnar einmitt þessa stundina

staðan er nefnilega sú að sýkingin er komin aftur upp og nú hefur myndast risastór aukakjötbiti á tánni minni

þetta hljómar einstaklega vel og lítur enn betur út, trúið mér...
þetta er það viðbjóðslegasta sem ég hef séð, lítur út eins og það sé að fæðast lítið kjötfars í stað tánaglar

og enginn veit neitt

fékk stera í morgun, á að koma eftir tvo daga, fara á sýklalyf og jafnvel uppskurðir og vesen

ég er búin að borga yfir 10.000 kall í þetta vesen...ef ekki 20.000...konurnar í afgreiðslunni muna nafnið mitt og ég og hjúkkan erum orðnar hættulega góðar vinkonur

þetta væri svo sem allt í lagi ef ekki væri fyrir það eitt að ég er að frumsýna þarnæstu helgi og þarf að fera á himinháum hælum í nokkrum senum
auk þess sem ég get ekki sleppt úr skólanum
né æfingum
þannig ég hvíli tána ekki neitt og hún fær ekki tækifæri til að jafna sig

svo er allt þetta rugl sem er í gangi í þjóðfélaginu alveg endanlega að fara með geðheilsuna mína
mig langar helst að draga fyrir gluggana, skríða undir feld og gráta

ég borðaði serjós í kvöldmat og drakk vatn

saklaus sál í samfélagslegri og tilfinningalegri kreppu

fimmtudagur, 2. október 2008

Minning

Mig langar til að minnast einnar nánustu vinkonu minnar, Jórunnar, í örfáum orðum.

Við Jórunn kynntumst strax og ég kom í þennan heim og því hefur hún fylgt mér síðustu nítján árin. Hún hefur staðið með mér í gegnum súrt og sætt og aldrei kvartað. Ekki nokkru sinni. Ég minnist þess þegar við lékum okkur í grasinu á sumrin, þyrluðum upp laufunum á haustin, sprikkluðum í snjónum á veturna og létum tært loftið leika um okkur á vorin. Það voru góðir tímar.
Fyrir þremur vikum síðan veiktist Jórunn skyndilega. Á einum degi hrakaði henni svakalega og um kvöldmatarleyti leitaði hún læknis. Skelfileg sýking hafði þá herjað á hana og hennar nánasta umhverfi. Læknirinn gat lítið gert, en lét hana fá töflur til að koma í veg fyrir að sýkingin héldi áfram. Töflurnar gerðu lítið gagn og eftir viku var heilsan orðin það slæm að hún leitaði aftur læknis. Úrskurður læknis var sá að strax eftir helgi yrði að rista Jórunni á hol, tæta hana í sundur og myrða með köldu blóði til að bæla niður þessa skelfilegu sýkingu. Og það var og.

Mánudaginn 30. september kl. 8.35 yfirgaf Jórunn þessa jörð og þar með talið mig, æskuvinkonu sína. Ég sakna hennar sárt og hugsa til hennar og samverustundanna okkar á hverjum degi. Í myrkrinu er lítið ljós sem leiðir mig áfram, lítið ljós sem táknar það líf sem nú sprettur fram í stað þíns. Lítil Jórunn vex nú og dafnar og mun, þegar fram líða stundir, koma í þinn stað.

Jórunn, elsku tánögl sem svo lengi hvíldir á stóru tá, megir þú hvíla í friði í rusladalli læknisins.

...