þriðjudagur, 7. október 2008

Ástandið

er ekki gott

fór til læknis í morgun
sjötta skiptið
á tveimur vikum

hann er ráðalaus, segist aldrei hafa séð svona áður, fékk álit annarra lækna sem stóðu bara og góndu, tóku um hökuna og sögðu hummm

hann talaði um svæsna sýkingu, ofholdgun, frumumyndun, naglbeð og fleira sem einkennir fyrrum heimili Jórunnar einmitt þessa stundina

staðan er nefnilega sú að sýkingin er komin aftur upp og nú hefur myndast risastór aukakjötbiti á tánni minni

þetta hljómar einstaklega vel og lítur enn betur út, trúið mér...
þetta er það viðbjóðslegasta sem ég hef séð, lítur út eins og það sé að fæðast lítið kjötfars í stað tánaglar

og enginn veit neitt

fékk stera í morgun, á að koma eftir tvo daga, fara á sýklalyf og jafnvel uppskurðir og vesen

ég er búin að borga yfir 10.000 kall í þetta vesen...ef ekki 20.000...konurnar í afgreiðslunni muna nafnið mitt og ég og hjúkkan erum orðnar hættulega góðar vinkonur

þetta væri svo sem allt í lagi ef ekki væri fyrir það eitt að ég er að frumsýna þarnæstu helgi og þarf að fera á himinháum hælum í nokkrum senum
auk þess sem ég get ekki sleppt úr skólanum
né æfingum
þannig ég hvíli tána ekki neitt og hún fær ekki tækifæri til að jafna sig

svo er allt þetta rugl sem er í gangi í þjóðfélaginu alveg endanlega að fara með geðheilsuna mína
mig langar helst að draga fyrir gluggana, skríða undir feld og gráta

ég borðaði serjós í kvöldmat og drakk vatn

saklaus sál í samfélagslegri og tilfinningalegri kreppu

4 ummæli:

jennzla sagði...

Hvers áttu að gjalda?

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

það er spurning

Elfa Dröfn sagði...

knúúúúúúús!

Nafnlaus sagði...

þetta mynnir mig á teiknimyndirnar um Sollu bollu og Támínu, man samt ekkert um hvað þær voru. Kannski er þetta ekkert líkt.