þriðjudagur, 4. september 2007

Kleinur

Úfff

fór að ,,versla í matinn" í gær og þar sem ég er ekkert ofboðslega vön því að ,,versla í matinn" þá var innkaupalistinn minn ansi stuttur og laggóður
-Kók
-Kleinur
-Spælegg

og ég gerði ekki einu sinni innkaupalista.

En núna, þó nokkrum klukkutímum seinna er kleinupokinn galtómur og krumpaður við hliðina á hálffullri kókflösku. Og ég át þær allar ein.

Samviskubitið minnkaði þó til muna þegar ég gerði mér grein fyrir því að kleinurnar voru aðeins (og takið eftir því að ég segi aðeins) 12 en ekki 20 eins og ég hélt...
oj




stofan í fyrrakvöld






stofan í gærkvöld...lítur nokkuð vel út en...



svona er svefnherbergið

3 ummæli:

Unknown sagði...

Hahaha! Þetta gæti næstum verið heima hjá mér!
Til hamingju með slotið mín kæra og njóttu vel!
Ég myndi ekki hafa neinar áhyggjur af kleinunum. Kleinur eru góðar.
En fannstu spælegg útí búð?

Nafnlaus sagði...

gud minn godur

mer lidur eins og se komin inn i herbergid mitt

-baaara

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

JEII ÞAÐ LES EINHVER SÍÐUNA MÍNA!!

nú skal ég blogga TÍU SINNUM á dag

sjúbbídei

og svo ég svari spurningum ykkar (leynitrikk til að halda ykkur við efnið og skoða síðuna reglulega)

jább ég keypti spælegg en reyndar bara haribo spælegg í poka...þau voru samt góð!

og já það er rétt Bára...herbergið minnir mig á þig og því ætla ég að halda því svona

lifi frelsið!