þriðjudagur, 25. september 2007

Þolir þú meiri sorg?

Ef ekki...hættu þá að lesa því hér koma nýjustu fregnir af Sigurði Einari junior (ef þú veist ekki hver hann er, skrollaðu niður í eldri færslur)

Aldís, afmælisbarnið sem var svo heppið að fá hann að gjöf, fann hann látinn í eldhúsvaskinum morguninn eftir afmælið. Einhver óprúttinn afmælisgestur hafði framkvæmt þennan voðaverknað að ganni sínu og megi hann skammast sín. Sigurður Einar junior lifði góðu, en afskaplega stuttu lífi. Eftir nánustu útreikningum lifði hann í u.þ.b. 8 klukkustundir.

Megi hann hvíla í friði.

Ég hef ekki enn jafnað mig á fráfalli forföður hans, Sigurðs Einars, en hann lést eftir aðeins 16 klst langt líf. Því er þetta mikið áfall fyrir mig sem kaupanda þeirra beggja.

Megi þeir hvíla í friði.

Tveggja daga bloggleysi í minningu þeirra

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eg er batri fiskamamma en thu
-mamma francis

Nafnlaus sagði...

tho ad eg skki i velritun

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

oj þér
ég er í miklu andlegu ójafnvægi eftir fráfall sona minna tveggja og mun líklegast aldrei jafna mig á því þar sem það var jú ég sem olli dauða þeirra beggja