Er fyndnasta nafn sem ég veit um á jólalagi. Og já- það er í alvöru til jólalag sem heitir þessu nafni. Sé þetta algjörlega fyrir mér: María sveitt og sælleg með Jesú í örmum sínum, Jósep stendur yfir þeim og þá kemur þessi frábæra lína: ,,What child is this?"
Að sjálfsögðu voru þau enskumælandi.
Ég elska börn. Það er líka kannski ekki skrýtið þar sem þau virðast vera allstaðar í kringum mig. Í vinnunni minni er allt morandi í dásamlegum börnum, vinkona mín á besta barn í heimi og núna rétt áðan var ég að horfa á Knocked up. Það er hálfhallærislegt að segja það en ég hef alveg staðið sjálfa mig að verki við óléttubumbumyndanir fyrir framan spegilinn oftar en einu sinni...
Og halló ég er ekkert að fara að eignast barn núna ónei svei attan það geri ég ei. En samt...ég vildi að ég gæti eignast barn og átt það bara stundum, þannig ég gæti samt sem áður látið drauma mína rætast. Það væri samt ljótt...oj já mjög ljótt.
En engar áhyggjur, ég er ekkert á leiðinni að eignast barn. Fæ svona barnakast (sem minnir mimg á dvergakast, sem er mjög fyndið og minnir mig á söguna þegar ég potaði í dverginn sem ég ætla ekki að segja núna því þetta er orðinn ansi langur svigi) nokkrum sinnum á ári og svo jafnar það sig.
En ég elska þau samt.
Barn 1: Hvað er þetta á höndinni þinni?
Ég: Brunasár. Ég var að hjálpa vinkonum mínum og hljóp óvart á ljósaperu þannig að ég brenndi mig.
Barn 1: Ó.
Ég: Já..maður verður að passa sig.
Barn 2 (sem var ekki að hlusta): Hvað er þetta á höndinni þinni?
Barn 1: Þetta er ljósapera, hún var að segja það.
fimmtudagur, 3. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hahaha snilldin berrössuð! :oD
Skil samt alveg þetta barnadót...ég reyndar var tengd svo mikið við börn þessi jólin, á allskonar vegu, að ég er meira svona með hjartað í buxunum ef minnst er á börn og barneignir við mig ;o)
Skrifa ummæli