föstudagur, 11. janúar 2008

Risessa

Tveir valmöguleikar. Tvær leiðir. Ein lausn. Dr. Phil eða Oprah?

Vandamál: ósanngirni í garð almúgans, sem í þessu tilviki er ég.
Þolandi: ég...að sjálfsögðu
Gerandi: álverið og tilraunastofan

Hef stækkað um fimm cm síðan í ágúst. Fimm! Og ég sem hef ekki stækkað síðan ég var í 10. bekk og á, samkvæmt endalausum prófunum og ráðum, ekki að geta stækkað lengur. En jú - það hef ég svo sannarlega. Ég er búin að komast að því að ég er ekki með ofvirkan heiladingul, sem getur verið ein ástæðan, þar sem ég er hreinlega ekki nógu klár í kollinum né með nógu stórt höfuð. Eina ástæðan er álverið. Þegar ég var lítil fór ég ekki út í móa að tína ber eins og hinir krakkarnir (það tíndu allir ber á mínum bæ) heldur fór ég askvaðandi út í fjöru að tína "geimsteina". "Geimsteinarnir" voru ekkert annað en álhúðaðir steinar sem hrönnuðust upp í herberginu mínu. Ég er sannfærð um það að æxlið sem var tekið af hnénu á mér og "týndist" á Tilraunastofu Íslands, er tengt þessu máli. Hvaleyraálfurinn hafði einnig undarleg áhrif á mig sem ungabarn og birtist mér í draumum sem skolli.

Hérna um árið varð allt vitlaust þegar stækka átti álverið. Svo ég spyr; hvers vegna í ósköpunum er enginn að berjast fyrir réttindum mínum og hafna stækkuninni?

Til hamingju Ísland, Risessan verður ykkar!

Engin ummæli: