þriðjudagur, 8. janúar 2008

Ógn og skelfing

Skólinn er byrjaður aftur
næstsíðasta önnin mín
sofnaði í öðrum tíma
...og búin að undirbúa mjög meðvitað skróp í fyrsta tíma á morgun.

Eftir að hafa hugsað mjjög heimspekilegar hugsanir í dag hef ég tekið þá ákvörðun að hætta að fara eftir þeim stöðluðu hugsunum um hvað sé "rétt" og hvað sé "rangt". Ég er samt ekkert að fara að hlaupa um nakin og borða börn, neineineineineinei, en allavega að hætta að velta mér endalaust upp úr því hvort það sem ég er að gera hverju sinni sé nógu "rétt" fyrir umheiminn.

Ef ég nenni ekki í fyrsta tíma á morgun (sem er spænska 503 og því mjög skiljanlegt) þá einfaldlega fer ég ekki í hann. Ef ég tími ekki að kaupa skólabækur, þá einfaldlega kaupi ég þær ekki. Mjög einfalt- mjög gott.

Þó auðvitað sé ekkert "einfalt" og ekkert "gott" í raun og veru. Ekkert frekar en "rétt" og "rangt".

En þetta er orðið ansi "djúpt" hjá mér núna svo ég hef hugsað mér að fara að sofa og njóta þess að sofa yfir spænsku.

Adios chicas y chicos...

Engin ummæli: