fimmtudagur, 17. janúar 2008

Víst get ég gert allt

...og meira til

Það er allt að komast á fullt skrið núna. Sem er erfitt-en dásamlegt. Erum að tala um það að ég fer út úr húsi korter yfir sex á morgnana og kem heim á miðnætti...eða þannig verður það í næstu viku. Nú leikur lífið alveg hreint við mig og ég þarf ekki að vakna fyrr en sjö! Þvílíkur munaður...

En þetta er allt saman í góðu lagi því ég fann töfraseið einn í teki kennt við apó. Sá seiður kallast Járn og hefur gríðarlega örvandi áhrif á mig. Síþreyta undanfarin ár hefur sem sagt ekki verið vegna þess að ég hef borðað of lítið, sofið of lítið eða ofkeyrt mig...ó nei svei, járnskortur er greiningin.

Teningur!
(sem aðeins fáir útvaldir skilja)

Engin ummæli: