Ég er með Pétur Pan sindromið
eftir innan við mánuð verð ég orðin eldgömul jussa með grátt í vöngum
já...jussa.
Ég er komin á fætur og hef sjaldan verið sprækari!
...nei það er lygi, er mjög slöpp ennþá en er samt farin að sinna öllum mínum skildum eins og skóla, vinnu, tónlist og leiklist af fullum krafti
Ég er líka komin með plan fyrir sumarið
hið fullkomna plan!
Það hljómar nokkurn veginn svona;
Vinna beint eftir lokapróf
Sumarskóli x26 einingar
BÍL!!
Vinna meira
Vonandi útlandaferð tengd tónlistinni
Vinna meira
New York með Davíð að heimsækja Kristínu!!
Vinna meira
Partý ooon!
Og á meðan á öllu þessu stendur ætla ég að skrifa að minnsta kosti eitt leikrit í fullri lengd og eina skáldsögu í fullri lengd auk þess sem Fjöllistahópurinn Sveipur ætlar að láta til skara skríða og vera með tvær sýningar í mánuði.
Vúbbídúú
mánudagur, 31. mars 2008
sunnudagur, 30. mars 2008
Geisp
Ég hef aldrei verið jafn þreytt og ég er akkúrat núna
og samt á ég eftir að gera fullt áður en ég fer að sofa
og morgundagurinn er pakkaður frá 10-24
og já...tólfti dagur flensunnar að líða undir lok og þrettándi tekur við
stuð stuð stuð
fuuuuuuuuck
og samt á ég eftir að gera fullt áður en ég fer að sofa
og morgundagurinn er pakkaður frá 10-24
og já...tólfti dagur flensunnar að líða undir lok og þrettándi tekur við
stuð stuð stuð
fuuuuuuuuck
fimmtudagur, 27. mars 2008
Læknirinn
Dúkkan hennar Stínu var með sótt sótt sótt
hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt fljótt fljótt
----
Nema hvað, ég er dúkkan og móðir mín er Stína. Læknirinn kom ekki heldur fór ég til hans.
----
Niðurstaða í máli GS megafresh er sá að...
-hún er ekki með lungnabólgu
-hún er ekki með strektókokka
----
Læknirinn hristi bara hausinn og gapti þegar ég sagði honum að ég hefði verið nákvæmlega svona fyrir tíu dögum síðan og ekkert hafi breyst. Það skilur enginn neitt í neinu, ég var send heim með fullt af dópi og á að rota mig fram yfir helgi. Eeeen auðvitað hef ég engan tíma fyrir slíkt kjaftæði sem snýr að sjálfri mér og verð því á þeytingi út um allan bæ eins og venjulega.
Kannski æxlið sem ég var með á hnénu sem sprakk þegar ég var átta ára á hjólaskautum, leyfarnar skornar í burtu og sullið sent á tilraunastofu þar sem það jú týndist...hafi virikilega tengst geimverum eins og ég hélt í den tíð og nú sé hreinlega komið að þessu öllu saman?
Það er kannski ástæðan fyrir gríðarlegu hárlosi og lömun bragðkirtlanna? Og svo er jú þessi græna slykja yfir mér allri og ég segi í sífellu; We come in peace
...hvað sem það nú þýðir
hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt fljótt fljótt
----
Nema hvað, ég er dúkkan og móðir mín er Stína. Læknirinn kom ekki heldur fór ég til hans.
----
Niðurstaða í máli GS megafresh er sá að...
-hún er ekki með lungnabólgu
-hún er ekki með strektókokka
----
Læknirinn hristi bara hausinn og gapti þegar ég sagði honum að ég hefði verið nákvæmlega svona fyrir tíu dögum síðan og ekkert hafi breyst. Það skilur enginn neitt í neinu, ég var send heim með fullt af dópi og á að rota mig fram yfir helgi. Eeeen auðvitað hef ég engan tíma fyrir slíkt kjaftæði sem snýr að sjálfri mér og verð því á þeytingi út um allan bæ eins og venjulega.
Kannski æxlið sem ég var með á hnénu sem sprakk þegar ég var átta ára á hjólaskautum, leyfarnar skornar í burtu og sullið sent á tilraunastofu þar sem það jú týndist...hafi virikilega tengst geimverum eins og ég hélt í den tíð og nú sé hreinlega komið að þessu öllu saman?
Það er kannski ástæðan fyrir gríðarlegu hárlosi og lömun bragðkirtlanna? Og svo er jú þessi græna slykja yfir mér allri og ég segi í sífellu; We come in peace
...hvað sem það nú þýðir
miðvikudagur, 26. mars 2008
Sýra
Bragðskynið féll fyrir páskaegginu svo úr varð lystarleysi og listarleysi.
Mér finnst eins og ég borði eintóman pappa...pappír...bréf...fer eftir áferðinni.
Nú skil ég loks hvernig Pappírs-Pésa leið.
Fyrigefðu Pési...ég vissi þetta ekki þá. En óður minn til þín lifir enn eins og döggin...
Til Pésa
Frá með þig
Sýra
Kóksýra
ég geng í hlýra hlýra hlýra
boool
ég sagði booooooool
komdu með kol
þú ert svo heitur
með allar þessar geitur
og hænsnaflokk
ég fíla rokk
og nál og tvinna
gott er að spinna
á sig brók,
taka á sig krók
til að heimsækja fólk
kleinur og mjólk
fá sér sér svo kók
fara úr brók
pissa
ertu mig að dissa
ég geng í hlýra hlýra hlýra
bol
ég sagði boooooooooool
--------------------
Platan er komin, platan er komin, platan er komin og allir í sleik.
---------------------
Afsakið hlé.
---------------------
Ég er búin að vera með fjörutíu stiga hita í tíu daga svo takið ekki mark á mér. Ég biðst fyrirgefningar á ruglinu í mér.
---------------------
Þú vanþakkláta DRÓS
Mér finnst eins og ég borði eintóman pappa...pappír...bréf...fer eftir áferðinni.
Nú skil ég loks hvernig Pappírs-Pésa leið.
Fyrigefðu Pési...ég vissi þetta ekki þá. En óður minn til þín lifir enn eins og döggin...
Til Pésa
Frá með þig
Sýra
Kóksýra
ég geng í hlýra hlýra hlýra
boool
ég sagði booooooool
komdu með kol
þú ert svo heitur
með allar þessar geitur
og hænsnaflokk
ég fíla rokk
og nál og tvinna
gott er að spinna
á sig brók,
taka á sig krók
til að heimsækja fólk
kleinur og mjólk
fá sér sér svo kók
fara úr brók
pissa
ertu mig að dissa
ég geng í hlýra hlýra hlýra
bol
ég sagði boooooooooool
--------------------
Platan er komin, platan er komin, platan er komin og allir í sleik.
---------------------
Afsakið hlé.
---------------------
Ég er búin að vera með fjörutíu stiga hita í tíu daga svo takið ekki mark á mér. Ég biðst fyrirgefningar á ruglinu í mér.
---------------------
Þú vanþakkláta DRÓS
þriðjudagur, 25. mars 2008
Ég finn bragð!!
Ég finn bragð, ég finn bragð!!!
Eftir vikulömun bragðkirtlanna og alls sem mögulega er hægt að lama í innkirtlum og svoleiðis viðbjóði, hef ég endurheimt bragðskynið á ný. Fagna því sigri hrósandi að geta loks borðað páskaeggið mitt og fundið bragðið af því um leið.
Það var mjög sorglegt að vera uppí bústað síðan á miðvikudag innan um tómar kræsingar og lamað bragðskyn
EN HEY PARTÝ ON
Eftir vikulömun bragðkirtlanna og alls sem mögulega er hægt að lama í innkirtlum og svoleiðis viðbjóði, hef ég endurheimt bragðskynið á ný. Fagna því sigri hrósandi að geta loks borðað páskaeggið mitt og fundið bragðið af því um leið.
Það var mjög sorglegt að vera uppí bústað síðan á miðvikudag innan um tómar kræsingar og lamað bragðskyn
EN HEY PARTÝ ON
mánudagur, 24. mars 2008
Dauði?
Búin að liggja flöt síðan á miðvikudag með fjörutíu stiga hita og óráð
...í bústað
fékk páskaegg númer sjö sem lagaði skap mitt umtalsvert
en auðvitað brotnaði það áður en ég fékk að sjá það
je men
lagast ekki neitt og sé ekki fram á að þessi heilsa mín lagist neitt
ætla að kíkja á peningaplottara ríkisins á morgun og borga 2.200 krónur fyrir auknar lífslíkur og hreyfigetu
Vera og Giulia verða horfnar áður en ég veit af
Giulia á morgun
Vera á föstudag
helvítis veikindin hafa eyðilagt allt og ég get ekkert séð þær meira
Kristín fer á miðvikudag og veröldin hrynur
það eru allir að fara og ég sit ein eftir og sýg upp í nefið
það hlýtur að vera afskaplega vond lykt af mér...
...í bústað
fékk páskaegg númer sjö sem lagaði skap mitt umtalsvert
en auðvitað brotnaði það áður en ég fékk að sjá það
je men
lagast ekki neitt og sé ekki fram á að þessi heilsa mín lagist neitt
ætla að kíkja á peningaplottara ríkisins á morgun og borga 2.200 krónur fyrir auknar lífslíkur og hreyfigetu
Vera og Giulia verða horfnar áður en ég veit af
Giulia á morgun
Vera á föstudag
helvítis veikindin hafa eyðilagt allt og ég get ekkert séð þær meira
Kristín fer á miðvikudag og veröldin hrynur
það eru allir að fara og ég sit ein eftir og sýg upp í nefið
það hlýtur að vera afskaplega vond lykt af mér...
þriðjudagur, 18. mars 2008
Hann býr í heimasímalandi
Hitti hinar fræknu Veru og Giuliu í dag
komu til landsins á sunnudag og það var ekkert smá skrýtið að hitta þær aftur eftir níu mánaða fjarveru
við hefðum allar getað hafa getið börn í millitíðinni án þess að hafa hugmynd um það
...það var að sjálfsögðu það eina sem mér datt í hug til að segja...fyrst um sinn
Það var mjög fyndið hvernig túr okkar um miðbæinn þróaðist út í það að ég varð allt í einu orðin túristinn í hópnum. Við fórum á alla mögulega staði sem ég hef ekki komið á og þær hafa hundrað sinnum komið á eins og t.d. Fígúru, Landsbankann og tvær búðir sem ég man ekki hvað heita. Ég fór að tala bjagaðri íslensku en þær og sagði t.d. ; ,,Hvenær við förum heim aftur og út?" ..sem átti s.s. að vera; ,,Hvenær farið þið aftur út, heim til ykkar?"
------
Ahh...páskaegg númer 4 er horfið úr lífi mínu eftir mikið púl...og ég fæ páskaegg númer 5 í staðinn. 5 er fín tala.
Endalaust að gera í þessu mjög svo stutta "fríi" sem er ekkert frí heldur tómt vesen
...en skemmtilegt vesen þó. Mjög skemmtilegt.
En nú ætla ég að snæða "skituhoppara" sem er nýjasta orð fjölskyldunnar yfir kjúkling. Skoðun mín á þessum viðbjóðslega en þó gómsæta mat versnar til muna þegar fjaðralausir skituhopparar með frönskum kartöflum eru bornir á borð. Ég fæ hroll við tilhugsunina...
komu til landsins á sunnudag og það var ekkert smá skrýtið að hitta þær aftur eftir níu mánaða fjarveru
við hefðum allar getað hafa getið börn í millitíðinni án þess að hafa hugmynd um það
...það var að sjálfsögðu það eina sem mér datt í hug til að segja...fyrst um sinn
Það var mjög fyndið hvernig túr okkar um miðbæinn þróaðist út í það að ég varð allt í einu orðin túristinn í hópnum. Við fórum á alla mögulega staði sem ég hef ekki komið á og þær hafa hundrað sinnum komið á eins og t.d. Fígúru, Landsbankann og tvær búðir sem ég man ekki hvað heita. Ég fór að tala bjagaðri íslensku en þær og sagði t.d. ; ,,Hvenær við förum heim aftur og út?" ..sem átti s.s. að vera; ,,Hvenær farið þið aftur út, heim til ykkar?"
------
Ahh...páskaegg númer 4 er horfið úr lífi mínu eftir mikið púl...og ég fæ páskaegg númer 5 í staðinn. 5 er fín tala.
Endalaust að gera í þessu mjög svo stutta "fríi" sem er ekkert frí heldur tómt vesen
...en skemmtilegt vesen þó. Mjög skemmtilegt.
En nú ætla ég að snæða "skituhoppara" sem er nýjasta orð fjölskyldunnar yfir kjúkling. Skoðun mín á þessum viðbjóðslega en þó gómsæta mat versnar til muna þegar fjaðralausir skituhopparar með frönskum kartöflum eru bornir á borð. Ég fæ hroll við tilhugsunina...
mánudagur, 17. mars 2008
Oj
Ég mun túlka tilfinningar mínar með dansi;
(stúlka gengur inn á svið með stúdentshúfu, klædd í kvenmannsdragt og ælir yfir sig alla og étur síðan húfuna)
ég hata aldur
ég hata stúdenta
ég hata kerfið
:(
svo hata ég líka töluna 4 og ég fékk páskaegg númer 4 sem er klárlega ekki nógu stórt og þar að auki er það númer 4 og því er ekki fræðilegur möguleiki á að ég taki það í sátt
mig dreymdi líka fyrir því sem gerir hlutina bara enn verri
(stúlka gengur inn á svið með stúdentshúfu, klædd í kvenmannsdragt og ælir yfir sig alla og étur síðan húfuna)
ég hata aldur
ég hata stúdenta
ég hata kerfið
:(
svo hata ég líka töluna 4 og ég fékk páskaegg númer 4 sem er klárlega ekki nógu stórt og þar að auki er það númer 4 og því er ekki fræðilegur möguleiki á að ég taki það í sátt
mig dreymdi líka fyrir því sem gerir hlutina bara enn verri
föstudagur, 14. mars 2008
Sjibbídeiii
Allt búið
og gekk fullkomlega upp
ekkert stress
bara gleði gleði gleði
og ég er heeeeví hamingjusöm og ætla út að fagna
túrílúúúúú
og gekk fullkomlega upp
ekkert stress
bara gleði gleði gleði
og ég er heeeeví hamingjusöm og ætla út að fagna
túrílúúúúú
fimmtudagur, 13. mars 2008
Danke bitte
Innan við sólarhringur
tikk takk tikk takk
ég er heví hamingjusöm og farin að líta allt öðrum augum á þetta en ég gerði bara í gær..
þetta verður mega stuð
og bara eitthvað til að hafa gaman að
svo skín sólin líka
tikk takk tikk takk
ég er heví hamingjusöm og farin að líta allt öðrum augum á þetta en ég gerði bara í gær..
þetta verður mega stuð
og bara eitthvað til að hafa gaman að
svo skín sólin líka
miðvikudagur, 12. mars 2008
Fuuck
Á barmi
taugaáfallsssss
mig langar að gráta og gubba
leggjast uppí rúm og vera þar þangað til á sunnudag
en nei, það má ekki
ég verð að vera sterk og tilbúin og full sjálfstrausts
brosa og vera sæt
og vonast til þess að ég falli í kramið
og nú þarf ég að fara í vinnuna og vera þar til hálf sex og fara beint á starfsmannafund og þaðan beint á æfingu og koma heim á miðnætti í kvöld og svo er kominn morgundagurinn og þá er þetta á morgun og ómægoood
nei bara grín
ég er alveg sallaróleg yfir þessu
taugaáfallsssss
mig langar að gráta og gubba
leggjast uppí rúm og vera þar þangað til á sunnudag
en nei, það má ekki
ég verð að vera sterk og tilbúin og full sjálfstrausts
brosa og vera sæt
og vonast til þess að ég falli í kramið
og nú þarf ég að fara í vinnuna og vera þar til hálf sex og fara beint á starfsmannafund og þaðan beint á æfingu og koma heim á miðnætti í kvöld og svo er kominn morgundagurinn og þá er þetta á morgun og ómægoood
nei bara grín
ég er alveg sallaróleg yfir þessu
fimmtudagur, 6. mars 2008
miðvikudagur, 5. mars 2008
Hið ljúfa líf
Fékk bréf frá listaháskólanum í fyrradag!
draumurinn hefur ræst!
ég á þeim sem sér um stjörnuspá mbl.is margt að þakka þessa stundina!
!!!= gleði gleði
-----
Vaknaði í morgun við dásamlega döggina sem féll létt á nefbroddinn. Í þann mund sem ég rumskaði heyrði ég í klingjandi hljóðinu frá vatninu sem umkringdi mig í þeim sælureit sem ég svaf í. !!!
...þegar ég opnaði augun áttaði ég mig á því að ég var, til allrar óhamingju, í íbúðinni minni. Dásamleg döggin var í raun viðbjóðsleg móðan af glugganum sem hafði umbreytt sér í vatnsflaum sem bókstaflega flæddi niður á mig þar sem ég lá umkomulaus í rúminu. Róandi niðurinn frá vatninu var ekkert sérstaklega róandi þegar ég komst að því, eftir mislukkaða ferð á baðherbergið, að klósettið mitt er bilað. Takkinn datt af og apparatið sem stjórnar öllu saman er í ruglinu. Það er vandamál sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég þyrfti að kljást við ein míns liðs. Og því gerði ég það ekki heldur notaði salerni fullorðna fólksins á efri hæðinni. Það var pínu hræðilegt fyrst en svo róaði ég mig og sá kosti þess; heyrist ekkert í því, svo er það líka svo hreint og fínt.
Ég er búin að þurrka burt dásamlegu döggina og í staðinn er nú komin dásamlegt hrúga af þvottastykkjum og eldhúspappír þar sem handklæðin kláruðust og ég hef ekki enn nennt að gera mér ferð í þvottahús fullorðna fólksins á efri hæðinni. Klósettið er enn á fullu, eins og ryksugan..ef ég ætti svoleiðis. Er hætt að heyra í sjálfri mér og óttast að það flæði uppúr svo ég vakni í dásamlegu straumhörðu fljótinu sem ber mig alla leið á hafsbotn...og ég enda í raun í "Dóná"..
Guði sé lof að Dóna-Lísan mín hangir fyrir OFAN klósettið en ekki fyrir NEÐAN. Að hugsa sér, að drekkja Dónu Lísu í Dóná, og mér í leiðinni. Ekki amalegur dauðdagi það, maður kæmist jafnvel kannski á baksíðu Moggans...
draumurinn hefur ræst!
ég á þeim sem sér um stjörnuspá mbl.is margt að þakka þessa stundina!
!!!= gleði gleði
-----
Vaknaði í morgun við dásamlega döggina sem féll létt á nefbroddinn. Í þann mund sem ég rumskaði heyrði ég í klingjandi hljóðinu frá vatninu sem umkringdi mig í þeim sælureit sem ég svaf í. !!!
...þegar ég opnaði augun áttaði ég mig á því að ég var, til allrar óhamingju, í íbúðinni minni. Dásamleg döggin var í raun viðbjóðsleg móðan af glugganum sem hafði umbreytt sér í vatnsflaum sem bókstaflega flæddi niður á mig þar sem ég lá umkomulaus í rúminu. Róandi niðurinn frá vatninu var ekkert sérstaklega róandi þegar ég komst að því, eftir mislukkaða ferð á baðherbergið, að klósettið mitt er bilað. Takkinn datt af og apparatið sem stjórnar öllu saman er í ruglinu. Það er vandamál sem mér hefði aldrei dottið í hug að ég þyrfti að kljást við ein míns liðs. Og því gerði ég það ekki heldur notaði salerni fullorðna fólksins á efri hæðinni. Það var pínu hræðilegt fyrst en svo róaði ég mig og sá kosti þess; heyrist ekkert í því, svo er það líka svo hreint og fínt.
Ég er búin að þurrka burt dásamlegu döggina og í staðinn er nú komin dásamlegt hrúga af þvottastykkjum og eldhúspappír þar sem handklæðin kláruðust og ég hef ekki enn nennt að gera mér ferð í þvottahús fullorðna fólksins á efri hæðinni. Klósettið er enn á fullu, eins og ryksugan..ef ég ætti svoleiðis. Er hætt að heyra í sjálfri mér og óttast að það flæði uppúr svo ég vakni í dásamlegu straumhörðu fljótinu sem ber mig alla leið á hafsbotn...og ég enda í raun í "Dóná"..
Guði sé lof að Dóna-Lísan mín hangir fyrir OFAN klósettið en ekki fyrir NEÐAN. Að hugsa sér, að drekkja Dónu Lísu í Dóná, og mér í leiðinni. Ekki amalegur dauðdagi það, maður kæmist jafnvel kannski á baksíðu Moggans...
þriðjudagur, 4. mars 2008
Tjá
2.sæti og vann líka áhorfendakosninguna
ekki amalegt það...
nú þarf ég heldur betur að fara að taka mig á í undirbúning fyrir inntökupróf
veit samt ekki enn hvenær ég fæ tíma eða hvort ég fæ...
smá bobbi en leysist vonandi fljótt
ég er hætt að geta opnað kókdósir vegna skorts á nöglum
velti því fyrir mér hvort lausnin á vandamálinu sé að hætta að drekka kók
eða hætta að naga neglurnar
hvort vandamálið sé veigameira?
hvort sé auðveldara að leysa?
kannski bara best að snúa sér alfarið að plastinu, þá bæði í drykk og nöglum
ekki amalegt það...
nú þarf ég heldur betur að fara að taka mig á í undirbúning fyrir inntökupróf
veit samt ekki enn hvenær ég fæ tíma eða hvort ég fæ...
smá bobbi en leysist vonandi fljótt
ég er hætt að geta opnað kókdósir vegna skorts á nöglum
velti því fyrir mér hvort lausnin á vandamálinu sé að hætta að drekka kók
eða hætta að naga neglurnar
hvort vandamálið sé veigameira?
hvort sé auðveldara að leysa?
kannski bara best að snúa sér alfarið að plastinu, þá bæði í drykk og nöglum
laugardagur, 1. mars 2008
Babbarara
Eftir fréttir vikunnar neyðist ég víst til þess að biðja Barbídúkkurnar og alla hina afsökunar á orðum mínum. Barbí, je t'aime.
Í dag hef ég þrisvar sinnum bjargað sjálfri mér frá hrikalegum árekstri með því negla niður og rykkja mér yfir á hina akgreinina. Það er ekkert sérstaklega þægileg tilfinning og hvað þá þegar maður er í stresskasti að þjóta á milli staða. Þessi óhöpp voru þó hvorki vegna hraðaksturs né vegna þess að ég lagði ekki út í kannt í fimmtán mínútur, ó nei svei, neglt niður fyrir framan mig allt í einu í öll skiptin. En ég er á lífi og partýið heldur áfram...reyndar með smá ýskri í bremsum en það gefur þessu bara meira fútt.
Þjóðleikhúsgleði í kvöld, úrslitin í Örleikritasamkeppni Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu kl 20. Fór á æfingu í dag og þetta leit bara mjög vel út. Rennsli á eftir og svo er sjóið sjálft í kvöld.
Túrúlúúú
Myspaceið hefur verið bilað síðan í gær og geysilega stórt tómarúm hefur myndast í hjarta mínu við það. Það að vita ekki stöðuna hjá sjálfum sér og öðrum í Samfélagi-sveittra er skelfileg tilfinning.
Ég var að fatta það í gær að það eru tvær vikur í páskafrí hjá mér, og eftir páskafrí er bara mánuður eftir í kennslu. Einn og hálfur mánuður og svo skella prófin á. Ég er ekki einu sinni búin að kaupa skólabækurnar mínar...ehemm...
Draumur minn hefur ræst og brátt mun ég búa í lítilli kommúnu. Reyndar mun ég ekki færa mig neitt heldur fær Sjálandsbúi einn (vonandi) að dvelja hjá mér og stóra systir líka (staðfest). Ég sé þetta fyrir mér í hyllingum, við að drekka te, mála og húlla með Bob á fóninum og diskókúluna í gangi. Sundbolapartý á sunnudögum og einungis töluð danska. Góðverk á hverjum degi, ljóðalestur og leynigestur á laugardögum. Ó hve lífið getur verið ljúft...
En jæja, þá er mál að fara að koma sér af stað út í umferðina aftur. Ég ætla að passa mig núna. Eða reyna það.
Í dag hef ég þrisvar sinnum bjargað sjálfri mér frá hrikalegum árekstri með því negla niður og rykkja mér yfir á hina akgreinina. Það er ekkert sérstaklega þægileg tilfinning og hvað þá þegar maður er í stresskasti að þjóta á milli staða. Þessi óhöpp voru þó hvorki vegna hraðaksturs né vegna þess að ég lagði ekki út í kannt í fimmtán mínútur, ó nei svei, neglt niður fyrir framan mig allt í einu í öll skiptin. En ég er á lífi og partýið heldur áfram...reyndar með smá ýskri í bremsum en það gefur þessu bara meira fútt.
Þjóðleikhúsgleði í kvöld, úrslitin í Örleikritasamkeppni Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu kl 20. Fór á æfingu í dag og þetta leit bara mjög vel út. Rennsli á eftir og svo er sjóið sjálft í kvöld.
Túrúlúúú
Myspaceið hefur verið bilað síðan í gær og geysilega stórt tómarúm hefur myndast í hjarta mínu við það. Það að vita ekki stöðuna hjá sjálfum sér og öðrum í Samfélagi-sveittra er skelfileg tilfinning.
Ég var að fatta það í gær að það eru tvær vikur í páskafrí hjá mér, og eftir páskafrí er bara mánuður eftir í kennslu. Einn og hálfur mánuður og svo skella prófin á. Ég er ekki einu sinni búin að kaupa skólabækurnar mínar...ehemm...
Draumur minn hefur ræst og brátt mun ég búa í lítilli kommúnu. Reyndar mun ég ekki færa mig neitt heldur fær Sjálandsbúi einn (vonandi) að dvelja hjá mér og stóra systir líka (staðfest). Ég sé þetta fyrir mér í hyllingum, við að drekka te, mála og húlla með Bob á fóninum og diskókúluna í gangi. Sundbolapartý á sunnudögum og einungis töluð danska. Góðverk á hverjum degi, ljóðalestur og leynigestur á laugardögum. Ó hve lífið getur verið ljúft...
En jæja, þá er mál að fara að koma sér af stað út í umferðina aftur. Ég ætla að passa mig núna. Eða reyna það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)