laugardagur, 1. mars 2008

Babbarara

Eftir fréttir vikunnar neyðist ég víst til þess að biðja Barbídúkkurnar og alla hina afsökunar á orðum mínum. Barbí, je t'aime.

Í dag hef ég þrisvar sinnum bjargað sjálfri mér frá hrikalegum árekstri með því negla niður og rykkja mér yfir á hina akgreinina. Það er ekkert sérstaklega þægileg tilfinning og hvað þá þegar maður er í stresskasti að þjóta á milli staða. Þessi óhöpp voru þó hvorki vegna hraðaksturs né vegna þess að ég lagði ekki út í kannt í fimmtán mínútur, ó nei svei, neglt niður fyrir framan mig allt í einu í öll skiptin. En ég er á lífi og partýið heldur áfram...reyndar með smá ýskri í bremsum en það gefur þessu bara meira fútt.

Þjóðleikhúsgleði í kvöld, úrslitin í Örleikritasamkeppni Þjóðleikhússins á Stóra sviðinu kl 20. Fór á æfingu í dag og þetta leit bara mjög vel út. Rennsli á eftir og svo er sjóið sjálft í kvöld.

Túrúlúúú

Myspaceið hefur verið bilað síðan í gær og geysilega stórt tómarúm hefur myndast í hjarta mínu við það. Það að vita ekki stöðuna hjá sjálfum sér og öðrum í Samfélagi-sveittra er skelfileg tilfinning.

Ég var að fatta það í gær að það eru tvær vikur í páskafrí hjá mér, og eftir páskafrí er bara mánuður eftir í kennslu. Einn og hálfur mánuður og svo skella prófin á. Ég er ekki einu sinni búin að kaupa skólabækurnar mínar...ehemm...

Draumur minn hefur ræst og brátt mun ég búa í lítilli kommúnu. Reyndar mun ég ekki færa mig neitt heldur fær Sjálandsbúi einn (vonandi) að dvelja hjá mér og stóra systir líka (staðfest). Ég sé þetta fyrir mér í hyllingum, við að drekka te, mála og húlla með Bob á fóninum og diskókúluna í gangi. Sundbolapartý á sunnudögum og einungis töluð danska. Góðverk á hverjum degi, ljóðalestur og leynigestur á laugardögum. Ó hve lífið getur verið ljúft...

En jæja, þá er mál að fara að koma sér af stað út í umferðina aftur. Ég ætla að passa mig núna. Eða reyna það.

Engin ummæli: