þriðjudagur, 18. mars 2008

Hann býr í heimasímalandi

Hitti hinar fræknu Veru og Giuliu í dag
komu til landsins á sunnudag og það var ekkert smá skrýtið að hitta þær aftur eftir níu mánaða fjarveru

við hefðum allar getað hafa getið börn í millitíðinni án þess að hafa hugmynd um það

...það var að sjálfsögðu það eina sem mér datt í hug til að segja...fyrst um sinn

Það var mjög fyndið hvernig túr okkar um miðbæinn þróaðist út í það að ég varð allt í einu orðin túristinn í hópnum. Við fórum á alla mögulega staði sem ég hef ekki komið á og þær hafa hundrað sinnum komið á eins og t.d. Fígúru, Landsbankann og tvær búðir sem ég man ekki hvað heita. Ég fór að tala bjagaðri íslensku en þær og sagði t.d. ; ,,Hvenær við förum heim aftur og út?" ..sem átti s.s. að vera; ,,Hvenær farið þið aftur út, heim til ykkar?"

------

Ahh...páskaegg númer 4 er horfið úr lífi mínu eftir mikið púl...og ég fæ páskaegg númer 5 í staðinn. 5 er fín tala.

Endalaust að gera í þessu mjög svo stutta "fríi" sem er ekkert frí heldur tómt vesen
...en skemmtilegt vesen þó. Mjög skemmtilegt.

En nú ætla ég að snæða "skituhoppara" sem er nýjasta orð fjölskyldunnar yfir kjúkling. Skoðun mín á þessum viðbjóðslega en þó gómsæta mat versnar til muna þegar fjaðralausir skituhopparar með frönskum kartöflum eru bornir á borð. Ég fæ hroll við tilhugsunina...

Engin ummæli: