fimmtudagur, 27. mars 2008

Læknirinn

Dúkkan hennar Stínu var með sótt sótt sótt
hún hringdi og sagði lækni að koma fljótt fljótt fljótt
----

Nema hvað, ég er dúkkan og móðir mín er Stína. Læknirinn kom ekki heldur fór ég til hans.

----

Niðurstaða í máli GS megafresh er sá að...

-hún er ekki með lungnabólgu
-hún er ekki með strektókokka

----

Læknirinn hristi bara hausinn og gapti þegar ég sagði honum að ég hefði verið nákvæmlega svona fyrir tíu dögum síðan og ekkert hafi breyst. Það skilur enginn neitt í neinu, ég var send heim með fullt af dópi og á að rota mig fram yfir helgi. Eeeen auðvitað hef ég engan tíma fyrir slíkt kjaftæði sem snýr að sjálfri mér og verð því á þeytingi út um allan bæ eins og venjulega.

Kannski æxlið sem ég var með á hnénu sem sprakk þegar ég var átta ára á hjólaskautum, leyfarnar skornar í burtu og sullið sent á tilraunastofu þar sem það jú týndist...hafi virikilega tengst geimverum eins og ég hélt í den tíð og nú sé hreinlega komið að þessu öllu saman?

Það er kannski ástæðan fyrir gríðarlegu hárlosi og lömun bragðkirtlanna? Og svo er jú þessi græna slykja yfir mér allri og ég segi í sífellu; We come in peace

...hvað sem það nú þýðir

1 ummæli:

jennzla sagði...

Alltaf gaman þegar það er eitthvað að manni sem enginn veit hvað er!
Ég er einmitt eitthvað biluð í hnjánum og enginn veit afhverju það er...átti bara að hætta að stunda líkamsrækt...?!?!

Hann Gael já...hann eltir mig bara út um allt...um daginn var ég á Næsta bara að fá mér einn eftir æfingu og þá mætti hann þangað...og aftur á sama stað nokkrum dögum síðar...! Ég ákvað að testa þetta og færði mig yfir á Sólon og hver poppar þá upp þar?!?! Gael!

Fer alveg að verða vandræðalegt!