laugardagur, 31. maí 2008

Mannrán

..hljómar eins og náraanammi aftur á bak. Sem er viðbjóður...

Ég rændi manneskju í gær.
Henti henni inní bíl og neyddi hana til að hafa bæði augu og eyru lokuð fyrir öllu utanaðkomandi áreiti. Brunaði með hana bæjarfélagi, úr bæjarfélagi. Endastöðin: bílaplan menntaskóla. Mjög góður staður. Afskekktur staður í afskekktu sveitarfélagi.
Ég tók hana út úr bílnum, hélt um hendur hennar...

og leyddi hana að poppvélinni!!! ÓJÁ fyrsta mannránið mitt heppnaðist FULLKOMLEGA. Bílabíó er eitthvað sem við klakabúar erum ekki vanir, og því var þetta ótrúúleg upplifun sem hafði í för með sér mjög mikið "sing-a-long" (enda verið að sýna GREASE HALLÓ), popp og candyflos um allan bíl.

svo var þetta auðvitað ótrúlega rómantískt og fallegt allt saman.

---

sex dagar í sveitina og ég er að fara á taugum úr spenningi!!

fimmtudagur, 29. maí 2008

Labadæ

Váááá langur dagur með aðeins of mikilli sól!

Fór að sjá Labadæ (eða Latabæ..)...tvisvar...sem var ótrúúlega gaman. Íþróttaálfurinn mismælti sig...í bæði skiptin...og talaði um að "bansa dallet" sem ég veit ekki alveg hvað er, en hann meint víst "dansa ballet"

mjög töff

við fórum heim..og þá kom jarðskjálfti

ég gubbaði næstum

og núna er ég að fara að pissa
bless

miðvikudagur, 28. maí 2008

Breytt plan

ekkert baquette og hjólreiðar í janúar
nema þá bara á klakanum

Frakklandsförinni hefur sem sagt formlega verið frestað til næsta sumars...og enn á ný veit ég ekkert hvað ég á að gera við mig þangað til. Mig langar samt að flytja í burtu frá öllu í smá stund, held það væri ágætt...

Ég sá um eldhúsið í dag í vinnunni. Það var fyndið...ég...í eldhúsi...ekki góð blanda.

Það eru bara 9 dagar í ferðalagið mikla í BÍL skólann! Úff, við Elva ætlum að gera heimildarmyndina "Í bíl í BÍL" og græða milljónir...milljarða...

En nú er ég að taka til, þreytt og pirruð á því að vita ekkert hvað ég á að gera við líf mitt næstu tvö árin eða svo...þannig ég ætla að halda áfram að drekkja mér í sorgum mínum og svo kannski ryksuga til að toppa það, en ryksugun er u.þ.b. það leiðinlegasta sem ég geri.

Danke bitte

þriðjudagur, 27. maí 2008

Afleiðing hjólreiða

eru harðsperrur, sinadrættir og svefnleysi

ég svaf ekki í NEITT í nótt
með sinadrætti í báðum lærum í fimm og hálfan tíma...
og svo harðsperrur og marblettir

og ég sem var svo þreytt og ómöguleg að ég fór að "sofa" klukkan hálf níu

"vaknaði" svo þreytt og pirruð klukkan átta og hjólaði á helvítis hjólinu í vinnuna

dáááásamlegt

en heyhó! 10 DAGAR Í SKÓLANN!!!!

mánudagur, 26. maí 2008

Taugaáfall

ég fékk taugaáfall í dag
hef aldrei upplifað það áður

er ennþá með verk í hjartanu og öll óróleg og hrædd innan í mér
en það er samt allt í lagi með alla

miðvikudagur, 21. maí 2008

Sönnun á fáránleika menntakerfisins

ég hefði átt að fá fálkaorðuna fyrir lélega mætingu og tossaskap yfir höfuð
var í 23 einingum
og fullt af 503 áföngum
skilaði ekki einu einasta verkefni alla önnina, ekki í neinu einasta fagi
nema síðustu tvo dagana eftir að skólaslit urðu...þá vann ég allt upp
og við erum að tala um að ég mundi ekki einu sinni í hvaða áföngum ég væri, mætingin mín var svo léleg að ég vissi ekki nafnið á nema einum kennara

ég keypti ekki eina einustu bók
og las bara tvær bækur
af öllum þeim bókum sem ég átti að lesa
lærði meira að segja ekki undir öll prófin

s.s
TOSSI

og við erum að tala um að ég var að fá einkunnirnar áðan
og halló góðan daginn ÞETTA ERU BESTU EINKUNNIR SÍÐAN Á FYRSTU ÖNNINNI MINNI!!! Og þá var

bara 7ur og 8ur

váááááá tossar heimsins sameinist og sigrum heiminn

þriðjudagur, 20. maí 2008

Hvers á ég að gjalda?

ekki nóg með að ég sé að vinna á leikskóla,
umgangist litla guttann hennar Tullu vikulega
og dreymi óléttudrauma aðra hverja nótt...



heldur er ég farin að heimsækja kvennadeildina aðeins of oft uppá síðkastið og við erum alveg að tala um fæðingadeildina



síðast bara í gær gekk ég þar inn og alveg óvart, í raun bara ósjálfrátt, fór ég að belgja út á mér magann og labba um eins og önd, halda undir bumbuna og brosa "ég er að verða mamma" brosinu mínu...



snökt

grimmd heimsins er stundum óbærileg

Labb

labb labb

en bráðum
hjól hjól hjól

ójááá minn langþráði draumur er loksins að rætast

ÉG MUN EIGNAST HJÓÓÓL
(vonandi)

sunnudagur, 18. maí 2008

ÁKVÖRÐUN TEKIN

ég mun leggja land undir fót í janúar
til Frakklands
í trúðaskóla
með Hrefnu

það verður MEEEEEEEGA

Paris, je t'aime....

laugardagur, 17. maí 2008

Tilgangur?

dagurinn í dag er fyrsti dagurinn á þessu ári þar sem ég hef engum skyldum að gegna
án djóks

fyrsti dagurinn þar sem ég þarf ekki að mæta neitt, hitta neinn eða gera nokkuð yfir höfuð

ótrúlegt
ég veit bara ekki baun hvað ég á að gera við mig

miðvikudagur, 14. maí 2008

Ég var einu sinni nörd...

...og nú aftur!



Ójá þrátt fyrir 6 og hálft ár í tannréttingum getur leti og hræðsla við að verða ótöff og lúðaleg valdið því að maður þarf að fara aftur í stólinn

og það var það sem gerðist í dag



afleiðingarnar: sólarhringsnotkun á nýjum gómi



úff...og ég sem hélt að ég þyrfti aldrei aftur að ganga þarna inn

og hvað þá út með nýtt stál í kjaftinum



en JIBBÍ KÓLA ÞAÐ ER SÓL og á morgun er síðasta prófiiiiiiið



heimspeki sökkar, eða réttara sagt...heimspekiprófið sökkaði....eða bara ég, já ég sökkaði

en jarðfræðin gekk mega



svo...partý on og skál í stál!

laugardagur, 10. maí 2008

Að velja og hafna

ég valdi slefandi smábarn fram yfir viðbjóðslegan próflestur

ég valdi rétt

og fékk tvær kökur og fullt af hori í kaupbæti

en núna taka leiðindin hinsvegar við

ég íhugaði meira að segja að hoppa út um gluggann þegar ég kom heim
og gerði það!

en hann er á fyrstu hæð svo ég hafði voðalega lítið uppúr því annað en kulda og kjánaskap yfir því að nágrannarnir hefðu séð mig (sem eru ÖFGAtöff)

og já nú verð ég líka að búa til nýja síðu, alvöru síðu um mig fyrir alla aðdáendur mína

svo ég ætla að gera það núna og hætta við þ á ömurlegu hugmynd að fara að læra
oj til hvers

miðvikudagur, 7. maí 2008

Sviti

helst langar mig til að gubba yfir sjálfa mig
bæði vegna þess að það virðist mun meira áhugavert en ömurlegur próflesturinn
og hæfir mér mjög vel í því ástandi sem ég er í akkúrat núna,
sveitt og subbuleg.

ég nenni ekki að læraaaaaa

ísl503 lokapróf í fyrramálið

tíminn og vatnið er nýjasta æðið hjá mér. ég fæ ekki nóg af þér Steinn. allavega ekki í því ljóði...
--

þaðvantarþrjátíublaðsíðuríbókinamínaogégvaraðfattaþaðnúna

þriðjudagur, 6. maí 2008

Elektra

...er komin í hús!!!

Svört, seiðandi og drungaleg eins og sálin sjálf.

Að sjálfsögðu erum við að tala um grip gripanna, rafmagnsfiðluna sem ég fékk senda yfir heimsins höf í þeim tilgangi að þjóna óbæranlegri löngun minni til þess að "rokka feitt"

sunnudagur, 4. maí 2008

Bíddu við, bíddu viiiið...

Bandalagsþingið búið og það kom mér á óvart hversu skemmtilegt það var. Frábært í alla staði og ekkert sem hægt er að setja út á. Nema...

á föstudeginum þegar við vorum að keyra í Skagafjörðinn varð ég veikari og veikari
og versnaði á laugardeginum
og í dag var svo versti dagurinn

hiti, hósti og óráð
ég sem hélt ég væri búin með þennan pakka...

fimmtudagur, 1. maí 2008

Skóli hvað?

Fjúffff

tuttugu og sex einingar
fimm mánuðir
þúsund verkefni

allt saman tæklað á fjóóórum dögum
og við erum að tala um ALLT

ekki einu einasta verkefni í einu einasta fagi skilað fyrr en núna á síðustu fjórum dögum

og það kom ekki eitt dæs!

kannski nokkur helvítis andskotans fokkings drasl
en annars ekkert