miðvikudagur, 21. maí 2008

Sönnun á fáránleika menntakerfisins

ég hefði átt að fá fálkaorðuna fyrir lélega mætingu og tossaskap yfir höfuð
var í 23 einingum
og fullt af 503 áföngum
skilaði ekki einu einasta verkefni alla önnina, ekki í neinu einasta fagi
nema síðustu tvo dagana eftir að skólaslit urðu...þá vann ég allt upp
og við erum að tala um að ég mundi ekki einu sinni í hvaða áföngum ég væri, mætingin mín var svo léleg að ég vissi ekki nafnið á nema einum kennara

ég keypti ekki eina einustu bók
og las bara tvær bækur
af öllum þeim bókum sem ég átti að lesa
lærði meira að segja ekki undir öll prófin

s.s
TOSSI

og við erum að tala um að ég var að fá einkunnirnar áðan
og halló góðan daginn ÞETTA ERU BESTU EINKUNNIR SÍÐAN Á FYRSTU ÖNNINNI MINNI!!! Og þá var

bara 7ur og 8ur

váááááá tossar heimsins sameinist og sigrum heiminn

2 ummæli:

Unknown sagði...

Oki í sambandi við færsluna á undan þá held ég að þú ættir næst að setja stefnuna inn á geðdeild!

En til hamingju með þessar einkunnir! Þétta hefði nú ekki átt að koma þér á óvart...menntaskólinn er bara svona!

Ég man varla eftir því að hafa lært í menntaskóla og ég var með afar lélega mætingu...

...og ég var dúxinn á útskriftinni!

Unknown sagði...

hahahahaha og þetta er semsagt Jenný sem var að kommenta...var bara skráð inn á reikning leikfélagsins og fattaði það ekki :oP

Enda pínu íðí... eða þannig...!