miðvikudagur, 28. maí 2008

Breytt plan

ekkert baquette og hjólreiðar í janúar
nema þá bara á klakanum

Frakklandsförinni hefur sem sagt formlega verið frestað til næsta sumars...og enn á ný veit ég ekkert hvað ég á að gera við mig þangað til. Mig langar samt að flytja í burtu frá öllu í smá stund, held það væri ágætt...

Ég sá um eldhúsið í dag í vinnunni. Það var fyndið...ég...í eldhúsi...ekki góð blanda.

Það eru bara 9 dagar í ferðalagið mikla í BÍL skólann! Úff, við Elva ætlum að gera heimildarmyndina "Í bíl í BÍL" og græða milljónir...milljarða...

En nú er ég að taka til, þreytt og pirruð á því að vita ekkert hvað ég á að gera við líf mitt næstu tvö árin eða svo...þannig ég ætla að halda áfram að drekkja mér í sorgum mínum og svo kannski ryksuga til að toppa það, en ryksugun er u.þ.b. það leiðinlegasta sem ég geri.

Danke bitte

Engin ummæli: