laugardagur, 27. september 2008

Þetta er ekki brandari

fyrir svona einum og hálfum mánuði síðan datt ég í stiga og sneri á mér ökklann
ég var á hækjum í tvær vikur
og er enn ekki orðin fullkomlega fær um að nota hann
ennþá bólgin og fæ þreytuverki í hann

fyrir tíu dögum síðan vaknaði ég með verk í tánni
hann ágerðist svo ég fór til læknis
sýking af verstu gerð, tvöfaldur sýklalyfjaskammtur og mikill verkur
sami fótur og ökklameiðslin

fyrir þremur dögum síðan fer ég til læknis út af tánni
sýklalyfin virka ekki neitt
það þarf að fjarlægja tánöglina á mánudaginn
deyfing, skurður, umbúðir og hvíld í allavega tvær vikur

fyrir einum klukkutíma síðan geng ég útúr LK og í bílinn minn
er að setjast inn í bíl, tek utan um dyrakarminn með vinstri hendi til að styðja mig og sting þumalfingri inn í hurðina
hurðin er biluð svo til þess að hún lokist þarf að skella mjög fast
skelli hurðinni með hægri hönd
þumalfingurinn verður á milli
trúlegast það sársaukafyllsta sem ég hef upplifað
sambærilegt við ökklann og tánna
hleyp inn og kæli puttann
hann er tvöfaldur núna
og fjólublár

ef einhver þykist eiga bágt þarna úti þá má sá hinn sami endilega koma í heimsókn og ræða málin
ég toppa allt og alla

og þetta eru bara meiðslin...

allir nemendur skólans fengu helmings afslátt af RIFF-passa
nemendalisti sendur í IÐU með nöfnum allra
ég fer í IÐU
mitt nafn ekki á listanum
það gleymdist eitt nafn...og það var mitt nafn

nammivélin upp í skóla er sérstaklega á móti mér
gamaldags vél þar sem nammið er í svona litlum hólfum, maður velur sér hólf, opnar það og fær sér nammi
ég er búin að tapa 600 krónum
og fá nammi fyrir 200 krónur
í 6 skipti af 8 hef ég opnað tóman glugga

nú var mér skipað að fara heim til mín, leggjast undir sæng og varast alla hluti sem hugsanlega gætu skaðað mig á einhvern hátt

ég geng inn, fer úr skónum og rota mig á hurð

föstudagur, 26. september 2008

Skrif

ég er að skrifa handrit
handrit að kvikmynd
kvikmynd í fullri lengd

fyrir tveimur dögum síðan hefði það ekki hvarflað að mér

hvað þá fyrir tveimur mánuðum

en þetta gengur vel

---

fékk vél og dót lánað yfir helgina frá skólanum
Sú rauðhærða og Risinn mun því verða að veruleika um helgina
ætla að græja allt sem til þarf á morgun og svo eru tökur á sunnudag

jibbí

---

keypti passa á RIFF í dag
það er dásamlegt
og það góða er að ég get legið í bíó alla helgina þar sem ég hef fátt betra að gera
ætlaði að mæta núna hálf sex og vera til hálf tvö í nótt í myrkvuðum sal en ætla frekar að leggja mig og mæta sjö
á morgun ætla ég svo að byrja hálf fjögur að degi og stefni á að vera til hálf þrjú um nóttina...ekki amalegt að sitja í bíóhúsi í 11 tíma

rok og rigning, auraleysi, vonleysi, eymd og almennur septemberfílingur gerir mér kleift að kúra við skrif, bíó og tökur alla helgina

ef einhvern langar í bíó með mér þá má hann láta mig vita, ég get samt ekki borgað fyrir ykkur, en ég skal vera skemmtileg og leyfa ykkur að velja sæti

miðvikudagur, 24. september 2008

Vagúm

pakkning

Vagúmpakkning

...

ég er hætt að væla yfir vonsku heimsins
samt gæti ég vælt alveg haug núna
en ég ætla ekki að gera það

oh happy day...

hvaða fífli datt í hug að setja heimsendi á hold?
ég var farin að hlakka til að horfa á líkama minn klofna niður í eindir og splundrast í svarthol ásamt restinni af heimsbyggðinni

en þetta var svo sem alveg vitað...þannig lagað...

ég er á tvöföldum pensilínskammti og væli ekki baun
þessi tvöfaldi skammtur veldur tvöföldum aukaverkunum sem lýsa sér í óeðlilegri hegðun og mikilli sýru
í raun eins og neitandinn sjálfur sé á sýru
sýra í sjö sólahringa
það er ekki amalegt

þetta lýsir sér einna helst í einbeitingarleysi, lystarleysi og mjög áhrifaríkum draumum sem enda oftast þannig að neitandinn vaknar upp og gerir einhverja tóma steypu, eins og til dæmis að reyna að rústa símanum sínum, losa kranann frá vaskinum og opna útidyrahurðina að utan með því að troða hendinni í gegnum bréfalúguna

já kæru lesendur ég er í ruglinu
og það að læknisráði

mánudagur, 22. september 2008

Not found

Ég er á kafi.

Kvikmyndaskólinn gengur vel, afskaplega vel og þvílík hamingja og gleði. Tekur hellings tíma og hellings orku svo í raun væri alveg nóg að einbeita sér bara alveg að honum. En nei...

MH gengur hinsvegar ekki neitt...og ég er í alveg 15 einingum góðan daginn og ekkert farin að kíkja á neitt...og alveg mánuður búinn af þeim skóla. Komin eftir á í öllum áföngum. Stuð.

Tónlistarskólinn gengur fínt. Er víst komin í þrjár hljómsveitir þar, sem er pínu fyndið og líkt mér þar sem ég hef engan veginn tíma fyrir það. Er á æfingum klukkan sjö á morgnana því það er eini tíminn sem ég hef lausan.

Skuggi gengur vel, frumsýning eftir þrjár vikur og allt að gerast þar, æfingar öll kvöld og allar helgar.

Og svo er auðvitað allt hitt sem herjar á mig...úffpúff ég ætla að reyna að læra eitthvað og fara í tíma í kvöld. Íbúðin á rúst og bíllinn líka. Lalala...

þriðjudagur, 9. september 2008

Komin heim

uu já þetta er sem sagt færsla sem birtist aldrei en átti að birtast fyrir viku ..


já ég er loksins komin heim eftir vikudvöl á Costa del sol

loksins segi ég...



já flugfélagið okkar fór á hausinn nokkrum tímum fyrir brottförina svo við sátum föst á Costa del Sol þar til vél frá Íslandi kom og bjargaði okkur



húrra fyrir heiminum



það var samt alveg pínu fyndið að vera fastur í útlöndum, hálfberrassaður á sólbekk og ekki einu sinni með hótel til að gista á lengur



en þetta var bara gaman, enda voru þetta ekki nema hvað...14 tímar? Tjah, hver hefur ekki lent í því..



það gerðist mjög margt í þessari ferð sem ég nenni ekki að skrifa mikið um svo ég geri bara svona punkta fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um ekki svo einmana Íslending á sólarströnd...



-Byrjaði á veseni í Leifsstöð því einhverra hluta vegna hét ég Guðný á flugmiðanum mínum en ekki Guðrún

-Við vorum sex en mér leið meira eins og við værum hundrað...já það er alltaf fyndið að ferðast með fjölskyldunni, taka "sameiginlegar ákvarðanir" og fleira í þeim dúr...

-Ég gleymdi að pissa fyrir flugið og eins og alheimur ætti að vita þá pissa ég ekki í flugvélum svo ég var í spreng í fimm tíma (já fimm því það var eitt klósett í lagi í fríhöfninni úti..)

-Spænsk flugfreyja að lesa íslensku af blaði...ekki alveg að gera sig, en mjög fyndið!

-Ég, Hilmar og Hulda sungum, dönsuðum, spiluðum og skemmtum okkur alla leiðina, fólkinu í kringum okkur til mikillar gleði

-Rafmagnið í hári móður minnar gerði það að verkum að ég grét af hlátri í fjörutíu mínútur...það var gaman

-Hótelið okkar var mega, en einn galli: vorum á sjöundu hæð og pínulítið glerhandrið á svölunum...hélt ég myndi fá taugaáfall

-Sól sól sól, sólbað, göngutúrar, smábátahöfnin, ströndin, kínabúðin, MOLLIÐ, strandbarirnir...

-Og halló halló ég var alveg á leiðnni til Afríku á laugardeginum en þar sem fararstjórinn okkar var fimm ára í hugsun þá klúðraði hann því og við sátum sveitt í klukkutíma um miðja nótt einhversstaðar úti í rassgati að bíða eftir rútu sem svo aldrei kom

-BÖMMER

-Sólbað, strönd og meiri labb

-Vatnsrennibrautagarður á sunnudeginum til að bæta fyrir Afríkuferðarruglið...

-Svakalegur garður og ég dó næstum því þegar ég henti mér inní næst stærstu rennibrautina sem var svona eins og risavaxið klósettrör...og ég gleymdi að anda að mér áður en ég skaust niður í það svo ég andaði beisikklí ekki neitt í mínútu

-STUÐ

-Svoo bara þið vitið fékk ég ofnæmi fyrir einhverju fyrsta daginn en fékk ofnæmislyf sem björguðu mér í tvo daga, eða þangað til ég vaknaði með bótox í augnlokunum...og enginn veit af hverju. Fékk líka sjö skordýrabit sem er met. Vúhú.



og síðan fór flugfélagið á hausinn, allt í steik og við bara berrössuð á sólbekk á meðan



vaknaði síðan í morgun í grenjandi rigningu eftir nánast engan svefn og fór í skólana mína tvo, bankann, lín og er á leiðinni á leikskólann núna



það held ég nú



en þetta var mega ferð og ég tækla hnakkana klárlega í taninu

mánudagur, 1. september 2008

Í heiminum

Rosaleg helgi

lokasýning á Eyjunni í kvöld, troðfull sýning og alveg dúndurgóð
mjög skrýtið að þetta sé búið, maður er búinn að veltast um landið og knúsast með liðinu í allt sumar og svo allt í einu er bara bæbæ á allt saman

en það er svona...

hef voðalega lítið að segja annað en það að ég tek hér með vikupásu í þessu rugli

adios!