miðvikudagur, 24. september 2008

Vagúm

pakkning

Vagúmpakkning

...

ég er hætt að væla yfir vonsku heimsins
samt gæti ég vælt alveg haug núna
en ég ætla ekki að gera það

oh happy day...

hvaða fífli datt í hug að setja heimsendi á hold?
ég var farin að hlakka til að horfa á líkama minn klofna niður í eindir og splundrast í svarthol ásamt restinni af heimsbyggðinni

en þetta var svo sem alveg vitað...þannig lagað...

ég er á tvöföldum pensilínskammti og væli ekki baun
þessi tvöfaldi skammtur veldur tvöföldum aukaverkunum sem lýsa sér í óeðlilegri hegðun og mikilli sýru
í raun eins og neitandinn sjálfur sé á sýru
sýra í sjö sólahringa
það er ekki amalegt

þetta lýsir sér einna helst í einbeitingarleysi, lystarleysi og mjög áhrifaríkum draumum sem enda oftast þannig að neitandinn vaknar upp og gerir einhverja tóma steypu, eins og til dæmis að reyna að rústa símanum sínum, losa kranann frá vaskinum og opna útidyrahurðina að utan með því að troða hendinni í gegnum bréfalúguna

já kæru lesendur ég er í ruglinu
og það að læknisráði

Engin ummæli: