laugardagur, 27. september 2008

Þetta er ekki brandari

fyrir svona einum og hálfum mánuði síðan datt ég í stiga og sneri á mér ökklann
ég var á hækjum í tvær vikur
og er enn ekki orðin fullkomlega fær um að nota hann
ennþá bólgin og fæ þreytuverki í hann

fyrir tíu dögum síðan vaknaði ég með verk í tánni
hann ágerðist svo ég fór til læknis
sýking af verstu gerð, tvöfaldur sýklalyfjaskammtur og mikill verkur
sami fótur og ökklameiðslin

fyrir þremur dögum síðan fer ég til læknis út af tánni
sýklalyfin virka ekki neitt
það þarf að fjarlægja tánöglina á mánudaginn
deyfing, skurður, umbúðir og hvíld í allavega tvær vikur

fyrir einum klukkutíma síðan geng ég útúr LK og í bílinn minn
er að setjast inn í bíl, tek utan um dyrakarminn með vinstri hendi til að styðja mig og sting þumalfingri inn í hurðina
hurðin er biluð svo til þess að hún lokist þarf að skella mjög fast
skelli hurðinni með hægri hönd
þumalfingurinn verður á milli
trúlegast það sársaukafyllsta sem ég hef upplifað
sambærilegt við ökklann og tánna
hleyp inn og kæli puttann
hann er tvöfaldur núna
og fjólublár

ef einhver þykist eiga bágt þarna úti þá má sá hinn sami endilega koma í heimsókn og ræða málin
ég toppa allt og alla

og þetta eru bara meiðslin...

allir nemendur skólans fengu helmings afslátt af RIFF-passa
nemendalisti sendur í IÐU með nöfnum allra
ég fer í IÐU
mitt nafn ekki á listanum
það gleymdist eitt nafn...og það var mitt nafn

nammivélin upp í skóla er sérstaklega á móti mér
gamaldags vél þar sem nammið er í svona litlum hólfum, maður velur sér hólf, opnar það og fær sér nammi
ég er búin að tapa 600 krónum
og fá nammi fyrir 200 krónur
í 6 skipti af 8 hef ég opnað tóman glugga

nú var mér skipað að fara heim til mín, leggjast undir sæng og varast alla hluti sem hugsanlega gætu skaðað mig á einhvern hátt

ég geng inn, fer úr skónum og rota mig á hurð

2 ummæli:

jennzla sagði...

Vá! You UNlucky bastard!

Ertu komin með eigin stofu á slysó? Við Fanney áttum einu sinni svoleiðis ;o)

Nafnlaus sagði...

Er í lagi að maður hlægi að þér?