þriðjudagur, 9. september 2008

Komin heim

uu já þetta er sem sagt færsla sem birtist aldrei en átti að birtast fyrir viku ..


já ég er loksins komin heim eftir vikudvöl á Costa del sol

loksins segi ég...



já flugfélagið okkar fór á hausinn nokkrum tímum fyrir brottförina svo við sátum föst á Costa del Sol þar til vél frá Íslandi kom og bjargaði okkur



húrra fyrir heiminum



það var samt alveg pínu fyndið að vera fastur í útlöndum, hálfberrassaður á sólbekk og ekki einu sinni með hótel til að gista á lengur



en þetta var bara gaman, enda voru þetta ekki nema hvað...14 tímar? Tjah, hver hefur ekki lent í því..



það gerðist mjög margt í þessari ferð sem ég nenni ekki að skrifa mikið um svo ég geri bara svona punkta fyrir þá sem hafa áhuga á að lesa um ekki svo einmana Íslending á sólarströnd...



-Byrjaði á veseni í Leifsstöð því einhverra hluta vegna hét ég Guðný á flugmiðanum mínum en ekki Guðrún

-Við vorum sex en mér leið meira eins og við værum hundrað...já það er alltaf fyndið að ferðast með fjölskyldunni, taka "sameiginlegar ákvarðanir" og fleira í þeim dúr...

-Ég gleymdi að pissa fyrir flugið og eins og alheimur ætti að vita þá pissa ég ekki í flugvélum svo ég var í spreng í fimm tíma (já fimm því það var eitt klósett í lagi í fríhöfninni úti..)

-Spænsk flugfreyja að lesa íslensku af blaði...ekki alveg að gera sig, en mjög fyndið!

-Ég, Hilmar og Hulda sungum, dönsuðum, spiluðum og skemmtum okkur alla leiðina, fólkinu í kringum okkur til mikillar gleði

-Rafmagnið í hári móður minnar gerði það að verkum að ég grét af hlátri í fjörutíu mínútur...það var gaman

-Hótelið okkar var mega, en einn galli: vorum á sjöundu hæð og pínulítið glerhandrið á svölunum...hélt ég myndi fá taugaáfall

-Sól sól sól, sólbað, göngutúrar, smábátahöfnin, ströndin, kínabúðin, MOLLIÐ, strandbarirnir...

-Og halló halló ég var alveg á leiðnni til Afríku á laugardeginum en þar sem fararstjórinn okkar var fimm ára í hugsun þá klúðraði hann því og við sátum sveitt í klukkutíma um miðja nótt einhversstaðar úti í rassgati að bíða eftir rútu sem svo aldrei kom

-BÖMMER

-Sólbað, strönd og meiri labb

-Vatnsrennibrautagarður á sunnudeginum til að bæta fyrir Afríkuferðarruglið...

-Svakalegur garður og ég dó næstum því þegar ég henti mér inní næst stærstu rennibrautina sem var svona eins og risavaxið klósettrör...og ég gleymdi að anda að mér áður en ég skaust niður í það svo ég andaði beisikklí ekki neitt í mínútu

-STUÐ

-Svoo bara þið vitið fékk ég ofnæmi fyrir einhverju fyrsta daginn en fékk ofnæmislyf sem björguðu mér í tvo daga, eða þangað til ég vaknaði með bótox í augnlokunum...og enginn veit af hverju. Fékk líka sjö skordýrabit sem er met. Vúhú.



og síðan fór flugfélagið á hausinn, allt í steik og við bara berrössuð á sólbekk á meðan



vaknaði síðan í morgun í grenjandi rigningu eftir nánast engan svefn og fór í skólana mína tvo, bankann, lín og er á leiðinni á leikskólann núna



það held ég nú



en þetta var mega ferð og ég tækla hnakkana klárlega í taninu

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Tók flugfélagið buxurnar ykkar,
ég skil þetta ekki, af hverju voruð þið berrössuð. En þú getur kannski bara gert mynd um þetta ferðalag.

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

nei þú ert alveg að misskilja
við vorum týnd í frumskóginum
og allir eru alltaf berrassaðir í frumskóginum
við líka
og þá allt í einu
fór flugvélin á hausinn á okkur öllum
og flugfélagið með
og við mokuðumst yfir á sólbekk!

alveg hreint ótrúlegt

jennzla sagði...

Vá ef þú hefði ekki verið sjálf búin að kommenta hérna hefði ég farið að auglýsa eftir þér í blöðunum :o)

Hilsen fra....nei meira svona Greetings from London!