Ég held, vona og þrái að núna sé ég að brenna stuttmyndina mína á disk. Veit ekki alveg hvað tölvan er að "processing" núna eins og hún orða það en ef ég er einstaklega heppin þá er hún að gera rétt.
Var að taka það saman hvað það tók marga tíma að gera þessa 12 mínútna löngu stuttmynd. Við erum að tala um það að ég fékk hugmyndina að því að gera þetta þarsíðustu helgi og því afskaplega lítill tími og nánast enginn peningur. En svona er þetta...fékk fólk til að leika og þó svo að ég hafi skrópað í fullt af tímum sökum svefnleysis, orðið fárveik og fengið nokkur taugaáföll þá var þetta svo sannarlega þess virði. Það tók s.s. um 30 klukkustundir að taka myndina upp (innifalið í því eru ferðir á milli tökustaða, undirbúningur fyrir tökur og grín og glens inn á milli) og síðan tók eftirvinnslan, sem ég sá einfarið um, aðrar 30 klukkustundir. Við erum að tala um 60 klukkustunda vinnu fyrir 12 mínútna mynd!!! Sjitt...ef ég hefði vitað þetta í upphafi hefði ég kannski hugsað mig tvisvar um, svona með tilliti til þess að prófin eru að skella á, æfingabúðir síðustu helgi, tvær vinnur og skóli sem þarf að sinna.
En þetta var stuð og þó svo að ég sé ótrúlega heilalaus og vart talandi núna þegar klukkan er að ganga þrjú um nótt, búin að vera að taka upp og klippa og vesenast síðan tvö í dag. Og það var eins í gær...vesen frá tvö til tvö. Dásamlegt.
miðvikudagur, 28. nóvember 2007
sunnudagur, 25. nóvember 2007
föstudagur, 23. nóvember 2007
Tölum aðeins áfram um fasismann...
...eða sleppum því bara og leyfðu okkur að hlaupa frjáls um heima og geima!
Ég er að gefast upp á skólanum. Skólaleiðinn hefur herjað á mig að nýju og ég er ráðalaus.
Var búin að ákveða að taka mér pásu á næstu önn og gera eitthvað skemmtilegt við líf mitt, svo hætti ég við það og ætlaði að drífa mig að klára skólann...og nú er ég ráðalaus.
Ég hugsa meira með vinstra heilahvelinu en því hægra. Komst að þessu í gær eftir langar umræður um heilahvel og heilavirkni við móður mína. Þeir sem hugsa meira með hægra heilahvelinu eru mjög góðir í allir rökhugsun, góðir í öllu því sem leiðir að einni lausn, eins og t.d. stærðfræði. Þeir sem hugsa með vinstra heilahvelinu eiga erfiðara með rökhugsun og eru þar af leiðandi lélegri í stærðfræði, hugsa meira út fyrir rammann, eru listrænni og meira skapandi og eiga það til að gera hluti sem þeir sem hugsa meira með hægra heilahvelinu myndu ekki láta sér detta í hug.
Fórnarlamb dagsins er Guðrún Sóley. Ef það er eitthvað sem ég þoli ekki þá er það stærðfræði. Ég skil ekki stærðfræði og hún ekki mig. Okkar leiðir munu aldrei, og þá segi ég aldrei, liggja saman. Ég hugsa ekki mjög rökrétt og á t.d. afskaplega erfitt með að meðtaka þau skilaboð frá föður mínum (hægra heilahvel ríkjandi) að bíllinn minn muni bræða úr sér einn daginn þar sem u.þ.b. fimm göt eru á púströrinu, hljóðkúturinn (sem datt undan fyrir tæpum tveimur mánuðum) er enn í skottinu, tímareimin að renna sitt skeið og rafgeymirinn ónýtur. Móðir mín hinsvegar (vinstra heilahvel) segir að ég eigi að ráða þessu, ef ég vilji taka strætó það sem eftir er þá sé það mín ákvörðun. Ég (vinstra heilahvel) tel að með góðum hugsunum, straumum, ást og umhyggju getum við, ég og bíllinn, sigrast á vandanum án allra viðgerða og peningaplotts frá fátækum námsmanni og listaspíru. Það hefur virkað hingað til þrátt fyrir að hann hafi tekið sér frí víðsvegar um bæinn á ólíklegustu augnablikum, sem hefur uppskorið einskæra kátínu hjá föður (hægra heilahvel) og móður (vinstra heilahvel) fórnarlambsins (vinstra heilahvel).
Allur minn tími fer í að skapa og þannig hefur það alltaf verið. Sköpun ofan í sköpun og brátt mun hún leiða eitthvað stórkostlegt af sér, sem hún hefur reyndar fyrir löngu gert. En svona er þetta...rökhugsunin ekki að gera sig hjá mér en það er allt í lagi, ég þarf ekkert á henni að halda og ef ég þyrfti einhverntíma lífsnauðsynlega á henni að halda þá getur faðir minn séð um hana fyrir mig.
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Hún
Ó hve allt er dásamlegt allt í einu.
Tökurnar á stuttmyndinni minni, Hún, hafa gengið ótrúlega vel. Var að taka upp í allan dag, fyrst úti á Keili og í Keflavík og svo hérna í bænum. Komst að því að síróp og tveir staukar af matarlit er ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar nýir bílar eru annars vegar. En hinsvegar er tómatsósa, tómatpúrra, neskaffi og akrýlmálning hið besta mál. Svakalegur kuldi, kvef, Keflvíkingar, peningaleysi, rifin föt, subb og gerviblóð úti um allt hafa einkennt tökur dagsins.
Býst við því að klára tökur á morgun eða hinn, sem er dásamlegt.
Tökurnar á stuttmyndinni minni, Hún, hafa gengið ótrúlega vel. Var að taka upp í allan dag, fyrst úti á Keili og í Keflavík og svo hérna í bænum. Komst að því að síróp og tveir staukar af matarlit er ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar nýir bílar eru annars vegar. En hinsvegar er tómatsósa, tómatpúrra, neskaffi og akrýlmálning hið besta mál. Svakalegur kuldi, kvef, Keflvíkingar, peningaleysi, rifin föt, subb og gerviblóð úti um allt hafa einkennt tökur dagsins.
Býst við því að klára tökur á morgun eða hinn, sem er dásamlegt.
mánudagur, 19. nóvember 2007
föstudagur, 16. nóvember 2007
fimmtudagur, 15. nóvember 2007
Næstum fundinn...
Eftir gríðarlega gagnasöfnun hef ég fundið eina mynd af ástmanni mínum á leikskólanum. Að vísu er hann falinn á bak við mig, enda var ég ávallt sú sem var fremst á öllum myndum.
Harðstjórinn með síða hárið...
Um leið og ég finn skanna einhversstaðar þá mun ég setja upp aðra auglýsingu, og nú með mynd.
Og svona til að leiðrétta allan misskilning sem átti sér stað með óð minn til hans hér að neðan, þá er þetta allt saman satt. Ég er bara svo ótrúlega góð í að ríma enda hef ég tíma til að híma og tala í síma og þarf því við ekkert að glíma. Vá töff.
En að öðru...
Brátt mun ég bresta út í dans og söng á götum bæjarins með lúðrasveit og gógódansara mér við hlið. Fólk mun bresta út í söng og dans hvar sem ég lít og allir verða ótrúlega samtaka og flottir. Atriðið mun svo enda á því að mér verður fleygt upp í loftið af seiðandi salsadönsurum sem grípa mig svo aftur nokkrum andartökum, yfirliðum og "óguðminngóður" síðar og mun ég falla ljúft í faðm þeirra...í spígati. Já, kæru landsmenn, brátt mun draumur okkar allra rætast.
Ég var alveg að missa mig úr hamingju áðan þegar ég sá hversu teygjanleg ég er orðin...allt þar til ég sá þetta myndband á youtube og áttað mig á því að fimleikaþrælar heimsins myndu hlægja að mér.
En bráðum koma blessuð jólin og spígatið með. Ef einhver ykkar ætlar að gerast svo góður að gefa mér jólagjöf þá langar mig mest í lítinn fimleikaþræl sem getur tyllt sér á bakið á mér, slitið á mér allar festingar og liðbönd og komið mér í spígat bara bing bara búmm!
Harðstjórinn með síða hárið...
Um leið og ég finn skanna einhversstaðar þá mun ég setja upp aðra auglýsingu, og nú með mynd.
Og svona til að leiðrétta allan misskilning sem átti sér stað með óð minn til hans hér að neðan, þá er þetta allt saman satt. Ég er bara svo ótrúlega góð í að ríma enda hef ég tíma til að híma og tala í síma og þarf því við ekkert að glíma. Vá töff.
En að öðru...
Brátt mun ég bresta út í dans og söng á götum bæjarins með lúðrasveit og gógódansara mér við hlið. Fólk mun bresta út í söng og dans hvar sem ég lít og allir verða ótrúlega samtaka og flottir. Atriðið mun svo enda á því að mér verður fleygt upp í loftið af seiðandi salsadönsurum sem grípa mig svo aftur nokkrum andartökum, yfirliðum og "óguðminngóður" síðar og mun ég falla ljúft í faðm þeirra...í spígati. Já, kæru landsmenn, brátt mun draumur okkar allra rætast.
Ég var alveg að missa mig úr hamingju áðan þegar ég sá hversu teygjanleg ég er orðin...allt þar til ég sá þetta myndband á youtube og áttað mig á því að fimleikaþrælar heimsins myndu hlægja að mér.
En bráðum koma blessuð jólin og spígatið með. Ef einhver ykkar ætlar að gerast svo góður að gefa mér jólagjöf þá langar mig mest í lítinn fimleikaþræl sem getur tyllt sér á bakið á mér, slitið á mér allar festingar og liðbönd og komið mér í spígat bara bing bara búmm!
miðvikudagur, 14. nóvember 2007
Einkamál
Ég auglýsi hér með eftir ungum pilt
sem á leikskóla mínum ég undi.
Við vorum pínulítil og rosa stillt
og kynntumst að ég held í sundi
Hvað hann heitir, enginn veit
en samband okkar varði þó lengi.
Svo ósköp rjóð og undirleit
dáðist ég að þessum unga drengi.
Ég allt það gerði, er bað hann um
og hann hvað sem er fyrir mig
ég mætti í skólann á sundbolnum
og fyrir mig hann pissaði á sig
Ó hið ljúfa líf sem við lifðum þá
á sitthvorri deild á sama kjarna
við kysstumst bless í gegnum gluggaskjá
og farið er ennþá þarna
Svo hvar er hann, sá ungi sveinn
sem á Fögrubrekku dvaldi
ertu kannski ekki einn
skilnaður á undanhaldi?
sem á leikskóla mínum ég undi.
Við vorum pínulítil og rosa stillt
og kynntumst að ég held í sundi
Hvað hann heitir, enginn veit
en samband okkar varði þó lengi.
Svo ósköp rjóð og undirleit
dáðist ég að þessum unga drengi.
Ég allt það gerði, er bað hann um
og hann hvað sem er fyrir mig
ég mætti í skólann á sundbolnum
og fyrir mig hann pissaði á sig
Ó hið ljúfa líf sem við lifðum þá
á sitthvorri deild á sama kjarna
við kysstumst bless í gegnum gluggaskjá
og farið er ennþá þarna
Svo hvar er hann, sá ungi sveinn
sem á Fögrubrekku dvaldi
ertu kannski ekki einn
skilnaður á undanhaldi?
þriðjudagur, 13. nóvember 2007
Nei ekkert vera að spila meira...
sögðu börnin á leikskólanum þegar kynnti fyrir þeim fiðluna mína í tónlistartíma í dag. Dásamlegt hvað þau eru hreinskilin.
Ég var að gera mér grein fyrir því í dag að ég hef lifað í blekkingu síðustu vikur. Ég hélt að ég þráði ekkert meira en að komast í splitt. Var búin að þróa með mér hinar ýmsustu leiðir til að teygja mig og toga en komst að því í leikfimi í dag að líf mitt hingað til hefur verið ein stór blekking. Ég hef alla tíð talið mér trú um það að splitt væri það þegar maður teygir lappirnar út til hliðanna en snýr beint fram, og að spígat væri það þegar maður teygði lappirnar fram og aftur og snéri að annarri löppinni. Fórnaralamb blekkingarinnar er nú upplýst og nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér. Splitt er fram og aftur og spígat sundur. Djöfullinn sjálfur.
En sem sagt...mig langar að komast í spígat.
Plötuútgáfan hefur frestast alltof lengi. Við erum að tala um þrjá mánuði. Þrír kvalarfullir mánuðir sem hafa haft í för með sér óendanlega röð aðdáenda, æpandi smábörn, óþolinmóða táninga og skelkuð gamalmenni. Ryk fallið á hljóðfærasafnið, upptökugræjurnar orðnar gamaldags og tíu litlir negrastrákar orðnir sjö.
Ég var að gera mér grein fyrir því í dag að ég hef lifað í blekkingu síðustu vikur. Ég hélt að ég þráði ekkert meira en að komast í splitt. Var búin að þróa með mér hinar ýmsustu leiðir til að teygja mig og toga en komst að því í leikfimi í dag að líf mitt hingað til hefur verið ein stór blekking. Ég hef alla tíð talið mér trú um það að splitt væri það þegar maður teygir lappirnar út til hliðanna en snýr beint fram, og að spígat væri það þegar maður teygði lappirnar fram og aftur og snéri að annarri löppinni. Fórnaralamb blekkingarinnar er nú upplýst og nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér. Splitt er fram og aftur og spígat sundur. Djöfullinn sjálfur.
En sem sagt...mig langar að komast í spígat.
Plötuútgáfan hefur frestast alltof lengi. Við erum að tala um þrjá mánuði. Þrír kvalarfullir mánuðir sem hafa haft í för með sér óendanlega röð aðdáenda, æpandi smábörn, óþolinmóða táninga og skelkuð gamalmenni. Ryk fallið á hljóðfærasafnið, upptökugræjurnar orðnar gamaldags og tíu litlir negrastrákar orðnir sjö.
mánudagur, 12. nóvember 2007
Fjallganga...
Hverjum datt í hug að segja að það væri ekkert mál að ganga á Helgarfell!?!
Ég lagði af stað í gærdag, grunlaus um hvað biði mín, hauslaus og hlægileg á litla ruminum mínum að fjallinu. Byrjaði ekki betur en svo að ég týndist í Heiðmörk. Þegar við komum loks að fjalllinu kom í ljós að þar er líka á, og 28 km gönguleið AÐ FJALLINU.
Óguðminngóður og við sem héldum að þetta tæki innan við hálftíma...
Rigning og rok og allt í volæði, Diljá á strigaskóm en áin krafðist vaðs og meira vesens. Göngugarpar með allar nýjustu græjurnar hópuðust í bíla sína, nú komnir niður af fjallinu. Klukkan var að ganga fimm og farið að myrkva. Við snerumst í hringi á bílastæðinu og smelltum nokkrum myndum af herlegheitunum þar sem ætlunin með fjallgöngunni var ekki skemmtun, heldur uppbætur fyrir alltof mikið skróp í skólaleikfimi.
Þegar ég kom heim, blaut og hrakin eftir heljarinnar fjallgöngu, hlógu foreldrar mínir að mér. Hvernig heldurðu að ÞÚ getir gengið á Helgarfell SVONA??Já..það var rétt...ég var á hettupeysu og leggings í fáránlega stórum gönguskóm. Það tekur allan daginn að ganga á fjallið, svona 5 tíma, hvað varstu að spá!?!
Ég veit ekki hvað ég var að spá. En ég er komin heim. Og á lífi. Það er gott.
föstudagur, 9. nóvember 2007
fimmtudagur, 8. nóvember 2007
Fólskuleg árás á gervihnattaöld
Þetta byrjaði allt sem lélegt túristagrín
Stingandi augnarráð hans fékk saklausa túristann til að hlægja
Og framdi verknaðinn....fólk æpti yfir sig, börnin grétu og gamlingjar féllu í yfirlið
Hann hafði gert það...honum hafði tekist það...hann...klippti á henni hárið
mánudagur, 5. nóvember 2007
Diskó-Sóley
Mig langar svo að komast í splitt! Ég er búin að teygja mig og toga, láta setjast á bakið á mér og ögra þyngdaraflinu en ekkert gengur. Vinstri fóturinn stendur sig mun verr. Hann þvertekur fyrir það að aðstoða mig við þessa nýju áráttu mína.
Ef það er einhver að leita að nýrri Sollu stirðu, eða kannski Sóley stirðu þá er ég til. Er alveg til í að bera bleika hárkollu og dáðst að skoppandi Scheving. Eins var ég að muna eftir barnabók og barnamynd sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil. Lata stelpan hét þetta og fjallaði um lata stelpu sem nennti ekki að taka til heima hjá sér og þrífa sig. Húsgögnin hennar og allt dótið gáfust upp á henni og gengu út. Undir þessu öllu saman dundi tregablandin klassísk tónlist sem minnti mig alltaf á ballett. Þegar ég lít í kringum mig þá get ég ekki annað en samsvarað mig henni. Að vísu á ég engan kúst sem lifnar við og gengur út og efast um að sængin mín komist út um svefnherbergisdyrnar fyrir drasli.
En ég á diskókúlu. Splunkunýja diskókúlu með mótor sem ég keypti í hinni margumtöluðu Toys 'R' Us. Guð minn góður ef það er ekki mesta vitleysa í heimi þá veit ég ekki hvað. Hef aldrei upplifað annað eins. Við vorum án gríns í 40 mínútur að komast að versluninni! Að maður skuli láta hafa sig í þetta...og fyrir nákvæmlega ekki neitt. Pínumeira dót, það er allt og sumt. Meira ruglið.
Það eina sem mig vantar núna er handlanginn herramaður til að setja hana upp, ekki skemmdi fyrir ef hann væri dansandi diskósjarmör með afró. Og ef hann gæti sest á bakið á mér og þrýst mér niður í splitt. Vá, en rómantískt!
Var þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsta utanaðkomandi pössunarpía Jóels Mána (sem varð einmitt eins árs síðastliðinn miðvikudag). Fékk fullt af barnamauki í hárið, kinnakrem á varirnar og eitt gott atsjú fyrir svefninn. Dásamlegt að eiga við góð börn, jafn dásamlegt og það er ömurlegt að eiga við erfið börn.
Ef það er einhver að leita að nýrri Sollu stirðu, eða kannski Sóley stirðu þá er ég til. Er alveg til í að bera bleika hárkollu og dáðst að skoppandi Scheving. Eins var ég að muna eftir barnabók og barnamynd sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítil. Lata stelpan hét þetta og fjallaði um lata stelpu sem nennti ekki að taka til heima hjá sér og þrífa sig. Húsgögnin hennar og allt dótið gáfust upp á henni og gengu út. Undir þessu öllu saman dundi tregablandin klassísk tónlist sem minnti mig alltaf á ballett. Þegar ég lít í kringum mig þá get ég ekki annað en samsvarað mig henni. Að vísu á ég engan kúst sem lifnar við og gengur út og efast um að sængin mín komist út um svefnherbergisdyrnar fyrir drasli.
En ég á diskókúlu. Splunkunýja diskókúlu með mótor sem ég keypti í hinni margumtöluðu Toys 'R' Us. Guð minn góður ef það er ekki mesta vitleysa í heimi þá veit ég ekki hvað. Hef aldrei upplifað annað eins. Við vorum án gríns í 40 mínútur að komast að versluninni! Að maður skuli láta hafa sig í þetta...og fyrir nákvæmlega ekki neitt. Pínumeira dót, það er allt og sumt. Meira ruglið.
Það eina sem mig vantar núna er handlanginn herramaður til að setja hana upp, ekki skemmdi fyrir ef hann væri dansandi diskósjarmör með afró. Og ef hann gæti sest á bakið á mér og þrýst mér niður í splitt. Vá, en rómantískt!
Var þess heiðurs aðnjótandi að vera fyrsta utanaðkomandi pössunarpía Jóels Mána (sem varð einmitt eins árs síðastliðinn miðvikudag). Fékk fullt af barnamauki í hárið, kinnakrem á varirnar og eitt gott atsjú fyrir svefninn. Dásamlegt að eiga við góð börn, jafn dásamlegt og það er ömurlegt að eiga við erfið börn.
föstudagur, 2. nóvember 2007
Já svona hundrað og sjötíu
1: Viltu hjálpa mér? sagði hún og klóraði sér í rassinum
2: Nei ég er upptekin, sagði hún og hljóp á vegg
1: Allt í lagi þá, sagði hún og blikkaði hana
2: Já..., sagði hún og blikkaði hana
ég elska leikhússport
fimmtudagur, 1. nóvember 2007
Mér þykir það leitt...
Ég þoli ekki þegar fólk ...
Mér þykir það leitt en þú varst því miður ekki valin
Mér þykir það leitt en þú stóðst því miður ekki settar kröfur
Mér þykir það leitt en við eigum þetta ekki til í þinni stærð
Mér þykir það leitt en ég finn ekki það sem þú leitar að
Mér þykir það leitt en þetta bara var að klárast
YKKUR ÞYKIR ÞAÐ EKKERT LEITT! Ykkur er alveg nákvæmlega sama og þessi gamli frasi sem virðist vera gjörsamlega óstöðvandi er bara einhver undankomuleið.
isspiss ég er hætt að hlusta á þetta rugl í ykkur og næst þegar einhver segir að honum þyki það leitt þá ætla ég að taka hann/hana afsíðis og halda smá einræðu yfir honum/henni.
og nú get ég glaðst því í dag á ég pening!!!! Vúhúúú
Mér þykir það leitt en þú varst því miður ekki valin
Mér þykir það leitt en þú stóðst því miður ekki settar kröfur
Mér þykir það leitt en við eigum þetta ekki til í þinni stærð
Mér þykir það leitt en ég finn ekki það sem þú leitar að
Mér þykir það leitt en þetta bara var að klárast
YKKUR ÞYKIR ÞAÐ EKKERT LEITT! Ykkur er alveg nákvæmlega sama og þessi gamli frasi sem virðist vera gjörsamlega óstöðvandi er bara einhver undankomuleið.
isspiss ég er hætt að hlusta á þetta rugl í ykkur og næst þegar einhver segir að honum þyki það leitt þá ætla ég að taka hann/hana afsíðis og halda smá einræðu yfir honum/henni.
og nú get ég glaðst því í dag á ég pening!!!! Vúhúúú
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)