miðvikudagur, 14. nóvember 2007

Einkamál

Ég auglýsi hér með eftir ungum pilt
sem á leikskóla mínum ég undi.
Við vorum pínulítil og rosa stillt
og kynntumst að ég held í sundi

Hvað hann heitir, enginn veit
en samband okkar varði þó lengi.
Svo ósköp rjóð og undirleit
dáðist ég að þessum unga drengi.

Ég allt það gerði, er bað hann um
og hann hvað sem er fyrir mig
ég mætti í skólann á sundbolnum
og fyrir mig hann pissaði á sig

Ó hið ljúfa líf sem við lifðum þá
á sitthvorri deild á sama kjarna
við kysstumst bless í gegnum gluggaskjá
og farið er ennþá þarna

Svo hvar er hann, sá ungi sveinn
sem á Fögrubrekku dvaldi
ertu kannski ekki einn
skilnaður á undanhaldi?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæææ. Sá þessa síðu hjá þér á msn og ákvað að kíkja við. Þvílík snilld sem þetta ljóð er! Haha - hugmyndaflugið í lagi allavega ;) Æi mér datt bara í hug að skilja eftir nokkrar línur :)
Kv. Unnur úr Hvaleyraskóla (svona in case að þú þekkir fleiri "Unnur")