Ég held, vona og þrái að núna sé ég að brenna stuttmyndina mína á disk. Veit ekki alveg hvað tölvan er að "processing" núna eins og hún orða það en ef ég er einstaklega heppin þá er hún að gera rétt.
Var að taka það saman hvað það tók marga tíma að gera þessa 12 mínútna löngu stuttmynd. Við erum að tala um það að ég fékk hugmyndina að því að gera þetta þarsíðustu helgi og því afskaplega lítill tími og nánast enginn peningur. En svona er þetta...fékk fólk til að leika og þó svo að ég hafi skrópað í fullt af tímum sökum svefnleysis, orðið fárveik og fengið nokkur taugaáföll þá var þetta svo sannarlega þess virði. Það tók s.s. um 30 klukkustundir að taka myndina upp (innifalið í því eru ferðir á milli tökustaða, undirbúningur fyrir tökur og grín og glens inn á milli) og síðan tók eftirvinnslan, sem ég sá einfarið um, aðrar 30 klukkustundir. Við erum að tala um 60 klukkustunda vinnu fyrir 12 mínútna mynd!!! Sjitt...ef ég hefði vitað þetta í upphafi hefði ég kannski hugsað mig tvisvar um, svona með tilliti til þess að prófin eru að skella á, æfingabúðir síðustu helgi, tvær vinnur og skóli sem þarf að sinna.
En þetta var stuð og þó svo að ég sé ótrúlega heilalaus og vart talandi núna þegar klukkan er að ganga þrjú um nótt, búin að vera að taka upp og klippa og vesenast síðan tvö í dag. Og það var eins í gær...vesen frá tvö til tvö. Dásamlegt.
miðvikudagur, 28. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli