Ó hve allt er dásamlegt allt í einu.
Tökurnar á stuttmyndinni minni, Hún, hafa gengið ótrúlega vel. Var að taka upp í allan dag, fyrst úti á Keili og í Keflavík og svo hérna í bænum. Komst að því að síróp og tveir staukar af matarlit er ekkert sérstaklega góð hugmynd þegar nýir bílar eru annars vegar. En hinsvegar er tómatsósa, tómatpúrra, neskaffi og akrýlmálning hið besta mál. Svakalegur kuldi, kvef, Keflvíkingar, peningaleysi, rifin föt, subb og gerviblóð úti um allt hafa einkennt tökur dagsins.
Býst við því að klára tökur á morgun eða hinn, sem er dásamlegt.
þriðjudagur, 20. nóvember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli