þriðjudagur, 11. desember 2007

Ómeðvituð ást?


var að vakna upp frá svakalegum draumi...verst bara að hann skuli ekki hafa verið alvöru.

Var að skemmta á einhverri jólaskemmtun sem Baktus og á móti mér var félagi minn að leika Karíus (gaman að segja frá því að ég skrifaði fyrst Kaktus). Við vorum uppi á sviði að borða sykur og tala við krakkana og ég var að spila á fiðluna mína. Svo þegar við erum búin förum uppí hús til að skipta um föt og þegar ég er komin úr hálfum búningnum opnast dyrnar og Hugh Grant kemur inn! Ég stend þarna hálfstjörf á leggings og hálfum Baktusbúningnum og stari á hann. Hann horfir á mig og kemur svo til mín (ég stóð uppi á smá palli) og bítur laust í hnéð á mér. Ég fríka út og spyr hvort einhver sé með myndavél og þá kemur einhver pía með vídjóvél og myndar þetta allt saman. Svo hættir Hugh að bíta og við hlægjum eitthvað að þessu og spjöllum saman. Svo spyr hann mig hvort ég geti aðstoðað hann aðeins og ég jánka við því enda neitar maður Hugh Grant ekki um aðstoð sína...eða þið vitið. Svo þegar komið er að því að hjálpa honum átti ég sem sagt að rúlla honum uppá svið því hann var að fara að halda eitthvað uppistand þar sem hann átti að koma rúllandi inn. Ég hjálpa honum að komast upp stigana og rúlla honum svo inná sviðið og um leið og ég sleppi af honum takinu og sný mér í átt að útganginum á sviðinu þá breytist ég í Geir Ólafs! Og ég var þarna Geir Ólafs í svona korter á meðan ég var að klæða mig úr búningnum. Sem var frábær upplifun...
Svo þegar ég er komin úr og Hugh búinn með uppistandið stendur hann þarna álengdar og horfir á mig, ég fer öll hjá mér og geng til hans og ætla að fara að tala við hann. Fatta þá mér til mikillar skeflingar að ég gleymdi að fara í föt og stend þarna á nærbuxunum einum. Hann hlær og segist aðeins þurfa að skreppa. Á meðan klæði ég mig og hugsa upp hvernig ég eigi nú að segja öllum sem ég þekki frá þessu öllu saman. Svo þegar ég er komin í fötin fer ég að skima eftir honum en finn hann hvergi. Og þá vakna ég.

Bömmer

Engin ummæli: