Í dag er ég hinsvegar búin að vera nokkuð dugleg. Tókst að lesa mig og glósa í gegnum 1000 powerpoint glærur sem tók alltof alltof langan tíma...en það gekk.
Hinsvegar er ég ekki búin að læra neitt undir frönsku sem ég er víst að fara í í fyrramálið. Búin að sannfæra sjálfan mig um það að í stað lærdóms sé betra að hlusta nógu oft á Ne me quitte pas, La mer og Edith Piaf. Svo er ég búin að vera mjög frönsk í hugsun og mjög petit í öllum hreyfingum. Vona að það skili mér góðu gengi í prófinu á morgun.
Nýtt æði hefur heltekið mig, vaknaði í morgun með stórkostlega löngun í að fara að æfa samkvæmisdans. Cha-cha-cha, Tangó og hvað þetta heitir nú allt saman. Sé það samt alveg fyrir mér, öll ástföngnu pörin dansandi að gefa hvort öðru undir fótinn á meðan ég, gellan sem mætti án félaga, dansa við kennarann sem er sjötug kona með úrelta hárgreiðslu. Þannig að...
dadararaddadaaaa
Ég auglýsi hér með eftir ungum herramanni sem er til í að dansa, og ekki væri nú verra ef hann kynni eitthvað smá fyrir sér í þeim efnum. Sjálf var ég nú á dansnámskeiði þegar ég var fimm ára...
Elle: Jean...Ne me quitte pas, je t'aime!
Il: Je dois aller mon amoureux...
Elle: Je mourrai si vous allez
Il: Alors vous devez mourir, je suis désolé
Elle: Non! Non...ne me quitte pas!
Il part...
Hún: Jean...Ekki fara frá mér, ég elska þig!
Hann: Ég verð að fara mín heittelskaða...
Hún: Ég dey ef þú ferð
Hann: Þá verðurðu að deyja, mér þykir það leitt
Hún: NEI! Nei...ekki yfirgefa mig!
Hann fer...
2 ummæli:
dó hún?
já
svo lifnaði hún aftur við
keypti sér popp og tyggjó
og var hipp og kúl það sem eftir var
sem var þó ekki langt
hún kafnaði á tyggjóinu
og poppið var of mikið
svo hún dó aftur
u.þ.b. korteri eftir að hún lifnaði við
æjæjæjæjæj
Skrifa ummæli