laugardagur, 22. desember 2007

Skollabuxur

...eru eitthvað sem ég man ekki hvað er.

En hinsvegar eru jól ekki á morgun heldur hinn. Það er eitthvað sem maður á seint að gleyma í þessu þjóðfélagi. Jólajólajóla...rosa stuð. Ég er ekki búin að gera neitt og er stolt af því. Búin að kaupa eina jólagjöf, ekki búin að taka til, ekki búin að skreyta almennilega og látið ykkur ekki detta í hug að ég fari að baka fyrir jólin.

En ég fékk pakka í gær!! Og fékk að opna hann strax. Flottasti jólapakki í heimi. Við erum alveg að tala um bleika diskókúlu sem er vekjaraklukka...og hún blikkar og spilar eitthvað lag til að vekja mann. Vá það verður ótrúlega mikið fjör hjá mér að vakna á morgnana framvegis.

Þetta verða þá kannski þrátt fyrir allt smá diskójól með Diskó-Sól(ey) í jólakjól...

Engin ummæli: