ÓJÁ
við erum að tala um það að ég gekk á Esjuna í dag, alla leið uppá TOPP á innan við tveimur tímum!! Ég er að springa úr stolti yfir því að vera lifandi og komin heim til mín...hélt án gríns að ég myndi steindrepast þarna þegar ég var að klöngrast uppá topp og horfði niður...sjiiiitt
en ég gat þetta og ég gerði þetta og ég er ofurhetja dagsins í dag!
og nú get ég líka notað frasann sem mig hefur alltaf langað til að nota: sjáðu tindinn, þarna fór ég!
vúhú
sunnudagur, 29. júní 2008
laugardagur, 28. júní 2008
Ég er fræg
ótrúlega fræg og var í útvarpinu í morgun.
Eins gott að þið hlustið!
---- http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4410753
"Rithöfundurinn og leikritaskáldið Guðrún Sóley Sigurðardóttir"
Eins gott að þið hlustið!
---- http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/?file=4410753
"Rithöfundurinn og leikritaskáldið Guðrún Sóley Sigurðardóttir"
fimmtudagur, 26. júní 2008
Geðveila
,,Ég vil láta lýsa það og svo vil ég ná því í tagl. Þú mátt ráða öllu öðru."
þetta voru fyrirmælin sem ég gaf hárgreiðsludömunni klukkan 17.05
klukkan 19.35 gekk ég út með hár niður á axlir (for sure) og algjör blondína
ég rétt næ því í tagl og er ljóshærð
smá taugaáfall en hey það er bara töff
móðir mín kallaði mig "unga dömu" áðan...það hefur hún aldrei áður gert nema í kaldhæðni.
tvær heimsóknir á hárgreiðslustofu á einum mánuði. Það eru jafn margar heimsóknir á hárgreiðslustofu og ég hafði farið á allri minni ævi. Hvað er að gerast!?
þetta voru fyrirmælin sem ég gaf hárgreiðsludömunni klukkan 17.05
klukkan 19.35 gekk ég út með hár niður á axlir (for sure) og algjör blondína
ég rétt næ því í tagl og er ljóshærð
smá taugaáfall en hey það er bara töff
móðir mín kallaði mig "unga dömu" áðan...það hefur hún aldrei áður gert nema í kaldhæðni.
tvær heimsóknir á hárgreiðslustofu á einum mánuði. Það eru jafn margar heimsóknir á hárgreiðslustofu og ég hafði farið á allri minni ævi. Hvað er að gerast!?
þriðjudagur, 24. júní 2008
Ónei
ég sá eitthvað hvítt út um gluggann í gær
það var stórt og hvítt og hreyfði sig mjöööög hægt, næstum ekki neitt, alveg eins og það ætti mjög erfitt með að hreyfa sig
svo heyrði ég hávært öskur
mjög djúp rödd
þá varð ég hrædd og hljóp til að athuga hverskonar ísbjörn þetta væri eiginlega
auðvitað löngu búin að kalla út þyrlur og björgunarsveitina
en svo kom bara í ljós að þetta var púðluhundur
ooo en sætt
það var stórt og hvítt og hreyfði sig mjöööög hægt, næstum ekki neitt, alveg eins og það ætti mjög erfitt með að hreyfa sig
svo heyrði ég hávært öskur
mjög djúp rödd
þá varð ég hrædd og hljóp til að athuga hverskonar ísbjörn þetta væri eiginlega
auðvitað löngu búin að kalla út þyrlur og björgunarsveitina
en svo kom bara í ljós að þetta var púðluhundur
ooo en sætt
mánudagur, 23. júní 2008
Aumingja ég
Fór að þvo bílinn hennar mömmu í dag, reyndar líka minn en.., sem væri ekki frásögufærandi nema hvað að það var gömul prúðbúin kona með uppsett hár og á hælaskóm að þvo sportbílinn sinn við hliðina á mér. Það eitt og sér var mjög fyndið. Þegar ég sá manninn hennar fannst mér þessar kringumstæður enn fyndnari því hann var inni í bíl í lopapeysu að reykja pípu. En allavega...ég steig útúr bílnum mínum og byrjaði að þvo hann. Eftir svona tvö skrúbb kom skyndilega hellidemba sem kom í köstum yfir mig, að framan og aftan, frá himnum og frá hliðunum. AHA gamla konan var sem sagt að ÞVO bílinn sinn og næsta nágrenni. Hún réði engan veginn við kústinn og var ekki að átta sig á því hvers vegna unga daman ég (já daman) væri svona hundblaut að þvo bílinn sinn. Maðurinn hennar sá þetta hinsvegar og barði í rúðuna með pípunni og benti á mig en kona hans heyrði hvorki né sá hann.
Ég ætlaði að skora á hana í blautbolskeppni en hætti skyndilega við þegar ég fór að sjá það allt saman fyrir mér. Freeekar subbulegt.
Þannig ég lét mér bara linda við þetta og naut þess að baða mig í sólskyninu rennblaut og þvo bílinn minn í leiðinni. Ég á samt ennþá eftir að klára að taka til í mínum eigin bíl og þrífa hann almennilega, og svo er öll íbúðin eftir...og við erum alveg að tala um ÖLL. Hún er gjörsamlega í rúst og ég á eftir að taka til, breyta henni allri og þrífa hana hátt og lágt....
Og ég sem lofaði að klára allt fyrir morgundaginn...
Ég ætlaði að skora á hana í blautbolskeppni en hætti skyndilega við þegar ég fór að sjá það allt saman fyrir mér. Freeekar subbulegt.
Þannig ég lét mér bara linda við þetta og naut þess að baða mig í sólskyninu rennblaut og þvo bílinn minn í leiðinni. Ég á samt ennþá eftir að klára að taka til í mínum eigin bíl og þrífa hann almennilega, og svo er öll íbúðin eftir...og við erum alveg að tala um ÖLL. Hún er gjörsamlega í rúst og ég á eftir að taka til, breyta henni allri og þrífa hana hátt og lágt....
Og ég sem lofaði að klára allt fyrir morgundaginn...
sunnudagur, 22. júní 2008
Aníta óskast
Ég fékk símtal í nótt frá manni sem var að leita að Anítu. Ég sagðist ekki vera Aníta. Hann sagðist hafa hringt vitlaust. Síðan kom stutt þögn. Mjög viðkunnalegur ungur maður hinum megin við tólið...símtólið.
Hann sagðist vera úti á sjó.
Úti á sjó? spurði ég.
Já, á árabát, sagði hann.
Árabát? sagði ég.
Já...sagði hann
Sjitt, sagði ég
Já...sagði hann
Viltu hjálp? sagði ég
Uu...neieeii þetta er allt í lagi, sagði hann
Ertu viss?
sagði ég
Jájá
sagði hann
svo kvaddi ungi maðurinn á árabátnum.
Hann sagðist vera úti á sjó.
Úti á sjó? spurði ég.
Já, á árabát, sagði hann.
Árabát? sagði ég.
Já...sagði hann
Sjitt, sagði ég
Já...sagði hann
Viltu hjálp? sagði ég
Uu...neieeii þetta er allt í lagi, sagði hann
Ertu viss?
sagði ég
Jájá
sagði hann
svo kvaddi ungi maðurinn á árabátnum.
laugardagur, 21. júní 2008
Ákvörðun nuðrövkÁ
ég ætla að gefa út ljóðabók
ljóta ljóðabók
ef þið viljið kaupa í forsölu og fá hana áritaða með lífssýni mínu þá commentið
hún mun ekki kosta meira en 1500 kall
ég lofa
engu...
ljóta ljóðabók
ef þið viljið kaupa í forsölu og fá hana áritaða með lífssýni mínu þá commentið
hún mun ekki kosta meira en 1500 kall
ég lofa
engu...
Hótel
ég er samt ekki á hóteli.
Aaaa ég er svo eirðarlaus að ég er að bilast. Nenni samt ekki að koma mér út úr húsi. Nenni ekki einu sinni að klæða mig.
Samt langar mig að fara út og sigra heiminn.
Úff.
En mér tókst samt að brjóta glas og semja ljóð. Það heitir Gömul sál og er svona:
stendur við búðarborðið
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og biður um sígó
afgreiðsludaman hlær og sýgur upp í nefið
spyr hversu gömul hún sé
fjögurra ára svarar sú stutta
eftir dálitla þögn
afgreiðsludaman ræskir sig
hún er kvefuð
neitar henni um sígó og segir bless
ég er gömul sál
gólar sú stutta
afgreiðsludaman snýst á hæli
fjögurra ára stendur við vegg
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og sígó
Aaaa ég er svo eirðarlaus að ég er að bilast. Nenni samt ekki að koma mér út úr húsi. Nenni ekki einu sinni að klæða mig.
Samt langar mig að fara út og sigra heiminn.
Úff.
En mér tókst samt að brjóta glas og semja ljóð. Það heitir Gömul sál og er svona:
stendur við búðarborðið
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og biður um sígó
afgreiðsludaman hlær og sýgur upp í nefið
spyr hversu gömul hún sé
fjögurra ára svarar sú stutta
eftir dálitla þögn
afgreiðsludaman ræskir sig
hún er kvefuð
neitar henni um sígó og segir bless
ég er gömul sál
gólar sú stutta
afgreiðsludaman snýst á hæli
fjögurra ára stendur við vegg
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og sígó
fimmtudagur, 19. júní 2008
mánudagur, 16. júní 2008
Komin heim úr dalnum góða
Úfff...það er erfitt að lýsa þessu en ég skal reyna.
Það var allt frábært, út í gegn. Ótrúlega krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ég var á, sem gerði mér kleift að gera hluti sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti gert. Lærði um helstu stefnurnar í leikhúsgeiranum og hvernig hægt er að vinna út frá þeim, bæði í æfingum og á sviði almennt. Ég hafði ekki hugmynd um hversu margir möguleikar eru í boði en þetta gaf mér klárlega góða innsýn inn í leikhúsheiminn og það sem honum býr að baki. Ótrúlega krefjandi bæði líkamlega og andlega. Harðsperrur og marblettir á ótrúlegustu stöðum og svo auðvitað gleði og grátur og allt þar á milli. Og váá hvað þetta gerði mér ótrúlega gott, styrktist bæði á líkamlega og andlega sviðinu og lærði alveg heilan haug. Frábær hópur á námskeiðinu og frábært fólk í dalnum. Hakkísakk, blak, fótbolti, sána, sund, óvissuferð, busavígsla, grill, kvöldvaka, leiklistarlágtíð, lokakvöld og endalaus gleði og skemmtun frá morgni til kvölds.
Ég gæti alveg farið dýpra í þetta fyrir ykkur en veit ekki hvort það myndi skila nokkru, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því sem á sér stað í þessum ótrúlega dal. "Ég kýs því fremur að þegja og bíða uns ég hef fundið hið rétta orð".
Ég er gjörsamlega úrvinda eftir mikið fjör og er búin að sofa meira og minna í allan dag. Var svo að fatta fyrir svona hálftíma að það er frídagur á morgun. Jibbí kóla ég get sofið!
Takk allir fyrir dásamlega viku!
Það var allt frábært, út í gegn. Ótrúlega krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ég var á, sem gerði mér kleift að gera hluti sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti gert. Lærði um helstu stefnurnar í leikhúsgeiranum og hvernig hægt er að vinna út frá þeim, bæði í æfingum og á sviði almennt. Ég hafði ekki hugmynd um hversu margir möguleikar eru í boði en þetta gaf mér klárlega góða innsýn inn í leikhúsheiminn og það sem honum býr að baki. Ótrúlega krefjandi bæði líkamlega og andlega. Harðsperrur og marblettir á ótrúlegustu stöðum og svo auðvitað gleði og grátur og allt þar á milli. Og váá hvað þetta gerði mér ótrúlega gott, styrktist bæði á líkamlega og andlega sviðinu og lærði alveg heilan haug. Frábær hópur á námskeiðinu og frábært fólk í dalnum. Hakkísakk, blak, fótbolti, sána, sund, óvissuferð, busavígsla, grill, kvöldvaka, leiklistarlágtíð, lokakvöld og endalaus gleði og skemmtun frá morgni til kvölds.
Ég gæti alveg farið dýpra í þetta fyrir ykkur en veit ekki hvort það myndi skila nokkru, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því sem á sér stað í þessum ótrúlega dal. "Ég kýs því fremur að þegja og bíða uns ég hef fundið hið rétta orð".
Ég er gjörsamlega úrvinda eftir mikið fjör og er búin að sofa meira og minna í allan dag. Var svo að fatta fyrir svona hálftíma að það er frídagur á morgun. Jibbí kóla ég get sofið!
Takk allir fyrir dásamlega viku!
föstudagur, 6. júní 2008
HVERN HEFÐI GRUNAÐ!?!?!!
og já nú vil ég viðbrögð!
ég sem sagt vaknaði í morgun með mesta hnút í hárinu sem ég hef nokkru sinni fengið. Við erum alveg að tala um dreadlocksklessur úti um ALLT. Meira að segja börnin í vinnunni sögðu oj og kölluðu mig Argintætu.
og svo kom ég heim á hádegi alveg í sjokki og makaði djúpnæringu og venjulegri næringu og öllum andskotanum í flækju dauðans...en allt kom fyrir ekki. Þá brunaði ég uppá hárgreiðslustofu (sem ég hef ekki stigið fæti inn síðan í lok 9. bekkjar) og æpti hjálp. Dömurnar þar ráku upp óp og sögðust aldrei hafa séð svona lagað.
Og svo reittu þær á mér hausinn og dæstu og reittu meira og úðuðu tonni af efni en allt kom fyrir ekki.
Svo...ÞÆR KLIPPTU ÞAÐ ALLT AF!!!!
og þetta er ekkert grín...ég er með hár niður á axlir og er í nettu sjokki, því eins og alþjóð veit hef ég verið með hár niður á rass síðan ég var sex ára.
og öss hvað ég er fín og sumarleg svona, á eftir að venjast þessu en hey það hlýtur að venjast eins og annað.
þetta vesen tók tvo tíma svo núna er ég að pakka og henda mér af stað. Er komin með þrjár risatöskur og fullt af aukadóti sem liggur laust til hliðar og kemst hvergi fyrir. úff...
Ég er farin í sveitina með stutta hárið mitt túrílúú
ég sem sagt vaknaði í morgun með mesta hnút í hárinu sem ég hef nokkru sinni fengið. Við erum alveg að tala um dreadlocksklessur úti um ALLT. Meira að segja börnin í vinnunni sögðu oj og kölluðu mig Argintætu.
og svo kom ég heim á hádegi alveg í sjokki og makaði djúpnæringu og venjulegri næringu og öllum andskotanum í flækju dauðans...en allt kom fyrir ekki. Þá brunaði ég uppá hárgreiðslustofu (sem ég hef ekki stigið fæti inn síðan í lok 9. bekkjar) og æpti hjálp. Dömurnar þar ráku upp óp og sögðust aldrei hafa séð svona lagað.
Og svo reittu þær á mér hausinn og dæstu og reittu meira og úðuðu tonni af efni en allt kom fyrir ekki.
Svo...ÞÆR KLIPPTU ÞAÐ ALLT AF!!!!
og þetta er ekkert grín...ég er með hár niður á axlir og er í nettu sjokki, því eins og alþjóð veit hef ég verið með hár niður á rass síðan ég var sex ára.
og öss hvað ég er fín og sumarleg svona, á eftir að venjast þessu en hey það hlýtur að venjast eins og annað.
þetta vesen tók tvo tíma svo núna er ég að pakka og henda mér af stað. Er komin með þrjár risatöskur og fullt af aukadóti sem liggur laust til hliðar og kemst hvergi fyrir. úff...
Ég er farin í sveitina með stutta hárið mitt túrílúú
Marxoulle
Úfff ég dó í nótt. Það kemur sjaldan fyrir að ég deyji alveg í draumum en í nótt þá dó ég alveg og vaknaði aftur til lífsins sem draugur. Þetta er samt allt í lagi því ég dó á mjög töff hátt, jábbs ég stal geimfari og var að prófa að fljúga því með Kristínu og Davíð. Það var rosa stuð og ég var að velta því fyrir mér hvernig fólk gæti fúnkerað í svona keri árum saman þegar Kristín allt í einu gólaði á mig að þegja, og um leið hætti skipið að virka og byrjaði að hrapa og hrapa. Þá sagði Kristín að þeir yngstu þyldu minnst og því myndi ég deyja fyrst, ég var fullkomlega undir það búin og voru lokaorð mín: Ég elska ykkur.
Ég á bók um sálarflakk og ég held ég hafi upplifað eitt slíkt í nótt. Þegar ég dó upplifði ég nefnielega þvílíkan skjálfta um allan líkamann og andköf sem sitja enn rosalega í mér. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði upp sem vofa var bók eftir heimspekinginn Marxouelle eða Marxouise...man ekki alveg hvað hann hét. Svo fór ég beint niður í leikhús og náði þar sambandi við Kristínu sem var ennþá lifandi og að leika einhverja vofu og ég fór að spjalla við hana og reyna að láta hana sjá mig og eitthvað.
En þetta með sálaflakkið er mjög spes tilfinning og núna, já ég veit að ég er klikkuð, væri ég hreint ekkert hissa á því ef fólk myndi ekki sjá mig, bara heyra í mér, því ég hefði jú dáið í geimslysi....
---
Jess það er innsláttarvilla í stjörnuspánni minni:
Naut: Þér finnst órökrétt og áhættusamt að fylgja innsæinu. Það er ekki fyrir kjarklausa. Ef þæu færð annan til starfs, muntu sjá hann vaxa við ábyrgðina.
---
Klukkan er 07.37 að staðartíma. Sturta og vinna til hádegis, síðan á ég eftir að pakka öllu og redda fullt af dóti. Og SÍÐAN verður lagt í hann. Svo ég kveð ykkur kæru lesendur, og við heyrumst að tíu dögum liðnum.
Túrlílúú og hafið það gott heima í rigningunni!
Ég á bók um sálarflakk og ég held ég hafi upplifað eitt slíkt í nótt. Þegar ég dó upplifði ég nefnielega þvílíkan skjálfta um allan líkamann og andköf sem sitja enn rosalega í mér. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði upp sem vofa var bók eftir heimspekinginn Marxouelle eða Marxouise...man ekki alveg hvað hann hét. Svo fór ég beint niður í leikhús og náði þar sambandi við Kristínu sem var ennþá lifandi og að leika einhverja vofu og ég fór að spjalla við hana og reyna að láta hana sjá mig og eitthvað.
En þetta með sálaflakkið er mjög spes tilfinning og núna, já ég veit að ég er klikkuð, væri ég hreint ekkert hissa á því ef fólk myndi ekki sjá mig, bara heyra í mér, því ég hefði jú dáið í geimslysi....
---
Jess það er innsláttarvilla í stjörnuspánni minni:
Naut: Þér finnst órökrétt og áhættusamt að fylgja innsæinu. Það er ekki fyrir kjarklausa. Ef þæu færð annan til starfs, muntu sjá hann vaxa við ábyrgðina.
---
Klukkan er 07.37 að staðartíma. Sturta og vinna til hádegis, síðan á ég eftir að pakka öllu og redda fullt af dóti. Og SÍÐAN verður lagt í hann. Svo ég kveð ykkur kæru lesendur, og við heyrumst að tíu dögum liðnum.
Túrlílúú og hafið það gott heima í rigningunni!
fimmtudagur, 5. júní 2008
Viðbjóður
Fyrst vil ég þakka þeim fjölmörgu aðdáendum mínum sem hafa nú látið ljós mitt skína og dáðst að yndisþokka mínum og ungdómi...eða þið vitið.
---
Mig dreymdi viðbjóðslegasta draum í heimi í nótt. Hann innihélt um það bil 10.000 gullfiska sem voru spriklandi úti um allt, bæði inni í búrum og utan þeirra. Úff...ég vaknaði með tárin í augunum og hjarta mitt hamaðist sem aldrei fyrr. (Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá eru gullfiskar það viðbjóðslegasta sem ég veit um og ekkert sem ég hræðist meira en þá)
Úfffpúff svo vaknaði ég upp með enn meiri hálsbólgu og hor, dreif mig í apótek og dópaði mig upp fyrir verslunarleiðangur með múttu. Verslaði frá mér allt vit, allt frá 990 krónum og uppí 9900 krónur...ójább ég hef ekki keypt mér svo dýra flík frá því ég var á Diesel-skeiðinu. En svo keypti ég líka praktíska hluti svona upp á móti eins og gullskó og hleðslutæki á 8.000 krónur.
Sjiiii
en allavega
það eru núna svona ca 20 tímar þangað til við leggjum í hann og enn á ég eftir að þvo fullt af þvotti, pakka, finna dót og versla meiiiraaa en ég er einmitt að leggja upp í þriggja tíma leiðangur akkúrat núna.
bless
(og hey þó ég sé að hrósa ykkur, aðdáendunum, þá verðiði samt að standa undir þessu hóli og halda áfram að skrifa)
---
Mig dreymdi viðbjóðslegasta draum í heimi í nótt. Hann innihélt um það bil 10.000 gullfiska sem voru spriklandi úti um allt, bæði inni í búrum og utan þeirra. Úff...ég vaknaði með tárin í augunum og hjarta mitt hamaðist sem aldrei fyrr. (Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá eru gullfiskar það viðbjóðslegasta sem ég veit um og ekkert sem ég hræðist meira en þá)
Úfffpúff svo vaknaði ég upp með enn meiri hálsbólgu og hor, dreif mig í apótek og dópaði mig upp fyrir verslunarleiðangur með múttu. Verslaði frá mér allt vit, allt frá 990 krónum og uppí 9900 krónur...ójább ég hef ekki keypt mér svo dýra flík frá því ég var á Diesel-skeiðinu. En svo keypti ég líka praktíska hluti svona upp á móti eins og gullskó og hleðslutæki á 8.000 krónur.
Sjiiii
en allavega
það eru núna svona ca 20 tímar þangað til við leggjum í hann og enn á ég eftir að þvo fullt af þvotti, pakka, finna dót og versla meiiiraaa en ég er einmitt að leggja upp í þriggja tíma leiðangur akkúrat núna.
bless
(og hey þó ég sé að hrósa ykkur, aðdáendunum, þá verðiði samt að standa undir þessu hóli og halda áfram að skrifa)
miðvikudagur, 4. júní 2008
Geðveila
Þá kom löggumann
og kyssti han..a..
og stakk henni beint oní rassvasann!
---
Eða þú veist...það hefði getað orðið þannig...ef við hefðum bara fengið örlítið næði frá bansettum umferðarreglunum. Ég er komin með hor í nös og verk í háls og óttast að ég sé að verða veik, sem er auðvitað stranglega bannað enda verður lagt í hann eftir u.þ.b. 40 klukkustundir (samkvæmt mínum útreikningum).
----
Vegna mikils misskilnings vil ég árétta það að Tulla er ekki raunverulegt nafn, heldur einungis listamannsnafn minnar ástkæru vinkonu, Tal-vin og Twisterfélaga, Elvu Daggar (Dögg..beygist yfir í Daggar, svona til að forðast allan misskilning á þeim bænum). Og Pussi er hið undurfagra listamannsnafnið mitt...og já það minnir óneitanlega á að pissa eða jafnvel eitthvað enn dónalegra sem við segjum ekki frá vegna hættu á lögsókn eða einhverju þvíumlíku.
----
Ég er búin að kaupa buxur (já BUXUR, ég í buxum er afar sjaldgæf sjón og aðeins útvaldir munu fá að njóta þess að sjá mig skoppast um hlíðar sveitarinnar, sveitta og sexy í buxnabrók) sem kostuðu mig fáránlega mikinn pening, en hey þú veist Nike, það er ótrúlega töff í sportvörubransanum.
Ooog ég keypti mér líka sjóarabol og kjúkling og bensín. Núna á ég bara eftir að kaupa og redda öllu hinu. Sem verður fjör. Er búin að fá frí í vinnunni fyrir hádegi svo ég verð á spani allan morguninn og svo beint eftir vinnu verður haldið í verslunarleiðangur ársins með Tullu, sem verður span útum allt, redda öllu og eyða eins fáum peningum í eins margar flíkur og hægt er. Vúhúúú partý ooon!
---
Og núna er ég komin í íþróttagallann, tilbúin í slaginn við óhreina þvottinn. Íhaaaa og afsakið hversu mikið ég hef tjáð mig hér síðustu daga, ég kenni undralyfjunum um. Svona Lísa í Undralandi undralyf með sveppamynd og rauðum exum. Eða þið vitið...
---
ps.
loksins veit ég hvað það þýðir að vera böðull. Búinn að velta þessu fyrir mér frá því ég man eftir mér, en aldrei þorað að spyrja. En núna veit ég það og veit líka að ég verð bráðum böðull. Hoho.
og kyssti han..a..
og stakk henni beint oní rassvasann!
---
Eða þú veist...það hefði getað orðið þannig...ef við hefðum bara fengið örlítið næði frá bansettum umferðarreglunum. Ég er komin með hor í nös og verk í háls og óttast að ég sé að verða veik, sem er auðvitað stranglega bannað enda verður lagt í hann eftir u.þ.b. 40 klukkustundir (samkvæmt mínum útreikningum).
----
Vegna mikils misskilnings vil ég árétta það að Tulla er ekki raunverulegt nafn, heldur einungis listamannsnafn minnar ástkæru vinkonu, Tal-vin og Twisterfélaga, Elvu Daggar (Dögg..beygist yfir í Daggar, svona til að forðast allan misskilning á þeim bænum). Og Pussi er hið undurfagra listamannsnafnið mitt...og já það minnir óneitanlega á að pissa eða jafnvel eitthvað enn dónalegra sem við segjum ekki frá vegna hættu á lögsókn eða einhverju þvíumlíku.
----
Ég er búin að kaupa buxur (já BUXUR, ég í buxum er afar sjaldgæf sjón og aðeins útvaldir munu fá að njóta þess að sjá mig skoppast um hlíðar sveitarinnar, sveitta og sexy í buxnabrók) sem kostuðu mig fáránlega mikinn pening, en hey þú veist Nike, það er ótrúlega töff í sportvörubransanum.
Ooog ég keypti mér líka sjóarabol og kjúkling og bensín. Núna á ég bara eftir að kaupa og redda öllu hinu. Sem verður fjör. Er búin að fá frí í vinnunni fyrir hádegi svo ég verð á spani allan morguninn og svo beint eftir vinnu verður haldið í verslunarleiðangur ársins með Tullu, sem verður span útum allt, redda öllu og eyða eins fáum peningum í eins margar flíkur og hægt er. Vúhúúú partý ooon!
---
Og núna er ég komin í íþróttagallann, tilbúin í slaginn við óhreina þvottinn. Íhaaaa og afsakið hversu mikið ég hef tjáð mig hér síðustu daga, ég kenni undralyfjunum um. Svona Lísa í Undralandi undralyf með sveppamynd og rauðum exum. Eða þið vitið...
---
ps.
loksins veit ég hvað það þýðir að vera böðull. Búinn að velta þessu fyrir mér frá því ég man eftir mér, en aldrei þorað að spyrja. En núna veit ég það og veit líka að ég verð bráðum böðull. Hoho.
Lífshætta
Ég er að fá taugaáfall
TVEIR dagar í skólann núna og ég á eftir að gera ALLT.
Það sem felst í þessu ALLT er m.a.:
-þvo öll fötin mín því þau eru annað hvort skítug, krumpuð eða með fjósalykt eða beljukúk á
-redda öllum fjármálum (sem felst í því að fara í hraðbanka)
-kaupa lyf (sem veldur tvítóla fóstri)
-versla kók og nammi og eitthvað meira
-versla sólgleraugu
-versla íþróttabuxur
-versla leggings
-versla föt yfir höfuð (s.s. yfir höfuð= kjóla, síða boli osfr..)
-versla gúmmítúttur
-klára að prjóna (sem tekur mig svona sjö aldir miðað við hvað ég er búin að vera lengi að þessu og lítið farið að sjást á helvítis flíkinni)
-finna fullt af dóti og fötum
-kaupa spólur í vídjóvél
-kaupa hleðslutæki
og síðast en ekki síst: pakka, gera mig til, tékka á öllu og fokksjittfokk ég er að vinna 9-5 á morgun og hinn og til hádegis hinn og svo keyrum við út úr bænum!!
---
hversu lengi getur tími hjá tannlækni dregist? það er alltaf góð afsökun....
---
en annars ég verð að útskýra lífshættuna...
ég var sem sagt næstum dáin í dag
morðóð kýr réðst á mig, gleypti hálfa peysuna mína og gerðist svo skæð að sleikja á mér rassinn, bakið og hnakkann allveg svo ég sat eftir öll blaut á botninum með sællega kýr við hlið mér. svo baulaði hún eins og Búkolla og sprændi svo við hliðina á mér svo það skvettist upp um mig alla. um leið kom ég auga á könguló en ég hata köngulær og var næstum dáin útaf þessu öllu saman.
þetta er ekkert grín.
TVEIR dagar í skólann núna og ég á eftir að gera ALLT.
Það sem felst í þessu ALLT er m.a.:
-þvo öll fötin mín því þau eru annað hvort skítug, krumpuð eða með fjósalykt eða beljukúk á
-redda öllum fjármálum (sem felst í því að fara í hraðbanka)
-kaupa lyf (sem veldur tvítóla fóstri)
-versla kók og nammi og eitthvað meira
-versla sólgleraugu
-versla íþróttabuxur
-versla leggings
-versla föt yfir höfuð (s.s. yfir höfuð= kjóla, síða boli osfr..)
-versla gúmmítúttur
-klára að prjóna (sem tekur mig svona sjö aldir miðað við hvað ég er búin að vera lengi að þessu og lítið farið að sjást á helvítis flíkinni)
-finna fullt af dóti og fötum
-kaupa spólur í vídjóvél
-kaupa hleðslutæki
og síðast en ekki síst: pakka, gera mig til, tékka á öllu og fokksjittfokk ég er að vinna 9-5 á morgun og hinn og til hádegis hinn og svo keyrum við út úr bænum!!
---
hversu lengi getur tími hjá tannlækni dregist? það er alltaf góð afsökun....
---
en annars ég verð að útskýra lífshættuna...
ég var sem sagt næstum dáin í dag
morðóð kýr réðst á mig, gleypti hálfa peysuna mína og gerðist svo skæð að sleikja á mér rassinn, bakið og hnakkann allveg svo ég sat eftir öll blaut á botninum með sællega kýr við hlið mér. svo baulaði hún eins og Búkolla og sprændi svo við hliðina á mér svo það skvettist upp um mig alla. um leið kom ég auga á könguló en ég hata köngulær og var næstum dáin útaf þessu öllu saman.
þetta er ekkert grín.
mánudagur, 2. júní 2008
Ummm...grunsamlegt?
Lyfið getur valdið karlkynseinkennum hjá kvenfóstri.
---
Þannig...ef ég væri ólétt...þá myndi ég líklega eignast...stelpstrák...sem hefur verið langþráður draumur.
---
Finnst engum þetta fyndið nema mér?
---
Bráðum þrír dagar....fuck
---
Þannig...ef ég væri ólétt...þá myndi ég líklega eignast...stelpstrák...sem hefur verið langþráður draumur.
---
Finnst engum þetta fyndið nema mér?
---
Bráðum þrír dagar....fuck
sunnudagur, 1. júní 2008
Náttföt og namm namm
Óóó
baaaa baaaa, baba, babba og babababa eru allt mjööög ólíkir hlutir. Þetta lærði ég í gær og í morgun.
Náttfatapartí með öllu tilheyrandi: Tulla, krílið, lifrakæfa, kók (samt ekki saman, það er ógeð), Stella í orlofi...og að sjálfsögðu náttföt. Alveg dásamlegt að slaka smá á, kroppa hor úr augabrúnum, stíga í lifrakæfu og kenna litla krílinu að vera ótrúlega töff, krossleggja arma og segja; WHAT'S UP???
Svo er ég búin að segja Gugga í öðru hverju orði, enda verður hann sá eini sem mun mega kalla mig það með mínu leyfi. Hugsa að Gugga sé líkara Baba og Babababa heldur en Guðrún...
Og viti menn! Í gærkvöldi, þegar hann átti að fara að sofa, heyrði ég "Gúgga, Gúgga, Gúgga" óma fram á gang út úr svefnherberginu. Það var dásamlegt og yljaði mér um hjartarætur, þó svo að þetta líktist óneitanlega hinum vel þekkta frasa "Kúka, kúka, kúka". En hey...
Dagurinn í dag verður dásamlegur. Ætlum að fara og kíkja í leikhús á vini okkar og svo verður haldið í heljarinnar verslunarleiðangur, því eins og alþjóð veit eru aðeins fimm dagar í BÍL.
Ekki halda samt að dagurinn hafi verið að hefjast núna, óóneii hann hófst klukkan sex við "gagagaga" í litla kút sem svo sofnaði aðeins og vaknaði svo aftur um átta og þá tók Pussi við pössuninni (haha Pussi passar) svo Tulla gæti sofið smá. Krílið gúffaði í sig heilsusamlegum morgunmat a la Pussi, brauðstöngum, sósu, kæfu og epladjús...eða "nammnamm". Þá tók kúrerí og áhorf á hina geysivinsælu og æsispennandi stubbamynd "Uppáhaldsdótið" sem er um það bil það heiladauðasta sem ég hef hort á fyrir utan Disney Chanel...en kannski er ég bara svona ofboðslega ofþroskuð fyrir þetta frábæra efni...eða þá kannski óþroskuð. Hmm...
Allavega, kúrðum og keluðum yfir stubbunum þangað til litli stubburinn fattaði allt í einu að hann væri að knúsast með einhverri annarri kellu en mömmu sinni. Þá löðrungaði hann mig, setti neðri vörina fram og æpti "MAMA" eins hátt og hann gat. Og þá tók við leikurinn "Ég vil fá mömmu - þú færð hana ekki" sem endaði auðvitað þannig að ég skíttapaði, enda ekki eins úthaldsgóð og lúmsk eins og leikmaður númer eitt. Og núna eru þau að lúlla sér í smá stund áður en við leggjum af stað út í daginn...og ég sit ein og yfirgefin við gluggann...engin mamma og enginn sem er hér til þess að veita væli mínu athygli. Snökt.
En burt með væl og volæði því HÉR VERÐUR ÁÐ! (þið sem ekki skiljið þetta, leiðinlegt fyrir ykkur...því ég skil ójá)
FIMM DAGAR Í SKÓLANN! Úfff...á morgun verða fjórir, svo þrír, svo tveir, svo einn...og þá bakka Tulla og Pussi úr hlaði með úttroðinn bíl af hamingju. Ójá!
Og ekki örvænta, ef þið eruð svo einstaklega óheppin að missa af herlegheitunum...ÞVÍ...þetta mun allt saman fást á dvd í verslunum um land allt!!! Hvaða verslanir það verða, veit ég ekki, en einhverjar verða þær. Ójá!!
---
Mín einkar ástkæra vinkona, Kristín Rós - betur þekkt sem Grín-Kristín, er formlega orðin fullorðin og gott betur. Hún fagnar nú 75 ára...ég meina...25 ára afmæli sínu með ofurhetjunni Robin og ástmanni sínum Allsbert í New York. Ég vil senda henni fjórfallt húrra og flöskuskeyti yfir heimsins höf, ásamt einum blautum kossi. Til hamingju með afmælið gamla mín!!
---
Úff mér er illt í maganum og ætla að fara og fá mér smá lúr...
OG HEY ÞIÐ ÓGEÐSLEGA TÖFF FÓLK SEM ERUÐ AÐ HEIMSÆKJA SÍÐUNA MÍNA GETIÐI VINSAMLEGAST SKRIFAÐ COMMENT KANNSKI EINU SINNI HALLÓ ANNARS FER ÉG A TAUGUM
takk
ps.
það kom ógeðslega sætur gaur í lopapeysu í heimsókn til okkar Tullu í gær að spyrja hvort við ættum bílana sem hefði verið lagt ólöglega eða eitthvað og Tulla bara "neeeii...Guðrún?" og ég kom því ég heiti Guðrún, og söngur ómaði í hjarta mínu og englunum bókstaflega rigndi niður á mig þegar hann brosti og þuldi upp undursamleg..bílnúmerin. Slefandi krílið á mjöðminni á mér gerði mig bersýnilega mjöög skjótt að ungri, þroskaðri, sjálfstæðri og duglegri húsmóður, sem væri þó orðin svolítið þreytt á hversdagsleikanum og vantaði upplyftingu í líf sitt, þó ekki nema í formi...ástar?
baaaa baaaa, baba, babba og babababa eru allt mjööög ólíkir hlutir. Þetta lærði ég í gær og í morgun.
Náttfatapartí með öllu tilheyrandi: Tulla, krílið, lifrakæfa, kók (samt ekki saman, það er ógeð), Stella í orlofi...og að sjálfsögðu náttföt. Alveg dásamlegt að slaka smá á, kroppa hor úr augabrúnum, stíga í lifrakæfu og kenna litla krílinu að vera ótrúlega töff, krossleggja arma og segja; WHAT'S UP???
Svo er ég búin að segja Gugga í öðru hverju orði, enda verður hann sá eini sem mun mega kalla mig það með mínu leyfi. Hugsa að Gugga sé líkara Baba og Babababa heldur en Guðrún...
Og viti menn! Í gærkvöldi, þegar hann átti að fara að sofa, heyrði ég "Gúgga, Gúgga, Gúgga" óma fram á gang út úr svefnherberginu. Það var dásamlegt og yljaði mér um hjartarætur, þó svo að þetta líktist óneitanlega hinum vel þekkta frasa "Kúka, kúka, kúka". En hey...
Dagurinn í dag verður dásamlegur. Ætlum að fara og kíkja í leikhús á vini okkar og svo verður haldið í heljarinnar verslunarleiðangur, því eins og alþjóð veit eru aðeins fimm dagar í BÍL.
Ekki halda samt að dagurinn hafi verið að hefjast núna, óóneii hann hófst klukkan sex við "gagagaga" í litla kút sem svo sofnaði aðeins og vaknaði svo aftur um átta og þá tók Pussi við pössuninni (haha Pussi passar) svo Tulla gæti sofið smá. Krílið gúffaði í sig heilsusamlegum morgunmat a la Pussi, brauðstöngum, sósu, kæfu og epladjús...eða "nammnamm". Þá tók kúrerí og áhorf á hina geysivinsælu og æsispennandi stubbamynd "Uppáhaldsdótið" sem er um það bil það heiladauðasta sem ég hef hort á fyrir utan Disney Chanel...en kannski er ég bara svona ofboðslega ofþroskuð fyrir þetta frábæra efni...eða þá kannski óþroskuð. Hmm...
Allavega, kúrðum og keluðum yfir stubbunum þangað til litli stubburinn fattaði allt í einu að hann væri að knúsast með einhverri annarri kellu en mömmu sinni. Þá löðrungaði hann mig, setti neðri vörina fram og æpti "MAMA" eins hátt og hann gat. Og þá tók við leikurinn "Ég vil fá mömmu - þú færð hana ekki" sem endaði auðvitað þannig að ég skíttapaði, enda ekki eins úthaldsgóð og lúmsk eins og leikmaður númer eitt. Og núna eru þau að lúlla sér í smá stund áður en við leggjum af stað út í daginn...og ég sit ein og yfirgefin við gluggann...engin mamma og enginn sem er hér til þess að veita væli mínu athygli. Snökt.
En burt með væl og volæði því HÉR VERÐUR ÁÐ! (þið sem ekki skiljið þetta, leiðinlegt fyrir ykkur...því ég skil ójá)
FIMM DAGAR Í SKÓLANN! Úfff...á morgun verða fjórir, svo þrír, svo tveir, svo einn...og þá bakka Tulla og Pussi úr hlaði með úttroðinn bíl af hamingju. Ójá!
Og ekki örvænta, ef þið eruð svo einstaklega óheppin að missa af herlegheitunum...ÞVÍ...þetta mun allt saman fást á dvd í verslunum um land allt!!! Hvaða verslanir það verða, veit ég ekki, en einhverjar verða þær. Ójá!!
---
Mín einkar ástkæra vinkona, Kristín Rós - betur þekkt sem Grín-Kristín, er formlega orðin fullorðin og gott betur. Hún fagnar nú 75 ára...ég meina...25 ára afmæli sínu með ofurhetjunni Robin og ástmanni sínum Allsbert í New York. Ég vil senda henni fjórfallt húrra og flöskuskeyti yfir heimsins höf, ásamt einum blautum kossi. Til hamingju með afmælið gamla mín!!
---
Úff mér er illt í maganum og ætla að fara og fá mér smá lúr...
OG HEY ÞIÐ ÓGEÐSLEGA TÖFF FÓLK SEM ERUÐ AÐ HEIMSÆKJA SÍÐUNA MÍNA GETIÐI VINSAMLEGAST SKRIFAÐ COMMENT KANNSKI EINU SINNI HALLÓ ANNARS FER ÉG A TAUGUM
takk
ps.
það kom ógeðslega sætur gaur í lopapeysu í heimsókn til okkar Tullu í gær að spyrja hvort við ættum bílana sem hefði verið lagt ólöglega eða eitthvað og Tulla bara "neeeii...Guðrún?" og ég kom því ég heiti Guðrún, og söngur ómaði í hjarta mínu og englunum bókstaflega rigndi niður á mig þegar hann brosti og þuldi upp undursamleg..bílnúmerin. Slefandi krílið á mjöðminni á mér gerði mig bersýnilega mjöög skjótt að ungri, þroskaðri, sjálfstæðri og duglegri húsmóður, sem væri þó orðin svolítið þreytt á hversdagsleikanum og vantaði upplyftingu í líf sitt, þó ekki nema í formi...ástar?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)