Úfff...það er erfitt að lýsa þessu en ég skal reyna.
Það var allt frábært, út í gegn. Ótrúlega krefjandi og skemmtilegt námskeið sem ég var á, sem gerði mér kleift að gera hluti sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti gert. Lærði um helstu stefnurnar í leikhúsgeiranum og hvernig hægt er að vinna út frá þeim, bæði í æfingum og á sviði almennt. Ég hafði ekki hugmynd um hversu margir möguleikar eru í boði en þetta gaf mér klárlega góða innsýn inn í leikhúsheiminn og það sem honum býr að baki. Ótrúlega krefjandi bæði líkamlega og andlega. Harðsperrur og marblettir á ótrúlegustu stöðum og svo auðvitað gleði og grátur og allt þar á milli. Og váá hvað þetta gerði mér ótrúlega gott, styrktist bæði á líkamlega og andlega sviðinu og lærði alveg heilan haug. Frábær hópur á námskeiðinu og frábært fólk í dalnum. Hakkísakk, blak, fótbolti, sána, sund, óvissuferð, busavígsla, grill, kvöldvaka, leiklistarlágtíð, lokakvöld og endalaus gleði og skemmtun frá morgni til kvölds.
Ég gæti alveg farið dýpra í þetta fyrir ykkur en veit ekki hvort það myndi skila nokkru, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því sem á sér stað í þessum ótrúlega dal. "Ég kýs því fremur að þegja og bíða uns ég hef fundið hið rétta orð".
Ég er gjörsamlega úrvinda eftir mikið fjör og er búin að sofa meira og minna í allan dag. Var svo að fatta fyrir svona hálftíma að það er frídagur á morgun. Jibbí kóla ég get sofið!
Takk allir fyrir dásamlega viku!
mánudagur, 16. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli