og já nú vil ég viðbrögð!
ég sem sagt vaknaði í morgun með mesta hnút í hárinu sem ég hef nokkru sinni fengið. Við erum alveg að tala um dreadlocksklessur úti um ALLT. Meira að segja börnin í vinnunni sögðu oj og kölluðu mig Argintætu.
og svo kom ég heim á hádegi alveg í sjokki og makaði djúpnæringu og venjulegri næringu og öllum andskotanum í flækju dauðans...en allt kom fyrir ekki. Þá brunaði ég uppá hárgreiðslustofu (sem ég hef ekki stigið fæti inn síðan í lok 9. bekkjar) og æpti hjálp. Dömurnar þar ráku upp óp og sögðust aldrei hafa séð svona lagað.
Og svo reittu þær á mér hausinn og dæstu og reittu meira og úðuðu tonni af efni en allt kom fyrir ekki.
Svo...ÞÆR KLIPPTU ÞAÐ ALLT AF!!!!
og þetta er ekkert grín...ég er með hár niður á axlir og er í nettu sjokki, því eins og alþjóð veit hef ég verið með hár niður á rass síðan ég var sex ára.
og öss hvað ég er fín og sumarleg svona, á eftir að venjast þessu en hey það hlýtur að venjast eins og annað.
þetta vesen tók tvo tíma svo núna er ég að pakka og henda mér af stað. Er komin með þrjár risatöskur og fullt af aukadóti sem liggur laust til hliðar og kemst hvergi fyrir. úff...
Ég er farin í sveitina með stutta hárið mitt túrílúú
föstudagur, 6. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
geturðu ekki notað afganginn í hákollur fyrir leikfélagið... Ég er viss um að þú ert alveg svakalega sæt, og bíð spenntur eftir myndum.
já ef við þurfum einhverntíma skolhærðan rastafara þá er þetta fullkomið tækifæri til hárkollugerðar!
en jújú ég er alveg ótrúlega sæt og búin að stúdera allar helstu hársveiflurnar og taktana til að worka þetta sem best
langar samt að klippa það meira og í svona tíu sekúndur hvarflaði það að mér að raka það allt af
í skólanum...
Skrifa ummæli