föstudagur, 6. júní 2008

Marxoulle

Úfff ég dó í nótt. Það kemur sjaldan fyrir að ég deyji alveg í draumum en í nótt þá dó ég alveg og vaknaði aftur til lífsins sem draugur. Þetta er samt allt í lagi því ég dó á mjög töff hátt, jábbs ég stal geimfari og var að prófa að fljúga því með Kristínu og Davíð. Það var rosa stuð og ég var að velta því fyrir mér hvernig fólk gæti fúnkerað í svona keri árum saman þegar Kristín allt í einu gólaði á mig að þegja, og um leið hætti skipið að virka og byrjaði að hrapa og hrapa. Þá sagði Kristín að þeir yngstu þyldu minnst og því myndi ég deyja fyrst, ég var fullkomlega undir það búin og voru lokaorð mín: Ég elska ykkur.

Ég á bók um sálarflakk og ég held ég hafi upplifað eitt slíkt í nótt. Þegar ég dó upplifði ég nefnielega þvílíkan skjálfta um allan líkamann og andköf sem sitja enn rosalega í mér. Það fyrsta sem ég sá þegar ég vaknaði upp sem vofa var bók eftir heimspekinginn Marxouelle eða Marxouise...man ekki alveg hvað hann hét. Svo fór ég beint niður í leikhús og náði þar sambandi við Kristínu sem var ennþá lifandi og að leika einhverja vofu og ég fór að spjalla við hana og reyna að láta hana sjá mig og eitthvað.

En þetta með sálaflakkið er mjög spes tilfinning og núna, já ég veit að ég er klikkuð, væri ég hreint ekkert hissa á því ef fólk myndi ekki sjá mig, bara heyra í mér, því ég hefði jú dáið í geimslysi....

---

Jess það er innsláttarvilla í stjörnuspánni minni:

Naut: Þér finnst órökrétt og áhættusamt að fylgja innsæinu. Það er ekki fyrir kjarklausa. Ef þæu færð annan til starfs, muntu sjá hann vaxa við ábyrgðina.
---

Klukkan er 07.37 að staðartíma. Sturta og vinna til hádegis, síðan á ég eftir að pakka öllu og redda fullt af dóti. Og SÍÐAN verður lagt í hann. Svo ég kveð ykkur kæru lesendur, og við heyrumst að tíu dögum liðnum.

Túrlílúú og hafið það gott heima í rigningunni!

Engin ummæli: