laugardagur, 21. júní 2008

Hótel

ég er samt ekki á hóteli.

Aaaa ég er svo eirðarlaus að ég er að bilast. Nenni samt ekki að koma mér út úr húsi. Nenni ekki einu sinni að klæða mig.

Samt langar mig að fara út og sigra heiminn.

Úff.

En mér tókst samt að brjóta glas og semja ljóð. Það heitir Gömul sál og er svona:

stendur við búðarborðið
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og biður um sígó

afgreiðsludaman hlær og sýgur upp í nefið
spyr hversu gömul hún sé

fjögurra ára svarar sú stutta
eftir dálitla þögn

afgreiðsludaman ræskir sig
hún er kvefuð
neitar henni um sígó og segir bless

ég er gömul sál
gólar sú stutta
afgreiðsludaman snýst á hæli

fjögurra ára stendur við vegg
lítil og ljóshærð
með eitt tígó og sígó

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

love it