mánudagur, 12. nóvember 2007

Fjallganga...

Hverjum datt í hug að segja að það væri ekkert mál að ganga á Helgarfell!?!


Ég lagði af stað í gærdag, grunlaus um hvað biði mín, hauslaus og hlægileg á litla ruminum mínum að fjallinu. Byrjaði ekki betur en svo að ég týndist í Heiðmörk. Þegar við komum loks að fjalllinu kom í ljós að þar er líka á, og 28 km gönguleið AÐ FJALLINU.


Óguðminngóður og við sem héldum að þetta tæki innan við hálftíma...

Rigning og rok og allt í volæði, Diljá á strigaskóm en áin krafðist vaðs og meira vesens. Göngugarpar með allar nýjustu græjurnar hópuðust í bíla sína, nú komnir niður af fjallinu. Klukkan var að ganga fimm og farið að myrkva. Við snerumst í hringi á bílastæðinu og smelltum nokkrum myndum af herlegheitunum þar sem ætlunin með fjallgöngunni var ekki skemmtun, heldur uppbætur fyrir alltof mikið skróp í skólaleikfimi.


Þegar ég kom heim, blaut og hrakin eftir heljarinnar fjallgöngu, hlógu foreldrar mínir að mér. Hvernig heldurðu að ÞÚ getir gengið á Helgarfell SVONA??Já..það var rétt...ég var á hettupeysu og leggings í fáránlega stórum gönguskóm. Það tekur allan daginn að ganga á fjallið, svona 5 tíma, hvað varstu að spá!?!


Ég veit ekki hvað ég var að spá. En ég er komin heim. Og á lífi. Það er gott.


3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

takk fyrir góða ferð stelpa! endurtökum þetta einhvern tímann...:D hahaha eða ekki!;D mwuahh kossar á þig!<3

Nafnlaus sagði...

Í Vestmannaeyjum er líka Helgafell, og það er hægt að ganga í mun styttri tíma, þarft bara að koma þér þangað. Ökuferð í Þorlákshöfn, ferð með herjólfi, ökuferð upp að Helgafelli og gangan upp ca fjórir og hálfur tími.

Guðrún Sóley Sigurðardóttir sagði...

vá..það er ekkert flókið