þriðjudagur, 13. nóvember 2007

Nei ekkert vera að spila meira...

sögðu börnin á leikskólanum þegar kynnti fyrir þeim fiðluna mína í tónlistartíma í dag. Dásamlegt hvað þau eru hreinskilin.

Ég var að gera mér grein fyrir því í dag að ég hef lifað í blekkingu síðustu vikur. Ég hélt að ég þráði ekkert meira en að komast í splitt. Var búin að þróa með mér hinar ýmsustu leiðir til að teygja mig og toga en komst að því í leikfimi í dag að líf mitt hingað til hefur verið ein stór blekking. Ég hef alla tíð talið mér trú um það að splitt væri það þegar maður teygir lappirnar út til hliðanna en snýr beint fram, og að spígat væri það þegar maður teygði lappirnar fram og aftur og snéri að annarri löppinni. Fórnaralamb blekkingarinnar er nú upplýst og nú veit ég að ég hafði rangt fyrir mér. Splitt er fram og aftur og spígat sundur. Djöfullinn sjálfur.

En sem sagt...mig langar að komast í spígat.

Plötuútgáfan hefur frestast alltof lengi. Við erum að tala um þrjá mánuði. Þrír kvalarfullir mánuðir sem hafa haft í för með sér óendanlega röð aðdáenda, æpandi smábörn, óþolinmóða táninga og skelkuð gamalmenni. Ryk fallið á hljóðfærasafnið, upptökugræjurnar orðnar gamaldags og tíu litlir negrastrákar orðnir sjö.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

VO! Eg hef lifad i somu blekkingu og thu oll thessi ar! Djofullinn sjalfur. Getum vid ekki bara lifad i blekkingu saman. Og verid gudir.

Nafnlaus sagði...

skemmtilegt orð spígat, hvaðan kemur það, er það gat sem spíar. eða SP í gat, og hvað er þá sp? Og hvað kemur það fimleikum við?