Svolítið skondið að ég hafi komist í gegnum þessa önn án þess að kaupa eina einustu skólabók. Það hefur falið í sér gríðarlegan sparnað og ánægju meðal fátæku námskvinnunnar. Tvö próf ekki á morgun heldur hinn og enn er ég ekki byrjuð að læra.
Gefur kannski til kynna áhuga minn á skólanum...
En núna er ég búin að ákveða hvað ég ætla að gera (örugglega í hundraðasta skipti...). Tók góðan tíma í það að skoða skóla úti í heimi í gær og er búin að prenta út fjöldann allan af umsóknum (eða reyndar enga, fattaði nefnilega að ég á ekki prentara...en þetta hljómar rosa vel; prenta út fjöldann allan af umsóknum, svo ég leyfi því að standa) og orðin mega spennt.
Ætli ég byrji ekki í skólanum á næstu önn og sjái svo bara til hvað gerist...
Annars væri nú alveg ágætt og vel viðunandi ef einhver myndi sjá sóma sinn í því að rita nafn sitt hér að neðan og tilkynna um komu sína á þetta annars líka ágæta vefsvæði...
mánudagur, 3. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
hehe snilld að þú hafir ekki keypt bækur! Ég man einmitt eftir því að ég opnaði mínar bækur eiginlega aldrei þegar ég var í framhaldsskóla! Þetta eru bara óþarfa peningaútlát!
Og þessi diskur er mega góður!
pff.. ætla ekkert að tilkynna kom mína neitt ef þú ert bara með eitthvað skítkast á minni síðu :(
jei það er komið fólk!
sjúbbídei og lífið hefur fengið tilgang að nýju
hey Jenný ekki áttu diskinn??
Jú jú ég á disk með ne me quitte pa með Nina Simone..geggjaður diskur og ég skal skrifa hann við tækifæri og láta þig fá :o)
Skrifa ummæli