...það er aðeins eitt sem veldur mér áhyggjum.
Ef við förum yfir listann minn yfir sjúklegar hræðslur við hluti þá tróna gullfiskar og byssur klárlega á toppnum, en eldfjöll og lofsteinar fyglja fast á hæla þeirra.
ooog...
Við erum að tala um það að á Mars er VIRKT eldfjall sem er jafn stórt og Ísland í þvermál!!! ÍSLAND!!! Og það er heví hátt, eitthvað í kringum 80 kílómetra!
Og eins og ég benti kennaranum svo réttilega á, þá gæti allt eins verið að það myndi gjósa brjálæðislega mikið, svo mikið að gosið myndi fara upp í loftið, smjúga í gegnum ofurþunnan lofthjúpinn og splundrast út í geim sem fullt af litlum lofsteinum. Og litlir loftsteinar smjúga einmitt mjög auðveldlega í gegnum lofthjúp jarðar og geta þannig...
tjah...
ÞURKKAÐ OKKUR ÚT!
ég óska eftir byrgi til leigu, samt ekki ef þú byrjar á G...
fimmtudagur, 31. janúar 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Vá! Þetta er eins og að festast í lyftu með jólasveini :o/
Skrifa ummæli