miðvikudagur, 27. febrúar 2008

Vinsældaraukning

Og það verður allt vitlaust á bloggheimum!

Nú jæja, eftir nett taugaáfall síðustu daga er allt fallið í ljúfa löð...eða svona næstum. Ég hef fengið allt sem ég óskaði eftir og meira til, ef þið viljið vita eitthvað þá bara spyrjið..vil ekki pósta svona upplýsingum hérna.

Inntökuprófin byrja 13. og ég er nett stressuð. Tókst samt að læra einn monolog utanað í dag og ég stefni á að vera búin með tvo fyrir föstudag og vinna svo gjörninginn minn um helgina. Hann mun fela í sér mikinn sársauka, andlegan og líkamlegan. Úúú...

Fyndið hvað maður sveiflast á milli daga, í fyrradag var veröldin að hrynja og ég sá afar fátt gott í stöðunni...í dag er ég hinsvegar hin kátasta og allt hefur gengið afskaplega vel hingað til

Ætla að fá mér smá lúr og svo fer ég að leiklistast eitthvað frameftir...

mánudagur, 25. febrúar 2008

Aðgerð eitt - Umsókn

Aðgerð eitt- Umsókn

LOKIÐ

Fjúff...byrjaði á því að sofa yfir mig, ætlaði að vakna sjö en vaknaði ellefu. Þannig að beisikklí missti ég fjóra tíma úr mjög svo skipulögðu plani dagsins. Dásamlegt.

Á tímabilinu 11-14 gerði ég ótrúlegustu hluti;
fór í sturtu
borðaði morgunmat
leitaði að búningum fyrir leikritið
tók saman ógeðslega mikið af drasli
fann til umsóknina
og allt dótið sem henni fylgdi
hringi í tónó
hringdi í mh
hringdi í heilsugæsluna
fór í tónó að ná í ferilskrána mína þaðan
fór í bankann til að taka út pening
fór í passamyndatöku
fór aftur í bankann að spjalla við gjaldkerann og múta henni til að fara á netið fyrir mig
keypti mér kók
drakk kók
fór á pósthúsið, í fyrsta skipti á ævinni
fékk umslag
borgaði alltof mikið fyrir umslag
og stimpil
ekki frímerki samt
brunaði í rvk
fór í mh
og fékk ferilskrá mína þaðan
föndraði á skrifstofunni, dömunum þar til mikils ama
festi allt saman og lokaði umslaginu
brunaði niður á skrifstofu
steig á reim og flaug inn
allt mjög listrænt og óundirbúið
og katsjíííng skilaði henni inn!

PARTY ON

og þá er bara eftir
vinna
skila inn fjórum leikritum fyrir miðnætti
tvö eru tilbúin
fuuuck
fara á tónóæfingu beint eftir vinnu
fara á leiklistaræfingu beint eftir tónóæfingu
24.01 svefn takk

laugardagur, 23. febrúar 2008

...and then one day, you and all the people you know are gonna DIE

ég var í fangelsi í nótt
mjög furðuleg upplifun
það var pissað á mig
,,When I see pee, I move!"
og ég fékk að sofa í viðbjóðslegum litlum klefa
litlu vinir mínir úr vinnunni voru þarna
tveir tveggja ára
og Særún, hún var að strauja.

og þessa meðferð fékk ég vegna þess að ég vildi ekki skutla fullt af fólki út um allan bæ, þau tóku sinn eigin bíl, fóru upp á löggustöð og löggan kom og tók mig.
bara mig.
eina.

og það sorglega er að það eina sem ég hugsaði alla þessa fangelsisdvöl var það hversu hipp og kúl ég væri að geta sagt í myspace bulletin að ég hefði verið í fangelsi.

fuuuuuck.

ég er að segja ykkur það, myspace er að forrita huga okkar allra svo einn daginn verðum við talandi róbótar sem fíla myrkur betra en ljós, bað betur en sturtu og uppáhaldslitur okkar allra verður svartu.

en já..svona áður en símalínurnar fara yfir um þá væri sniðugt að segja þeim sem ekki vita betur, að þetta var að sjálfsögðu draumur.

föstudagur, 22. febrúar 2008

Quero...

ÁKVÖRÐUN HEFUR VERIÐ TEKIN OG DÓMUR FELLDUR Í MÁLI GSS.

ÚRSKURÐUR LIGGUR FYRIR;

Stjörnuspá
Naut: Til þess að verða bestur í því sem þú gerir, verður þú að teygja þig inn á óþekkt svið. Þú sérð ekki strax hvað þú græðir á því - trúðu.

GSS MUN VERA DREGIN FYRIR DÓMNEFNDIR TVÆR Í SKÓLA ÞEIM ER KENNDUR ER VIÐ LISTIR OG HÁ.

JÁ...TVÆR DÓMNEFNDIR.
EKKI EINA.
TVÆR.

dúrílúrílúrílúúúú

miðvikudagur, 20. febrúar 2008

Hippalingur

Vóóó...
það er fátt sem mér finnst svalara, eða heitara.., hér á jarðríki en hippar, dreddar, náttúrubörn og listaspýrur.

Til að gera langa sögu stutta (svona til að bæta fyrir fyrrum mistök) þá skulum við segja að ég hafi farið á Kommúnuna í gær.

Kommúnan=
hippalingar
...í hrúgum
reykkelsi, gras og plötur
...hippastemmning dauðans
typpalingar
...reyndar bara einn en þið vitið...
sviti, úfin hár og frelsi
...partý on

og halló
Gael Garcia Bernal!


(ef þú ert að lesa þetta Gael, þá er ég ekki sjúk)...en halló við erum að tala um fjögurra sekúndna dásamlegt augnsamband í uppklappinu.

Var næstum því búin að pota í hann í hvert skipti sem hann gekk útaf (sat úti á enda á öðrum bekk, þar sem fólk gekk útaf sviðinu) með sama putta og ég potaði í dverginn og Sean Lennon (er að safna) en gerði það ekki...djöfull.

En þá er aðeins eitt að gera,
finna hann og pota í hann! Jafnvel eitthvað meira...en það er allt undir honum komið.

En ég sá hann, hann sá mig, bæði síðhærð, úfin, tætt...ég sé ekki hvað ætti að standa í vegi fyrir sannri ást.

FJÓRAR SEKÚNDUR HALLÓ!




Smá auka skilaboð fyrir þann sem skilur...

Te quiero mucho y le estoy esperando

mánudagur, 18. febrúar 2008

Kaldhæðni örlaganna?

Okei afsakið hversu ör ég er í þessum skrifum...

vildi bara koma því á framfæri við ástkæra lesendur mína að gæta sín á því hverju þið óskið ykkur.

í gær óskaði ég mér þess að ég þyrfti ekki að mæta í skóla, vinnu og tiltekt í dag.

síðasta bloggfærsla hét munnræpa...

og ég vaknaði upp í nótt kl 3 með svakalegustu munnræpu sem ég hef fengið, gubbupest með tilheyrandi viðbjóði.

svo nú fer ég hvorki í skóla, vinnu né í tiltekt.

æli hinsvegar eins og enginn sé morgundagurinn.

skemmtileg útfærsla á óskinni minni, takk kæri andi.

sunnudagur, 17. febrúar 2008

Munnræpa

Þegar ég var lítil hélt ég því alltaf fram að kisan mín hún Monsa, sem allir aðrir kölluðu Nölu en ekki ég því ég var í uppreisn, væri í raun langamma mín sem hafði dáið nokkrum árum áður. Það veitti mér óneitanlega mikla huggun að hugsa til þess að amma væri alltaf hjá mér. Viðbrögð mín yfir endurteknum pissublettum ömmu á koddanum mínum ollu því hinsvegar að ég missti trúna.

Ég hef alltaf verið afskaplega svöl. Þetta hófst allt í þriðja bekk, en það var jú einmitt þá sem járnbrautateinar, gómar, spengur og beysli gerðu innrás á kjaftinn á mér með þeim afleiðingum að ég varð miðpunktur athyglinnar. Gleraugun í tólf ára bekk sögðu einnig sitt en það var einmitt þá sem draumur minn um svölu gelluna með teina, gleraugu og heyrnatæki rættist...reyndar varð heyrnatækið að bíða þar til seinna.

Það var viðurnefnið Gugga, Mikka mús smekkbuxurnar, sítt hár í tígó, pox-myndir, glerkúlur, teygjubyssur og hjólabrettið mitt sem mörkuðu upphaf "svala skeiðisins" hjá mér. Ég var á toppi tilverunnar þar sem ég þaut um göturnar með öllum strákavinum mínum, með glerkúlur og pox í öðrum vasa og ólöglega teygjubyssu í hinum. Hinar stelpurnar völsuðu um í bleikum strigaskóm með blikki og fóru í snú-snú, en ég var að sjálfsögðu alltof svöl fyrir slíkt.

Það leið ekki á löngu þar til eitthvað breyttist og allt í einu voru smekkbuxurnar ekki hipp og kúl lengur heldur smellubuxur. Hjólabrettið fór út í bílskúr og línuskautarnir voru dregnir fram. Árbæjargengin benda enn á afturendann á mér og hlægja eftir fyrstu lífsreynslu mína í smellubuxunum, sem átti sér jú einmitt stað í klifurgrindinni hjá Nóatúni í Árbænum. Við skulum segja að smellurnar hafi ekki haldið...

Næst á eftir smellubuxunum var það svo bleikur plastleðurjakki, buffaloskór og vafflað hár að hætti Spice Girls. Það var einstaklega töff, svo töff að ég ristarbraut mig. Ég trúði því statt og stöðugt að ég hefði komið Spice Girls á kortið hérna heima þar sem ég fékk afar svalan magabol, leggings og myndir sent frá Ameríku, fyrst af öllum að ég hélt. Allt í einu var ég komin í gengið með snú-snú stelpunum því nú var ekki töff að eiga strákavini. "Viltu byrja með mér?" miðar leyndust í vösum allra og sambandsslit voru daglegt brauð. Fyrsta "unlingabólan" birtist á miðju enninu á mér og þó svo að þetta hafi ekki verið bóla, heldur einfaldlega sár sem ég kroppaði svo mikið að það var farið að bólgna út og leit því út eins og bóla, þá kom ég mannskapnum í trú um það að um alvöru unglingabólu væri að ræða. Gugga Unglingabóla var klárlega svalasta viðurnefnið í sjöunda bekk og fólk fór sérferðir stofanna á milli til að líta bóluna augum.

15.000 króna gallabuxur, rassaskorur og magabolir einkenndu fyrstu árin í unglingadeildinni. Allt í einu voru unglinabólur "ógeð" og "ómægad". Allir öfgatöff í Sautján og Deres að eyða aleigu foreldranna. SPK, Prósentuleikurinn og Vangakeppnir tóku við af saklausum eltingaleikjum og "Viltu byrja með mér" miðarnir þróuðust frá miðum til orða og þaðan út í sms. Þá var það Guðrún, ekki Gugga, bara Guðrún. Sóley fannst mér einum of mikið.

Í tíunda bekk héldu svo allir að ég væri komin í ruglið. Sögur gengu um skólann af því að ég væri farin að reykja eitthvað, ég hefði fengið taugaáfall eða að ég væri dottin'í ða eins og það kallaðist á fullorðinsmáli okkar táninganna. Ég gekk um skólann, heví töff, í hippapilsunum mínum, ponsjói og hljómsveitarbolum með Bob Marley í eyrunum. Rebell skólans. Gé-Sóley var viðurnefni rebelsins sem gekk um gangana með viðeigandi "vóóóó" hljóðum til hliðanna. Ráðalausar tilfinningaflækjurnar vissu ekki sitt rjúkandi ráð og á tímabili var ég úskúfuð frá vinahópnum fyrir að hafa hafnað ástkærum vini þeirra, Diesel. Ég lét það lítið á mig fá og ekki leið á löngu þar til þær tóku mig í sátt aftur, og enn á ný var ég orðin öfgakúl og spurningar eins og ,,Hvað kom eiginlega fyrir þig?" ,,Hvernig þorirðu þessu?" ,,Hefurðu reykt hass?" voru daglegt brauð. Allir elskuðu mig og ég elskaði alla. Svona eins og Adam og synir hans.

Fyrsta árið í menntó var svakalegt. MH- þar sem artí fartí listaspýrur gengu um í lopapeysum og átu spelt. Fyrsta önnin er í móðu en við skulum segja að það hafi verið mikið um tilraunir í fatastíl á þessum árum...Guðrún Sóley var viðurnefnið. Bara það. Ekkert annað. ,,Ég var skírð það, ef þú segir Guðrún þá svara ég ekki..." Það var þá sem nöfn eins og Guðmundur Jónsson, Sólveig Ásgeirsdóttir og Brynhildur Halla Guðmundsdóttir voru öfgakúl.

Ég held það sé fyrst núna sem ég sé búin að átta mig á því hver ég er...svona nokkurn veginn. Samt er ég ekkert alltof viss, fyndið hvernig manni finnst maður alltaf vera hipp og kúl og er það samt svo ekki nokkrum árum síðar. Guðrún Sóley, Guðrún, Sóley, Gugga, Gugga Solla, Gugga risi...skiptir ekki máli, þú velur.

föstudagur, 15. febrúar 2008

Vinjettumaðurinn og erótík




Tvær barbídúkkur á jafn mörgum dögum...
öðrum gaf ég blýant
hinn gaf mér erótísk ástarljóð

en hann er nú ekkert útsöluskáld ónei, ekkert Bónus og Krónan kjaftæði, ónei. Þó sá hann sig knúinn til að troða þessum óskapnaði uppá mig

...því honum fannst það viðeigandi.

Hann tók líka tvisvar í höndina á mér
...því honum fannst það viðeigandi.
Og segja mér hversu frábær og æðislegur hann væri
...því það er hann jú, jájá sussumsvei

Ég á erfitt með að sjá hvað er erótísk við spriklandi og sloruga fiska, síld í tunnu og lambafillé.


Kannski er ég bara svona hrikalega órómantísk og klikkuð...


ERÓTÍK
Barbí (sjá grein fyrir neðan til nánari útskýringar) í sleik.

Sorgleg

Vá það er fyndið að lenda óvart á deiti á valentínusardaginn
ekki gera ykkur neinar vonir, það gerðist ekki fyrir mig.

Þó fékk ég hlýtt bros og innilegar kveðjur um góða nótt frá vitstola manni í Krambúðinni á Skólavörðustígnum.

Það var þó ekki þar sem Valentínusardagurinn minn, sem ég hef blótað í sand og ösku síðan ég man eftir mér (að undanskildu einu skipti, en þá fór hann gjörsamlega framhjá mér og ég gleymdi að bölva honum eftir á) , byrjaði...

Lagnó í skólanum hófst í gær. Þar sem ég er ofurkúl sat ég á rassinum á ofursvala kaffihúsinu og þóttist vera merkileg...allan daginn. Í morgun, ákvað ég hinsvegar, að sofa örlítið út, svona svo pósturinn hefði nú undan að dæla ástarbréfunum inn um lúguna...

Eftir nokkurra tíma lesningu hélt ég í skólann, viðbúin því að mæta á fyrirlestur hjá Þorgrími Þráins stórvini mínum og uppáhalds barbídúkku, og læra allt um það hvernig ég ætti að gera konuna mína hamingjusama. Einungis í tilefni af elsku minni á manninum var ég búin að útbúa spurningalista í kollinum mínum til að reyna að gera hann kjaftstopp. Þ.e. ég var búin að finna spurningar eins og;

Þorgrímur, hver ertu eiginlega?!?

Þorgrímur, hefur konan þín alltaf verið hamingjusöm?!?

Ef svo er, út frá hverju skrifarðu þá bókina?!?

...og fleiri spurningar, fleiri illar spurningar, en þó allt í góðu og einungis vegna elsku minnar á honum, eins og áður sagði.

Barbí mætti ofursvalur, nýkominn úr ræktinni og heví hamingjusamur. Kona hans var þó víðs fjarri en nóg var af ungu kvonfangi sem góndi á hann. Ég góndi ekki heldur horfði hæfilega mikið framhjá honum til að pirra hann, tilbúin í slaginn.

Hann byrjaði að tala...og tala...og tala...lýsti kossum í rúllustigum, daðri í World Class og Indlandsferðum. Allt þetta vakti hjá mér mikinn óhug og vanlíðan og íhugaði ég nokkrum sinnum að stinga pennanum í augað á mér. Eftir að hafa talið tíu sinnum upp að hundrað, innbyrt eitt epli, hent einu epli á gólfið við hlið ruslatunnunnar, fengið illt augnaráð frá Barbí sjö sinnum og feikað tvö hóstaköst...þagnaði hann.

Og þá allt í einu, þá sá ég að þetta hatur var í raun bara öfund. Eða...ég meina elska mín á honum. Þannig að í stað þess að drekkja honum í illkvitnum spurningum, útúrsnúningum og brenna hann með augnaráðinu einu, eins og mér einni er lagið, ákvað ég að gera góðverk og gaf honum blýantinn minn. Augu okkar mættust, eins og tvö rennandi fljót sem mættust á miðri leið, og hlýtt bros hans bræddi hjarta mitt. ,,Takk" sagði djúp, munaðarfull röddin um leið og útrétt plasthöndin reyndi, án árangurs, að grípa um blýantinn. ,,Æ, en leiðinlegt Barbí, ertu ekki með neina putta!? Oooo ertu með fast bros? En leiðinlegt..."

Okei, kannski ekki alveg. En þetta var fyndið. Ekki misskilja mig Barbí- þú ert frábær, virkilega frábær, kannski bara aðeins um of. Ég höndla ekki fullkomnun. Þess vegna höndla ég ekki Barbí...

Svona hófst Valentínusardagurinn minn.

Í tilefni dagsins ákvað ég svo að splæsa á mig rómantískum kvöldverði, keypti mér skyr og appelsín og át það með krosslagðar fætur á köldu gólfi

ein

alein

og þá varð mér hugsað til þess hversu óréttlátt lífið væri

og svo, þegar ég var um það bil að sökkva í þunglyndi og ógleði vegna óhemju mikilla vangaveltna og skyráts, þá gerði ég mér grein fyrir því að áherslur mínar hingað til hafa ekki verið á ástarlífið heldur eiginlega nákvæmlega allt annað.
Eiginlega.
Maður fer alltaf útaf brautinni við og við, getum við sagt...

Og þá tók ég gleði mína á ný.
Svo áttaði ég mig á því að í raun hafði ég ekki tekið gleði mína á ný vegna þessa, heldur vegna þess að ég gat ekki beðið eftir að segja ykkur, kæru ímynduðu lesendur, frá deginum mínum.
Þegar ég fattaði það, fattaði ég um leið hversu sorleg ég er.

Og það er enn sorglegra að ég sé virkilega að segja ykkur frá þessu
Og það að enginn lesi þetta...nema ein, tvær, einmana sálir...

Og hér húki ég ein, sveitt og svöl með bumbuna út í loftið fyrir framan upplýstan tölvuskjáinn.

Þið fíli'ða...

fimmtudagur, 14. febrúar 2008

Valentínus brennur á báli

Meira að segja Google tekur þátt í ruglinu





Tak hár úr hala mínum og leggið það á jörðina. Legg ég á og mæli svo um að það verði að báli miklu sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Verði Valentínus hinn illi brenndur á báli þessu svo úr verði mikill reykur. Djöfladans verður dansaður umhverfis bálið og að lokum koma tíu litlir negrastrákar og dansa regndansinn. Regndansinn mun misskiljast svo aðsvífandi koma tvær lessuskessur og míga á bálið. Úr verður flóð mikið svo verði Valentínus eigi brenndur af báli þessi mun að drukknun verða.

Gjörið svo og yður mun vegna vel í lífi þessu.

Amen.

sunnudagur, 10. febrúar 2008

Taugaáfall taka tvö

Segjum sem svo...
að ég myndi hætta í skólanum
og vinnunni

þá væri allt í góðum málum
en með 23 einingar
25% vinnu
æfingar á tveimur leikritum
tvær stjórnir
tvö inntökupróf
tónlistarskóla
tónleika
og tvær hljómsveitir
á bakinu er ekkert sérlega auðvelt

og sér í lagi þegar ég er komin eftir á í u.þ.b. öllu, er meira að segja ekki búin að kaupa skólabækur...

og endalausar dagsetningar og frestir sem ég þarf að huga að
-------------------
Eeeeeen gleði gleði og þá var kátt í höllinni, höllinni, höllinni og þá var kátt í höllinni, höllinni!
-------------------
Ég er hætt að drekka kók....aftur. Þó smá breyting, nú hef ég skrúfað fyrir allan koltvísýring. Í þetta sinn mun það endast, að eilífu amen. Eða...allavega út mánuðinn.
-------------------


mánudagur, 4. febrúar 2008

Afgreiðslumenn dauðans

ollu því að ég kom heim með tvo troðfulla poka af fötum, helminginn hafði ég ekki einu sinni mátað...

verslað mér flíkur að andvirði örugglega 30.000 á 20 mínútum.

Það hlýtur að teljast met.

Þið þurfið þó ekki að örvænta kæru landar, því ég kom út í stórum, stórum plús.

Já við erum að tala um að litlar 7.500 krónur láku úr buddunni.

Hvernig?
Tjah, við skulum segja að afgreiðslumenn dauðans kunni sitt starf.

laugardagur, 2. febrúar 2008

Einu leikriti síðar...

Búin að þýða heilt leikrit
...á tveimur dögum.

Það er tvennt sem fer alveg hrikalega í taugarnar á mér:

-Þegar fólk segir; þex vegna
-Þegar fólk tyggur með opinn munninn eða asnalega þannig að maður heyri matinn veltast um uppi í þeim með tilfallandi hávaða, skruðningum og smjatti.

Rétt í þessu heyrði ég sagt; þex vegna
...og móðir mín er að borða popp.